Bananaerfingi og bandamaður spillts forseta í aðra umferð Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2023 14:05 Luisa González fagnar bráðabirgðaniðurstöðum kosninganna í Ekvador. Hún hlaut flest atkvæði en þarf að gera betur í annarri umferð kosninganna í haust. AP/Dolores Ochoa Allt stefnir í að kosið verði á milli vinstrisinna og erfingja bananaveldis í annarri umferð forsetakosninga í Ekvador eftir að engum frambjóðanda tókst að tryggja sér hreinan meirihluta í kosningunum þar í gær. Luisa González úr vinstriflokknum Pólitísku byltingarhreyfingu borgaranna sem mældist með mest fylgi í skoðanakönnunum, hafði hlotið þriðjung atkvæða þegar 85 prósent atkvæða höfðu verið talin í gærkvöldi. Á eftir henni kom Daniel Noboa með rétt tæpan fjórðung atkvæði. Árangur Noboa vakti athygli þar sem hann hafði aldrei mæst hærra en fimmti í könnunum fyrir kosningar, að sögn AP-fréttastofunnar. Til þess að ná kjöri í gær þurfti frambjóðandi að vinna annað hvort meira en helming atkvæða eða fjörutíu prósent og tíu prósentustiga forskot á næsta mann. Ef til hennar kemur fer síðari umferðin fram í október. González er lögfræðingur og fyrrverandi þingmaður. Hún gerði mikið úr sambandi sínu við Rafael Correa, fyrrverandi forseta Ekvadors, þrátt fyrir að hann hefði verið fundinn sekur um spillingu og dæmdur í átta ára fangelsi að sér fjarstöddum árið 2020. Hann býr nú í Belgíu. Noboa er sonur Álvaro Noboa, eiganda bananaræktunar- og útflutningsveldis, sem bauð sig fimm sinnum fram til forseta. Í þriðja sæti lenti Christian Zurita með sextán prósent. Zurita var ekki formlega á kjörseðlinum en hann tók sæti Fernando Villavicencio sem var skotinn til bana á kosningafundi í höfuðborginni Quito fyrr í þessum mánuði. Morðið varð tilefni til stóraukinnar öryggisgæslu lögreglu- og hermanna á götum borga á meðan á kosningabaráttunni stóð. Ekvador Tengdar fréttir Meintir morðingjar frambjóðandans frá Kólumbíu Sex menn sem voru handteknir vegna morðsins á Fernando Villavicencio, forsetaframbjóðanda í Ekvador, í gær eru kólumbískir ríkisborgarar. Innanríkisráðherra landsins segir að mennirnir tengist skipulagðri glæpastarfsemi. 11. ágúst 2023 08:50 Frambjóðandi til forseta Ekvador skotinn til bana Frambjóðandi í komandi forsetakosningum í Suður-Ameríkuríkinu Ekvador var skotinn til bana á kosningafundi í höfuðborginni Quito í gær. 10. ágúst 2023 06:23 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Luisa González úr vinstriflokknum Pólitísku byltingarhreyfingu borgaranna sem mældist með mest fylgi í skoðanakönnunum, hafði hlotið þriðjung atkvæða þegar 85 prósent atkvæða höfðu verið talin í gærkvöldi. Á eftir henni kom Daniel Noboa með rétt tæpan fjórðung atkvæði. Árangur Noboa vakti athygli þar sem hann hafði aldrei mæst hærra en fimmti í könnunum fyrir kosningar, að sögn AP-fréttastofunnar. Til þess að ná kjöri í gær þurfti frambjóðandi að vinna annað hvort meira en helming atkvæða eða fjörutíu prósent og tíu prósentustiga forskot á næsta mann. Ef til hennar kemur fer síðari umferðin fram í október. González er lögfræðingur og fyrrverandi þingmaður. Hún gerði mikið úr sambandi sínu við Rafael Correa, fyrrverandi forseta Ekvadors, þrátt fyrir að hann hefði verið fundinn sekur um spillingu og dæmdur í átta ára fangelsi að sér fjarstöddum árið 2020. Hann býr nú í Belgíu. Noboa er sonur Álvaro Noboa, eiganda bananaræktunar- og útflutningsveldis, sem bauð sig fimm sinnum fram til forseta. Í þriðja sæti lenti Christian Zurita með sextán prósent. Zurita var ekki formlega á kjörseðlinum en hann tók sæti Fernando Villavicencio sem var skotinn til bana á kosningafundi í höfuðborginni Quito fyrr í þessum mánuði. Morðið varð tilefni til stóraukinnar öryggisgæslu lögreglu- og hermanna á götum borga á meðan á kosningabaráttunni stóð.
Ekvador Tengdar fréttir Meintir morðingjar frambjóðandans frá Kólumbíu Sex menn sem voru handteknir vegna morðsins á Fernando Villavicencio, forsetaframbjóðanda í Ekvador, í gær eru kólumbískir ríkisborgarar. Innanríkisráðherra landsins segir að mennirnir tengist skipulagðri glæpastarfsemi. 11. ágúst 2023 08:50 Frambjóðandi til forseta Ekvador skotinn til bana Frambjóðandi í komandi forsetakosningum í Suður-Ameríkuríkinu Ekvador var skotinn til bana á kosningafundi í höfuðborginni Quito í gær. 10. ágúst 2023 06:23 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Meintir morðingjar frambjóðandans frá Kólumbíu Sex menn sem voru handteknir vegna morðsins á Fernando Villavicencio, forsetaframbjóðanda í Ekvador, í gær eru kólumbískir ríkisborgarar. Innanríkisráðherra landsins segir að mennirnir tengist skipulagðri glæpastarfsemi. 11. ágúst 2023 08:50
Frambjóðandi til forseta Ekvador skotinn til bana Frambjóðandi í komandi forsetakosningum í Suður-Ameríkuríkinu Ekvador var skotinn til bana á kosningafundi í höfuðborginni Quito í gær. 10. ágúst 2023 06:23