Foster leggur hanskana á hilluna eftir erfiða byrjun á tímabilinu Aron Guðmundsson skrifar 21. ágúst 2023 10:28 Foster í leik með Wrexham Vísir/Getty Ben Foster, markvörður enska D-deildar liðsins Wrexham, hefur lagt markmannshanskana á hilluna. Frá þessu greinir hann í yfirlýsingu en aðeins nokkrar umferð eru liðnar af ensku D-deildinni þetta tímabilið. Foster tók hanskana af hillunni á seinni hluta síðasta tímabilsins og átti stóran þátt í því að binda enda á veru Wrexham, sem er í eigu Hollywood stjarnanna Ryan Reynolds og Rob McElhenney, í ensku utandeildinni. Hann ákvað síðan að taka slaginn með liðinu í ensku D-deildinni á yfirstandandi tímabili en hefur nú ákveðið að kalla þetta gott. Ben Foster on his decision to retire from professional football #WxmAFC pic.twitter.com/PV0ZXOXXjz— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) August 21, 2023 „Í fullri hreinskilni hefur frammistaða mín hingað til á tímabilinu ekki verið á því gæðastigi sem ég ætlast til af sjálfum mér og því finnst mér rétti tímapunkturinn núna til þess að leggja hanskana á hilluna. Með þessari ákvörðun hef ég ekki aðeins til hliðsjónar það sem er best fyrir mig, heldur einnig hvað sé best fyrir félagið. Nú getur það vegið og metið kostina í stöðunni áður en félagsskiptaglugginn lokar.“ Wrexham er sem stendur í 15.sæti ensku D-deildarinnar og hefur fengið flest mörk á sig af liðum deildarinnar þegar fjórar umferðir hafa verið leiknar, alls 13 mörk. Hinn 40 ára gamli Foster leggur nú hanskana á hilluna í annað sinn og á hann að baki flottan feril með liðum á borð við Manchester United, Stoke City, Watford, Birmingham og West Bromwich Albion. Að auki lék hann átta leiki fyrir landslið Englands. Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Í beinni: Þór/KA - FHL | Tekst nýliðunum að tengja saman sigra? Í beinni: Stjarnan - FH | Nágrannaslagur í Garðabænum Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Sjá meira
Foster tók hanskana af hillunni á seinni hluta síðasta tímabilsins og átti stóran þátt í því að binda enda á veru Wrexham, sem er í eigu Hollywood stjarnanna Ryan Reynolds og Rob McElhenney, í ensku utandeildinni. Hann ákvað síðan að taka slaginn með liðinu í ensku D-deildinni á yfirstandandi tímabili en hefur nú ákveðið að kalla þetta gott. Ben Foster on his decision to retire from professional football #WxmAFC pic.twitter.com/PV0ZXOXXjz— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) August 21, 2023 „Í fullri hreinskilni hefur frammistaða mín hingað til á tímabilinu ekki verið á því gæðastigi sem ég ætlast til af sjálfum mér og því finnst mér rétti tímapunkturinn núna til þess að leggja hanskana á hilluna. Með þessari ákvörðun hef ég ekki aðeins til hliðsjónar það sem er best fyrir mig, heldur einnig hvað sé best fyrir félagið. Nú getur það vegið og metið kostina í stöðunni áður en félagsskiptaglugginn lokar.“ Wrexham er sem stendur í 15.sæti ensku D-deildarinnar og hefur fengið flest mörk á sig af liðum deildarinnar þegar fjórar umferðir hafa verið leiknar, alls 13 mörk. Hinn 40 ára gamli Foster leggur nú hanskana á hilluna í annað sinn og á hann að baki flottan feril með liðum á borð við Manchester United, Stoke City, Watford, Birmingham og West Bromwich Albion. Að auki lék hann átta leiki fyrir landslið Englands.
Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Í beinni: Þór/KA - FHL | Tekst nýliðunum að tengja saman sigra? Í beinni: Stjarnan - FH | Nágrannaslagur í Garðabænum Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Sjá meira