Reyna að leggja stein í götu nýkjörins forseta Gvatemala Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2023 08:50 Bernardo Arévalo og Karin Herrera (t.h.), varaforsetaefni hans, fagna stuðningsmönnum sínum eftir sigur hans í annarri umferð forsetakosninganna í Gvatemala í gær. AP/Moises Castillo Bernardo Arévalo, frjálslyndur utangarðsmaður í stjórnmálum, fór með afgerandi sigur af hólmi i forsetakosningum í Gvatemala í gær. Óljóst er þó hvort að Arévalo fái að taka við embættinu þar sem ríkissaksóknari landsins reynir nú að lýsa stjórnmálaflokk hans ólöglegan. Arévalo hlaut 58 prósent greiddra atkvæða gegn 37 prósentum Söndru Torres, fyrrverandi forsetafrúar landsins, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum þegar öll atkvæði höfðu verið talin. AP-fréttastofan segir að kjósendur hafi fylkt sér að baki Arévalo til þess að snupra valdastétt landsins vegna áskana um landlæga spillingu. Yfir Arévalo hangir þó möguleikinn á að vera dæmdur úr leik. Klukkustund áður en úrslit fyrri umferðar kosninganna voru staðfest í síðasta mánuði tilkynnti embætti ríkissaksóknara að það væri að rannsaka undirskriftir sem Fræhreyfing Arévalo safnaði þegar flokkurinn var skráður fyrir nokkrum árum. Dómari felldi skráningu flokksins tímabundið úr gildi en þeim úrskurði var snúið við á æðra dómstigi. Dómstólar bönnuðu nokkrum frambjóðendum sem hefðu getað ógnað sitjandi valdhöfum að bjóða sig fram í kosningum, að sögn New York Times. „Við vitum að það eru pólitískar ofsóknir í gangi í gegnum stofnanir, saksóknaraembætti og dómara sem hafa verið innlimaðir með spilltum hætti. Við viljum telja að kraftur þessa sigur geri það ljóst að það er ekki hægt að reyna að stöðva kosningaferlið. Gvatemalska þjóðin hefur talað afdráttarlaust,“ sagði Arévalo í gærkvöldi. Fullyrti Arévalo að Alejandri Giammattei, fráfarandi forseti, hafi óskað sér til hamingju og sagt honum að þeir skyldu byrja að undirbúa valdaskiptin daginn eftir að úrslitin verða staðfest. Kjörtímabili Giammattei lýkur 14. janúar. Sandra Torres, frambjóðandi UNE-flokksins og fyrrverandi forsetafrú Gvatemala.AP/Santiago Billy Annað hvort vísað frá eða valdalaus Edmond Mulet, fyrrverandi þingforseti sem bauð sig fram í fyrri umferð kosninganna, segir AP að tvennt sé líklegast í stöðunni. Dómstólar gætu fellt skráningu Fræhreyfingarinnar úr gildi en Arévalo fengi að taka við embætti forseta. Þingmenn flokksins, sem væru þegar í minnihluta, gætu ekki gegnt stjórnunarstöðum eða stýrt þingnefndum. Vantrauststillögur yrðu líklega strax bornar fram gegn Arévalo til þess að setja hann af. Hinn möguleikinn sé að framboð Arévalo verði ógilt og honum meinað að taka við embættinu þrátt fyrir úrslitin. Miðjumaður og baráttumaður gegn spillingu Arévalo er 64 ára gamall félagsfræðingur að mennt, sonur Juan José Arévalo, fyrrverandi forseta Gvatemala, sem var hrakinn í útlegð á sjötta áratug síðustu aldar. Forsetaefnið fæddist þannig í Úrúgvæ og ólst upp í Venesúela, Síle og Mexíkó. Það var ekki fyrr en hann var táningur að aldri sem Arévalo sneri aftur til Gvatemala. Hann þykir miðjumaður í gvatemölskum stjórnmálum en aðalkosningamál hans var spillingin sem plagar landið og er sögð eiga mikinn þátt í áköfum atgervisflótta þaðan norður til Bandaríkjanna. Arévalo var þingmaður Fræhreyfingarinnar sem var stofnuð árið 2017 þegar hann var valinn forsetaefni hennar. Frambjóðandinn er gagnrýninn á stjórn vinstrimannsins Daniels Ortega í nágrannalandinu Níkaragva sem er á hraðri leið í einræðisátt. Arévalo er engu að síður lýst sem vinstrisinnaðasta forsetaframbjóðandanum sem nær svo langt frá því að lýðræði var komið aftur á eftir þriggja áratuga valdatíð harkalegrar herforingjastjórnar árið 1985. Gvatemala Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Sjá meira
Arévalo hlaut 58 prósent greiddra atkvæða gegn 37 prósentum Söndru Torres, fyrrverandi forsetafrúar landsins, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum þegar öll atkvæði höfðu verið talin. AP-fréttastofan segir að kjósendur hafi fylkt sér að baki Arévalo til þess að snupra valdastétt landsins vegna áskana um landlæga spillingu. Yfir Arévalo hangir þó möguleikinn á að vera dæmdur úr leik. Klukkustund áður en úrslit fyrri umferðar kosninganna voru staðfest í síðasta mánuði tilkynnti embætti ríkissaksóknara að það væri að rannsaka undirskriftir sem Fræhreyfing Arévalo safnaði þegar flokkurinn var skráður fyrir nokkrum árum. Dómari felldi skráningu flokksins tímabundið úr gildi en þeim úrskurði var snúið við á æðra dómstigi. Dómstólar bönnuðu nokkrum frambjóðendum sem hefðu getað ógnað sitjandi valdhöfum að bjóða sig fram í kosningum, að sögn New York Times. „Við vitum að það eru pólitískar ofsóknir í gangi í gegnum stofnanir, saksóknaraembætti og dómara sem hafa verið innlimaðir með spilltum hætti. Við viljum telja að kraftur þessa sigur geri það ljóst að það er ekki hægt að reyna að stöðva kosningaferlið. Gvatemalska þjóðin hefur talað afdráttarlaust,“ sagði Arévalo í gærkvöldi. Fullyrti Arévalo að Alejandri Giammattei, fráfarandi forseti, hafi óskað sér til hamingju og sagt honum að þeir skyldu byrja að undirbúa valdaskiptin daginn eftir að úrslitin verða staðfest. Kjörtímabili Giammattei lýkur 14. janúar. Sandra Torres, frambjóðandi UNE-flokksins og fyrrverandi forsetafrú Gvatemala.AP/Santiago Billy Annað hvort vísað frá eða valdalaus Edmond Mulet, fyrrverandi þingforseti sem bauð sig fram í fyrri umferð kosninganna, segir AP að tvennt sé líklegast í stöðunni. Dómstólar gætu fellt skráningu Fræhreyfingarinnar úr gildi en Arévalo fengi að taka við embætti forseta. Þingmenn flokksins, sem væru þegar í minnihluta, gætu ekki gegnt stjórnunarstöðum eða stýrt þingnefndum. Vantrauststillögur yrðu líklega strax bornar fram gegn Arévalo til þess að setja hann af. Hinn möguleikinn sé að framboð Arévalo verði ógilt og honum meinað að taka við embættinu þrátt fyrir úrslitin. Miðjumaður og baráttumaður gegn spillingu Arévalo er 64 ára gamall félagsfræðingur að mennt, sonur Juan José Arévalo, fyrrverandi forseta Gvatemala, sem var hrakinn í útlegð á sjötta áratug síðustu aldar. Forsetaefnið fæddist þannig í Úrúgvæ og ólst upp í Venesúela, Síle og Mexíkó. Það var ekki fyrr en hann var táningur að aldri sem Arévalo sneri aftur til Gvatemala. Hann þykir miðjumaður í gvatemölskum stjórnmálum en aðalkosningamál hans var spillingin sem plagar landið og er sögð eiga mikinn þátt í áköfum atgervisflótta þaðan norður til Bandaríkjanna. Arévalo var þingmaður Fræhreyfingarinnar sem var stofnuð árið 2017 þegar hann var valinn forsetaefni hennar. Frambjóðandinn er gagnrýninn á stjórn vinstrimannsins Daniels Ortega í nágrannalandinu Níkaragva sem er á hraðri leið í einræðisátt. Arévalo er engu að síður lýst sem vinstrisinnaðasta forsetaframbjóðandanum sem nær svo langt frá því að lýðræði var komið aftur á eftir þriggja áratuga valdatíð harkalegrar herforingjastjórnar árið 1985.
Gvatemala Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Sjá meira