Enska úrvalsdeildin vart farin af stað en dómgæslan á strax undir högg að sækja Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. ágúst 2023 08:00 Bruno Fernandes var ekki sáttur með að fá ekki vítaspyrnu en fékk gult spjald. Rob Newell/Getty Images Fimm leikir í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar fóru fram í gær, laugardag, og segja má að dómgæslan sé í brennidepli eftir þá. Dómgæslan í deildinni var strax til umræðu að lokinni 1. umferð þar sem Liverpool taldi sig eiga að hafa fengið vítaspyrnu gegn Chelsea þegar boltinn fór í höndina á Nicolas Jackson innan vítateigs. Nú vildi Manchester United fá vítaspyrnu í stöðunni 0-0 þegar boltinn fór augljóslega í höndina á Cristian Romero, miðverði Tottenham Hotspur, innan vítateigs. Bjarni Þór Viðarsson, sérfræðingur á Símanum, sagði í útsendingu Símans að um klára vítaspyrnu væri að ræða. Bruno Fernandes, leikmaður Man United, sagðist reikna með að lið hans fengi opinberlega afsökunarbeiðni líkt og Úlfarnir fengu eftir 1-0 tap á Old Trafford í 1. umferð. Þá rauk André Onana út í fyrirgjöf og lenti á leikmanni Úlfanna án þess að koma við boltann. "I ll be sitting here and they can come. Bruno Fernandes says he ll be waiting for an apology from refereeing chief Jon Moss over a penalty decision that did not go Manchester United's way during their 2-0 defeat by Tottenham. @awinehouse1 https://t.co/VVF0xXZXqo pic.twitter.com/Lu27aWuV9m— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) August 19, 2023 Engin vítaspyrna var dæmd en eftir leik gáfu dómarasamtök Englands út yfirlýsingu þess efnis að um klára vítaspyrnu væri að ræða. Þrátt fyrir 3-1 sigur Liverpool á Bournemouth þá var Jürgen Klopp, þjálfari liðsins, allt annað en sáttur með rauða spjaldið sem Alexis Mac Allister fékk. Klopp má vel vera reiður en Gary Lineker, þáttastjóranndi Match of the Day og fyrrum landsliðsmaður Englands tók í sama streng. Mac Allister sees red but it s a nonsense. Referee and VAR at Anfield having a poor day.— Gary Lineker (@GaryLineker) August 19, 2023 Að endingu lét Marco Silva, þjálfari Fulham, dómarann heyra það eftir 0-3 tap sinna manna gegn Brentford. Annað mark Brentford kom úr vítaspyrnu og fékk Tim Ream að líta sitt annað gula spjald þegar hún var dæmd. Það var Silva ósáttur með. „Þeir fengu hornspyrnu og vítaspyrnu í kjölfarið sem aðeins dómarinn sá. Leikmenn mínir voru mjög hissa á ákvörðun dómarans. Ég hef séð þetta tíu sinnum núna og sá ekkert athugavert við atvikið, bara dómarinn og myndbandsdómarinn sáu þetta,“ sagði Silva. Þá bætti hann við að Fulham myndi fá 200 gul spjöld í fyrstu 10 leikjum tímabilsins haldi þetta áfram. "We are going to finish the first 10 games of the season with more than 200 yellow cards for everybody on the pitch" Marco Silva voices his frustrations at Tim Ream's red card pic.twitter.com/5z23ExJT7A— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 19, 2023 Myndbandstæknin [VAR] átti að aðstoða dómara við að taka réttar ákvarðanir en miðað við fyrstu leiki ensku úrvalsdeildarinnar þetta tímabilið virðist VAR bara ætla að auka á vanlíðan allra þeirra sem fylgjast með deildinni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Fleiri fréttir Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Dómgæslan í deildinni var strax til umræðu að lokinni 1. umferð þar sem Liverpool taldi sig eiga að hafa fengið vítaspyrnu gegn Chelsea þegar boltinn fór í höndina á Nicolas Jackson innan vítateigs. Nú vildi Manchester United fá vítaspyrnu í stöðunni 0-0 þegar boltinn fór augljóslega í höndina á Cristian Romero, miðverði Tottenham Hotspur, innan vítateigs. Bjarni Þór Viðarsson, sérfræðingur á Símanum, sagði í útsendingu Símans að um klára vítaspyrnu væri að ræða. Bruno Fernandes, leikmaður Man United, sagðist reikna með að lið hans fengi opinberlega afsökunarbeiðni líkt og Úlfarnir fengu eftir 1-0 tap á Old Trafford í 1. umferð. Þá rauk André Onana út í fyrirgjöf og lenti á leikmanni Úlfanna án þess að koma við boltann. "I ll be sitting here and they can come. Bruno Fernandes says he ll be waiting for an apology from refereeing chief Jon Moss over a penalty decision that did not go Manchester United's way during their 2-0 defeat by Tottenham. @awinehouse1 https://t.co/VVF0xXZXqo pic.twitter.com/Lu27aWuV9m— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) August 19, 2023 Engin vítaspyrna var dæmd en eftir leik gáfu dómarasamtök Englands út yfirlýsingu þess efnis að um klára vítaspyrnu væri að ræða. Þrátt fyrir 3-1 sigur Liverpool á Bournemouth þá var Jürgen Klopp, þjálfari liðsins, allt annað en sáttur með rauða spjaldið sem Alexis Mac Allister fékk. Klopp má vel vera reiður en Gary Lineker, þáttastjóranndi Match of the Day og fyrrum landsliðsmaður Englands tók í sama streng. Mac Allister sees red but it s a nonsense. Referee and VAR at Anfield having a poor day.— Gary Lineker (@GaryLineker) August 19, 2023 Að endingu lét Marco Silva, þjálfari Fulham, dómarann heyra það eftir 0-3 tap sinna manna gegn Brentford. Annað mark Brentford kom úr vítaspyrnu og fékk Tim Ream að líta sitt annað gula spjald þegar hún var dæmd. Það var Silva ósáttur með. „Þeir fengu hornspyrnu og vítaspyrnu í kjölfarið sem aðeins dómarinn sá. Leikmenn mínir voru mjög hissa á ákvörðun dómarans. Ég hef séð þetta tíu sinnum núna og sá ekkert athugavert við atvikið, bara dómarinn og myndbandsdómarinn sáu þetta,“ sagði Silva. Þá bætti hann við að Fulham myndi fá 200 gul spjöld í fyrstu 10 leikjum tímabilsins haldi þetta áfram. "We are going to finish the first 10 games of the season with more than 200 yellow cards for everybody on the pitch" Marco Silva voices his frustrations at Tim Ream's red card pic.twitter.com/5z23ExJT7A— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 19, 2023 Myndbandstæknin [VAR] átti að aðstoða dómara við að taka réttar ákvarðanir en miðað við fyrstu leiki ensku úrvalsdeildarinnar þetta tímabilið virðist VAR bara ætla að auka á vanlíðan allra þeirra sem fylgjast með deildinni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Fleiri fréttir Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn