Sumarið geggjað hjá Íslandsmeistaranum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. ágúst 2023 12:22 Sigurjón Ernir Sturluson fagnaði sigri í dag. Vísir/Steingrímur Dúi Sigurjón Ernir Sturluson kom fyrstur Íslendinga í mark í Reykjavíkurmaraþoninu í dag. Hann segist hafa þurft að hafa mikið fyrir hlutunum. „Ég er bara ótrúlega sáttur og þetta kom á óvart ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Það er mjög gaman að Arnar Pétursson var ekki í ár, takk fyrir það,“ sagði Sigurjón léttur að loknu hlaupinu. „Ég hef þrisvar sinnum verið annar Íslendinga á eftir honum. En það var mikil samkeppni í dag þannig að þetta var ekki gefins.“ Eins og áður segir kom Sigurjón fyrstur Íslendinga í mark, en hann varð fjórði í heildina. Silviu Stoica varð fyrstur, Ernest Kibet Tarus annar og Bart Geldof þriðji. Sigur Sigurjóns á Íslandsmeistaramótinu var þó ekki beint öruggur því samkvæmt óstaðfestum tímum á heimasíðu Reykjavíkurmaraþonsins var hann aðeins þremur sekúndum á undan Grétari Erni Guðmundssyni sem hafnaði í öðru sæti. „Ég, Grétar og Andrea [Kolbeinsdóttir] fyrlgdumst að í Laugarveginum og nú var Jörundur Fímann [Jónasson] líka með okkur og frábært að hafa hann með svona framan af. En svo vorum það ég og Grétar eftir kannski 30 kílómetra sem rúlluðum saman. Grétar var á undan mér þegar við vorum komnir 39 þannig ég hélt að ég myndi missa hann, en svo rétt náði ég að draga í hann og pressaði vel á undan honum. Ég svona tók sálina hans eins og það er kallað og náði að pressa í gegn.“ Hefur alltaf þurft að hafa fyrir hlutunum En hvaðan kemur krafturinn til að pressa á móthlaupara sína þegar menn eru búnir að hlaupa í kringum 40 kílómetra? „Ég hef alltaf þurft að hafa fyrir hlutunum og ég fer ekkert létt með það. Í dag bara vissi ég að ég þyrfti að hafa fyrir hlutunum og ég gerði það.“ Þá segist hann vera heldur slæmur í skrokknum eftir átökin, en það muni þó jafna sig. „Núna er ég bara hálf lamaður. Adrenalínið er hátt uppi og ég ætla að henda mér í niðurskokkið, eins erfitt og skemmtilegt og það er, en það er nauðsynlegt. Svo eru bara rólegir dagar núna á næstunni.“ „Það er búið að ganga vel í sumar og ég er búinn að keppa mjög mikið þannig þetta var sandkornið sem fyllti mælinn í geggjuðu sumri,“ sagði Sigurjón, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan og hér fyrir neðan má svo sjá Sigurjón og Andreu Kolbeinsdóttur sem sigraði kvennaflokkinn, koma í mark. Klippa: Sigurjón Ernir og Andrea koma í mark Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira
„Ég er bara ótrúlega sáttur og þetta kom á óvart ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Það er mjög gaman að Arnar Pétursson var ekki í ár, takk fyrir það,“ sagði Sigurjón léttur að loknu hlaupinu. „Ég hef þrisvar sinnum verið annar Íslendinga á eftir honum. En það var mikil samkeppni í dag þannig að þetta var ekki gefins.“ Eins og áður segir kom Sigurjón fyrstur Íslendinga í mark, en hann varð fjórði í heildina. Silviu Stoica varð fyrstur, Ernest Kibet Tarus annar og Bart Geldof þriðji. Sigur Sigurjóns á Íslandsmeistaramótinu var þó ekki beint öruggur því samkvæmt óstaðfestum tímum á heimasíðu Reykjavíkurmaraþonsins var hann aðeins þremur sekúndum á undan Grétari Erni Guðmundssyni sem hafnaði í öðru sæti. „Ég, Grétar og Andrea [Kolbeinsdóttir] fyrlgdumst að í Laugarveginum og nú var Jörundur Fímann [Jónasson] líka með okkur og frábært að hafa hann með svona framan af. En svo vorum það ég og Grétar eftir kannski 30 kílómetra sem rúlluðum saman. Grétar var á undan mér þegar við vorum komnir 39 þannig ég hélt að ég myndi missa hann, en svo rétt náði ég að draga í hann og pressaði vel á undan honum. Ég svona tók sálina hans eins og það er kallað og náði að pressa í gegn.“ Hefur alltaf þurft að hafa fyrir hlutunum En hvaðan kemur krafturinn til að pressa á móthlaupara sína þegar menn eru búnir að hlaupa í kringum 40 kílómetra? „Ég hef alltaf þurft að hafa fyrir hlutunum og ég fer ekkert létt með það. Í dag bara vissi ég að ég þyrfti að hafa fyrir hlutunum og ég gerði það.“ Þá segist hann vera heldur slæmur í skrokknum eftir átökin, en það muni þó jafna sig. „Núna er ég bara hálf lamaður. Adrenalínið er hátt uppi og ég ætla að henda mér í niðurskokkið, eins erfitt og skemmtilegt og það er, en það er nauðsynlegt. Svo eru bara rólegir dagar núna á næstunni.“ „Það er búið að ganga vel í sumar og ég er búinn að keppa mjög mikið þannig þetta var sandkornið sem fyllti mælinn í geggjuðu sumri,“ sagði Sigurjón, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan og hér fyrir neðan má svo sjá Sigurjón og Andreu Kolbeinsdóttur sem sigraði kvennaflokkinn, koma í mark. Klippa: Sigurjón Ernir og Andrea koma í mark
Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira