Greint er frá þessu í vb.is en hægt er nálgast Tekjublað Frjálsrar verslunar hér. Um er að ræða útsvarsskyldar tekjur árið 2022. Hafa ber í huga að þær tekjur endurspegla þó ekki endilega öll laun viðkomandi.
Það er Jóhann Guðlaugur Jóhannsson, meðeigandi fjárfestingarfélagsins Aztiq, sem trónir á toppnum með 9,7 milljónir króna á mánuði að meðaltali í fyrra. Aztiq er að stórum hluta í eigu Róberts Wessmann og eru stærstu eignir Alvogen og Alvotech. Jóhann var áður forstöðumaður hjá Alvogen.
Benedikt Gíslason kemur á eftir honum með 5,5 milljónir króna. Benedikt tók við stöðu bankastjóra í júní 2019. Fast á hæla Benedikts kemur Stefán Pétursson stjórnarmaður í Íslandsbanka með 5,3 milljónir króna.
Iða Brá Benediktsdóttir, aðstoðarbankastjóri Arion banka, er í fimmta sæti með 4,8 milljónir króna á mánuði. Hún er með nokkru meira en bankastjóri Landsbankans Lilja Björk Einarsdóttir sem var með 4 milljónir króna á mánuði á síðasta ári.
Í áttunda sæti er Marínó Örn Tryggvason bankastjóri Kviku með 4,1 milljón króna. Kvika sleit samrunaviðræðum við Íslandsbanka eftir að boðað var til hluthafafundar síðarnefnda bankans í júní.
Hér að neðan má sjá listann yfir tíu launahæstu starfsmenn fjármálafyrirtækja:
- Jóhann Guðlaugur Jóhannsson, meðeig. Aztiq – 9,7 milljónir króna
- Benedikt Gíslason, bankastj. Arion banka – 5,5 milljónir króna
- Stefán Pétursson, stjórnarmaður í Íslandsbanka – 5,3 milljónir króna
- Sigurður Atli Jónsson, stj.form. ILTA Investm. – 4,8 milljónir króna
- Iða Brá Benediktsdóttir, aðstoðarbankastjóri Arion – 4,8 milljónir króna
- Páll Harðarson, fjármálastj. hjá Nasdaq Europ. Markets – 4,3 milljónir króna
- Atli Rafn Björnsson, fv. forstm. fyrirtækjaráðgj. ÍSB – 4,3 milljónir króna
- Marinó Örn Tryggvason, bankastjóri Kviku – 4,1 milljónir króna
- Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans – 4,0 milljónir króna
- Riaan Dreyer, frkvstj. upplýsingatæknisv. Íslandsbanka – 3,9 milljónir króna