Hótar því að hætta að halda með Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2023 09:24 Sjónvarpskonan Rachel Riley er stuðningsmaður Manchester United en hótar því nú að hætta að halda með félaginu. gETTY/Chris Brunskill Enska sjónvarpsstjarnan Rachel Riley ætlar að hætta að styðja Manchester United ef félagið leyfir Mason Greenwood að spila aftur með liðinu. Hinn 21 árs gamli Greenwood hefur verið í skammarkróknum hjá félaginu síðan hann var ásakaður um berja og kúga kærustu sína en þetta kom allt fram í dagsljósið þegar myndböndum og myndum af þeim var lekið á netið. Greenwood var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi eftir að þetta kom fram í fjölmiðlum. Television presenter Rachel Riley says she will stop supporting Manchester United if forward Mason Greenwood stays at the club.— BBC Sport (@BBCSport) August 17, 2023 Ákærurnar voru aftur á móti felldar niður fyrr á árinu en Manchester United hélt áfram sinni eigin rannsókn. Á miðvikudaginn fréttist af því að stutt væri í niðurstöðu hjá United og það lak út að Greenwood fengi líklega að spila aftur með félaginu. Sjónvarpskonan Rachel Riley tjáði sig um málið á samfélagsmiðlinum X og skrifaði þar að hún gæti ekki haldið áfram að halda með Manchester United ef framherjinn verði áfram hjá félaginu. Riley er með meistaragráðu í stærðfræði frá Oxford-háskóla og er þekkt fyrir þátttöku sína í þáttunum Countdown og 8 Out of 10 Cats Does Countdown. Hún hefur sömuleiðis verið þátttakandi í dansþáttunum Strictly Come Dancing. „Þegar kemur að ofbeldi gegn stelpum og konum þá er aðeins eitt prósent kæra sem enda með dómi. Við höfum öll séð og heyrt nóg. Að láta sem að þetta sé í lagi er stór hluti af vandamálinu,“ skrifaði Rachel Riley. „Það yrði skelfilegt fyrir klúbbinn að gera sitt í að viðhalda þessari menningu og sópa þessu undir teppið. Með því sendir félagið skilaboð til ofbeldismanna út um allt að þeir geti haldið áfram slíkri hegðun án eftirmála,“ skrifaði Riley. Enski boltinn Mál Mason Greenwood Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Sjá meira
Hinn 21 árs gamli Greenwood hefur verið í skammarkróknum hjá félaginu síðan hann var ásakaður um berja og kúga kærustu sína en þetta kom allt fram í dagsljósið þegar myndböndum og myndum af þeim var lekið á netið. Greenwood var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi eftir að þetta kom fram í fjölmiðlum. Television presenter Rachel Riley says she will stop supporting Manchester United if forward Mason Greenwood stays at the club.— BBC Sport (@BBCSport) August 17, 2023 Ákærurnar voru aftur á móti felldar niður fyrr á árinu en Manchester United hélt áfram sinni eigin rannsókn. Á miðvikudaginn fréttist af því að stutt væri í niðurstöðu hjá United og það lak út að Greenwood fengi líklega að spila aftur með félaginu. Sjónvarpskonan Rachel Riley tjáði sig um málið á samfélagsmiðlinum X og skrifaði þar að hún gæti ekki haldið áfram að halda með Manchester United ef framherjinn verði áfram hjá félaginu. Riley er með meistaragráðu í stærðfræði frá Oxford-háskóla og er þekkt fyrir þátttöku sína í þáttunum Countdown og 8 Out of 10 Cats Does Countdown. Hún hefur sömuleiðis verið þátttakandi í dansþáttunum Strictly Come Dancing. „Þegar kemur að ofbeldi gegn stelpum og konum þá er aðeins eitt prósent kæra sem enda með dómi. Við höfum öll séð og heyrt nóg. Að láta sem að þetta sé í lagi er stór hluti af vandamálinu,“ skrifaði Rachel Riley. „Það yrði skelfilegt fyrir klúbbinn að gera sitt í að viðhalda þessari menningu og sópa þessu undir teppið. Með því sendir félagið skilaboð til ofbeldismanna út um allt að þeir geti haldið áfram slíkri hegðun án eftirmála,“ skrifaði Riley.
Enski boltinn Mál Mason Greenwood Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Sjá meira