Stundin runnin upp til að berjast fyrir móðurmálinu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. ágúst 2023 11:16 Bubbi Morthens hefur miklar áhyggjur af stöðu tungumálsins. Vísir/Vilhelm Bubbi Morthens segir Íslendinga vera komna á þann stað að þeir þurfi að spyrja sig hvort þeir vilji tala íslensku áfram, tungumálið sé að verða hornreka í orðsins fyllstu merkingu. Hann segir stundina hafa runnið upp þar sem berjast þurfi fyrir móðurmálinu. Bubbi lýsir skoðunum sínum í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Hann segir Ísland ekki vera lengur það sem það var þegar hann var ungur. Nú sé varla til sá blettur þar sem ekki megi sjá fótspor og rusl. Höfuðborgin Reykjavík sé þakin skiltum á ensku. „Allir veitingastaðir eru með ensku sem fyrsta mál, matseðlar þar með taldir, og það sem meira er: það talar enginn íslensku á þessum stöðum – sumir segja vegna þess að Íslendingar fáist ekki í störfin. Og dropinn holar steininn. Íslenskan sem tungumál er að verða hornreka í orðsins fyllstu merkingu.“ Telur okkur í auga stormsins Bubbi segir að það megi vera að ráðafólki þjóðarinnar finnist þetta léttvægt og taki fagnandi bréfum skrifuðum á ensku frá Samtökum atvinnulífsins sem vilji undanþágu fyrir skipafélagið Eimskip. „En þá er það vegna þess að við erum í auga stormsins þar sem lognið er. En fyrir utan geisar fárviðri – fellibylur. Og hann hefur nafn og hann heitir Enska. Fellibylurinn Enska fer yfir landið og rífur tungumálið okkar upp með rótum úr jarðvegi sínum.“ Bubbi segist hafa hugsað um lögin sín um daginn. Blindsker, Rómeó og Júlíu, Afgan, Gott að elska, Fjöllin hafa vakað, Synetu og Regnbogans stræti svo einhver séu nefnd. Öll hafi þau verið samin á íslensku og fyrir fólkið sem talar og skilur málið. „Íslenskan er kjarninn í list minni, hjartað í lögunum. Ég hef verið hæddur og smættaður fyrir það að ég væri skrifblindur, ekki skrifandi á íslensku. Hér áður fyrr töldu menntamenn mig jafnvel ógna tungumálinu. Þó er það svo að íslenskan mín er auðskilin og lögin mín hafa ratað í hjarta þjóðarinnar vegna þess að þau eru sungin á íslensku.“ „Viljum við tala íslensku?“ „Við erum komin á þann stað að við verðum að spyrja okkur öll sem hér búum: Viljum við tala íslensku? Viljum við lesa íslensku? Viljum við syngja íslensku lögin okkar með öllum orðunum sem við skiljum með hjartanu og sálinni?“ Sé svarið já segir Bubbi að ekki sé lengur hægt að sitja hjá. Rísa verði upp, sú stund sé runnin upp að berjast fyrir móðurmálinu. Bubbi segir um enga dramatík að ræða, heldur staðreynd. „Ríkisstjórn Íslands, þingmenn lands og þjóðar, listamenn, landsmenn, allir, hvar sem við erum stödd: Stöndum í lappirnar. Ferðaiðnaðurinn allur, takið ykkur tak. Að græða er eitt, hernaður gegn tungumálinu er annað og alvarlegra en svo að þögnin fái að ríkja bara vegna þess að einhverjir eru að græða.“ Án tungumálsins sé Ísland bara klettur norður í Dumbshafi með fallega náttúru. Ekki þjóð í eigin landi. „Ég fullyrði að það er sérstök nautn, sem erfitt er að útskýra, að syngja á íslensku. Að lesa Hallgrím Helgason á íslensku er annað en að lesa hann á dönsku. Sama má segja um Jón Kalman eða Gerði Kristnýju og ljóðin hennar. Eða Þórarin Eldjárn, sem hefur ort þannig að málið okkar verður tært sem lækur, og Jónas eða Einar Ben. og öll þau sem hafa rutt brautina.“ Allir velkomnir Bubbi segir alla velkomna hingað. Fólkið sem vilji koma auðgi landið okkar og menningu en mikilvægt sé að hjálpa þeim með því að kenna þeim málið okkar. „Íslenskan er límið sem bindur okkur öll saman, móðir okkar, faðir okkar, í raun okkar æðri máttur. Á íslensku má alltaf finna svar sagði skáldið og við verðum ekki seinna en núna að finna svarið við hernaðinum gegn móðurmálinu. Fjöregginu okkar. Við verðum öll sem eitt að stíga fast niður og rísa upp til varna.“ Íslensk tunga Ferðamennska á Íslandi Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Bubbi lýsir skoðunum sínum í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Hann segir Ísland ekki vera lengur það sem það var þegar hann var ungur. Nú sé varla til sá blettur þar sem ekki megi sjá fótspor og rusl. Höfuðborgin Reykjavík sé þakin skiltum á ensku. „Allir veitingastaðir eru með ensku sem fyrsta mál, matseðlar þar með taldir, og það sem meira er: það talar enginn íslensku á þessum stöðum – sumir segja vegna þess að Íslendingar fáist ekki í störfin. Og dropinn holar steininn. Íslenskan sem tungumál er að verða hornreka í orðsins fyllstu merkingu.“ Telur okkur í auga stormsins Bubbi segir að það megi vera að ráðafólki þjóðarinnar finnist þetta léttvægt og taki fagnandi bréfum skrifuðum á ensku frá Samtökum atvinnulífsins sem vilji undanþágu fyrir skipafélagið Eimskip. „En þá er það vegna þess að við erum í auga stormsins þar sem lognið er. En fyrir utan geisar fárviðri – fellibylur. Og hann hefur nafn og hann heitir Enska. Fellibylurinn Enska fer yfir landið og rífur tungumálið okkar upp með rótum úr jarðvegi sínum.“ Bubbi segist hafa hugsað um lögin sín um daginn. Blindsker, Rómeó og Júlíu, Afgan, Gott að elska, Fjöllin hafa vakað, Synetu og Regnbogans stræti svo einhver séu nefnd. Öll hafi þau verið samin á íslensku og fyrir fólkið sem talar og skilur málið. „Íslenskan er kjarninn í list minni, hjartað í lögunum. Ég hef verið hæddur og smættaður fyrir það að ég væri skrifblindur, ekki skrifandi á íslensku. Hér áður fyrr töldu menntamenn mig jafnvel ógna tungumálinu. Þó er það svo að íslenskan mín er auðskilin og lögin mín hafa ratað í hjarta þjóðarinnar vegna þess að þau eru sungin á íslensku.“ „Viljum við tala íslensku?“ „Við erum komin á þann stað að við verðum að spyrja okkur öll sem hér búum: Viljum við tala íslensku? Viljum við lesa íslensku? Viljum við syngja íslensku lögin okkar með öllum orðunum sem við skiljum með hjartanu og sálinni?“ Sé svarið já segir Bubbi að ekki sé lengur hægt að sitja hjá. Rísa verði upp, sú stund sé runnin upp að berjast fyrir móðurmálinu. Bubbi segir um enga dramatík að ræða, heldur staðreynd. „Ríkisstjórn Íslands, þingmenn lands og þjóðar, listamenn, landsmenn, allir, hvar sem við erum stödd: Stöndum í lappirnar. Ferðaiðnaðurinn allur, takið ykkur tak. Að græða er eitt, hernaður gegn tungumálinu er annað og alvarlegra en svo að þögnin fái að ríkja bara vegna þess að einhverjir eru að græða.“ Án tungumálsins sé Ísland bara klettur norður í Dumbshafi með fallega náttúru. Ekki þjóð í eigin landi. „Ég fullyrði að það er sérstök nautn, sem erfitt er að útskýra, að syngja á íslensku. Að lesa Hallgrím Helgason á íslensku er annað en að lesa hann á dönsku. Sama má segja um Jón Kalman eða Gerði Kristnýju og ljóðin hennar. Eða Þórarin Eldjárn, sem hefur ort þannig að málið okkar verður tært sem lækur, og Jónas eða Einar Ben. og öll þau sem hafa rutt brautina.“ Allir velkomnir Bubbi segir alla velkomna hingað. Fólkið sem vilji koma auðgi landið okkar og menningu en mikilvægt sé að hjálpa þeim með því að kenna þeim málið okkar. „Íslenskan er límið sem bindur okkur öll saman, móðir okkar, faðir okkar, í raun okkar æðri máttur. Á íslensku má alltaf finna svar sagði skáldið og við verðum ekki seinna en núna að finna svarið við hernaðinum gegn móðurmálinu. Fjöregginu okkar. Við verðum öll sem eitt að stíga fast niður og rísa upp til varna.“
Íslensk tunga Ferðamennska á Íslandi Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira