Mikið þarf að gerast á undan Torfajökulsgosi Kristinn Haukur Guðnason og Erla Björg Gunnarsdóttir skrifa 16. ágúst 2023 21:58 Magnús Tumi segir að búast megi við litlu gosi í Öskju. Arnar Halldórsson Landris mælist nú í Torfajökli vegna líklegrar kvikusöfnunar og grannt er fylgst með Öskju sem talin er vera að undirbúa sig fyrir gos. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir hins vegar ekki búast við gosi í Torfajökli strax og að næsta gos í Öskju verði sennilega ekki jafn stórt og það síðasta. Magnús Tumi bendir á að Torfajökull hafi tekið út svolitla útþenslu fyrir fimm árum síðan. Almennt séð sé eldstöðin frekar róleg og aðeins gosið um tíu til fimmtán sinnum á undanförnum tíu þúsund árum. Magnið sé álíka og Katla eða Grímsvötn framleiði á einni öld. „Þetta gæti verið bara eitthvað lítið og hætt en gæti orðið eitthvað meira,“ segir Magnús Tumi um landrisið í jöklinum. „Ef þetta leiðir til goss þá þarf mjög mikið að gerast á undan til þess að við teljum það líklegt. Flestir svona atburðir leiða ekki til goss. Það eru miklu fleiri atburðir þar sem safnast svolítil kvika en svo deyr það út. Það er ekkert að fara að gjósa á morgun í Torfajökli.“ Magnús Tumi segist ekki útiloka að ágætis gos gæti orðið í Torfajökli á næstunni en almennt séu gosin þar lítil eða meðalstór. „Stærsta gosið þar var svipað og Eyjafjallajökulsgosið fyrir tólf árum,“ segir hann. Askja komin lengra Hann segir Öskju hins vegar komna lengra í ferlinu. Askja hafi verið að þenjast út í tvö ár. „Askja seig í fimmtíu ár og var hálf tóm. Nú er hún að fyllast aftur en er ekki orðin full. Það sem líklegast er að gerist í Öskju er að það verði lítið gos,“ segir Magnús Tumi um stöðuna þar. „Það er ólíklegt að það verði stórt sprengigos. Það gerðist þar fyrir hundrað og fimmtíu árum og við þekkjum ekki nein dæmi um að það komi tvö umtalsverð súr gos úr sömu eldstöðinni með minna en þúsund ára millibili.“ Eldgos og jarðhræringar Rangárþing ytra Askja Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira
Magnús Tumi bendir á að Torfajökull hafi tekið út svolitla útþenslu fyrir fimm árum síðan. Almennt séð sé eldstöðin frekar róleg og aðeins gosið um tíu til fimmtán sinnum á undanförnum tíu þúsund árum. Magnið sé álíka og Katla eða Grímsvötn framleiði á einni öld. „Þetta gæti verið bara eitthvað lítið og hætt en gæti orðið eitthvað meira,“ segir Magnús Tumi um landrisið í jöklinum. „Ef þetta leiðir til goss þá þarf mjög mikið að gerast á undan til þess að við teljum það líklegt. Flestir svona atburðir leiða ekki til goss. Það eru miklu fleiri atburðir þar sem safnast svolítil kvika en svo deyr það út. Það er ekkert að fara að gjósa á morgun í Torfajökli.“ Magnús Tumi segist ekki útiloka að ágætis gos gæti orðið í Torfajökli á næstunni en almennt séu gosin þar lítil eða meðalstór. „Stærsta gosið þar var svipað og Eyjafjallajökulsgosið fyrir tólf árum,“ segir hann. Askja komin lengra Hann segir Öskju hins vegar komna lengra í ferlinu. Askja hafi verið að þenjast út í tvö ár. „Askja seig í fimmtíu ár og var hálf tóm. Nú er hún að fyllast aftur en er ekki orðin full. Það sem líklegast er að gerist í Öskju er að það verði lítið gos,“ segir Magnús Tumi um stöðuna þar. „Það er ólíklegt að það verði stórt sprengigos. Það gerðist þar fyrir hundrað og fimmtíu árum og við þekkjum ekki nein dæmi um að það komi tvö umtalsverð súr gos úr sömu eldstöðinni með minna en þúsund ára millibili.“
Eldgos og jarðhræringar Rangárþing ytra Askja Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira