Undanfarna daga hafa Chelsea og Liverpool barist um undirskriftir Moisés Caicedo og áðurnefnds Lavia. Caicedo ákvað að fara til Chelsea og verða þar með dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
Vegna kaupa Chelsea á Caicedo héldu þá margir að Lavia myndi enda í Liverpool en svo er aldeilis ekki. David Ornstein, blaðamaður hjá The Athletic, staðfesti í kvöld að Chelsea og Southampton hefðu komist að samkomulagi um kaup fyrrnefnda liðsins á hinum 19 ára gamla Lavia.
Borgar Chelsea 53 milljónir punda, tæplega 9 milljarða íslenskra króna, fyrir leikmanninn. Þá gæti Southampton fengið aðrar 5 milljónir punda, 843 milljónir króna, í árangurstengdar greiðslur.
Southampton er ekki eina félagið sem græðir á þessu en Manchester City fær 20 prósent af þeirri upphæð sem Southampton græðir þar sem félagið keypti Lavia sumarið 2022 af Man City.
Manchester City scheduled to receive 20% of the profit Southampton make on the sale of Romeo Lavia to Chelsea. Consequence of a sell-on clause inserted into the deal that took 19yo midfielder from #MCFC to #SaintsFC in summer of 2022 @TheAthleticFC #CFC https://t.co/hYrozkedNd
— David Ornstein (@David_Ornstein) August 15, 2023
Lavia er áttundi leikmaðurinn sem Chelsea kaupir í sumar og verður forvitnilegt að sjá hvernig Mauricio Pochettino, tiltölulega nýráðinn þjálfari liðsins, nýtir krafta belgíska miðjumannsins.