Chelsea nær samkomulagi um kaup á Lavia Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. ágúst 2023 21:31 Romeo Lavia er á leiðinni til Chelsea. EPA-EFE/VINCE MIGNOTT Enska knattspyrnufélagið Chelsea heldur áfram að vera virkasta félagið á leikmannamarkaðnum en í kvöld var staðfest að samkomulag hefði náðst á milli liðsins og Southmapton um kaup á belgíska miðjumanninum Romeo Lavia. Undanfarna daga hafa Chelsea og Liverpool barist um undirskriftir Moisés Caicedo og áðurnefnds Lavia. Caicedo ákvað að fara til Chelsea og verða þar með dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Vegna kaupa Chelsea á Caicedo héldu þá margir að Lavia myndi enda í Liverpool en svo er aldeilis ekki. David Ornstein, blaðamaður hjá The Athletic, staðfesti í kvöld að Chelsea og Southampton hefðu komist að samkomulagi um kaup fyrrnefnda liðsins á hinum 19 ára gamla Lavia. Borgar Chelsea 53 milljónir punda, tæplega 9 milljarða íslenskra króna, fyrir leikmanninn. Þá gæti Southampton fengið aðrar 5 milljónir punda, 843 milljónir króna, í árangurstengdar greiðslur. Southampton er ekki eina félagið sem græðir á þessu en Manchester City fær 20 prósent af þeirri upphæð sem Southampton græðir þar sem félagið keypti Lavia sumarið 2022 af Man City. Manchester City scheduled to receive 20% of the profit Southampton make on the sale of Romeo Lavia to Chelsea. Consequence of a sell-on clause inserted into the deal that took 19yo midfielder from #MCFC to #SaintsFC in summer of 2022 @TheAthleticFC #CFC https://t.co/hYrozkedNd— David Ornstein (@David_Ornstein) August 15, 2023 Lavia er áttundi leikmaðurinn sem Chelsea kaupir í sumar og verður forvitnilegt að sjá hvernig Mauricio Pochettino, tiltölulega nýráðinn þjálfari liðsins, nýtir krafta belgíska miðjumannsins. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Chelsea gæti stillt upp LFC miðju Nettröllum leiðist ekki að stríða Liverpool stuðningsmönnum á skelfilegri frammistöðu Liverpool á félagsskiptamarkaðnum síðustu daga. 15. ágúst 2023 16:45 „Algjört grín“ og „vandræðalegt“ fyrir Liverpool Jamie Carragher og Gary Neville ræddu klúður Liverpool á leikmannamarkaðnum á Sky Sports en leikmenn sem Liverpool vill kaupa og eru tilbúnir að borga fyrir, vilja hreinlega ekki koma til Liverpool. 15. ágúst 2023 10:31 Chelsea keypt leikmenn fyrir 132 milljarða síðan Boehly og félagar tóku við Þegar kaupin á Moisés Caicedo ganga í gegn hefur enska knattspyrnufélagið Chelsea fest kaup á leikmönnum fyrir einn milljarð Bandaríkjadala, 132 milljarða íslenskra króna, síðan Todd Boehly og Clearlake Capital komu til sögunnar á síðasta ári. 14. ágúst 2023 23:31 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
Undanfarna daga hafa Chelsea og Liverpool barist um undirskriftir Moisés Caicedo og áðurnefnds Lavia. Caicedo ákvað að fara til Chelsea og verða þar með dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Vegna kaupa Chelsea á Caicedo héldu þá margir að Lavia myndi enda í Liverpool en svo er aldeilis ekki. David Ornstein, blaðamaður hjá The Athletic, staðfesti í kvöld að Chelsea og Southampton hefðu komist að samkomulagi um kaup fyrrnefnda liðsins á hinum 19 ára gamla Lavia. Borgar Chelsea 53 milljónir punda, tæplega 9 milljarða íslenskra króna, fyrir leikmanninn. Þá gæti Southampton fengið aðrar 5 milljónir punda, 843 milljónir króna, í árangurstengdar greiðslur. Southampton er ekki eina félagið sem græðir á þessu en Manchester City fær 20 prósent af þeirri upphæð sem Southampton græðir þar sem félagið keypti Lavia sumarið 2022 af Man City. Manchester City scheduled to receive 20% of the profit Southampton make on the sale of Romeo Lavia to Chelsea. Consequence of a sell-on clause inserted into the deal that took 19yo midfielder from #MCFC to #SaintsFC in summer of 2022 @TheAthleticFC #CFC https://t.co/hYrozkedNd— David Ornstein (@David_Ornstein) August 15, 2023 Lavia er áttundi leikmaðurinn sem Chelsea kaupir í sumar og verður forvitnilegt að sjá hvernig Mauricio Pochettino, tiltölulega nýráðinn þjálfari liðsins, nýtir krafta belgíska miðjumannsins.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Chelsea gæti stillt upp LFC miðju Nettröllum leiðist ekki að stríða Liverpool stuðningsmönnum á skelfilegri frammistöðu Liverpool á félagsskiptamarkaðnum síðustu daga. 15. ágúst 2023 16:45 „Algjört grín“ og „vandræðalegt“ fyrir Liverpool Jamie Carragher og Gary Neville ræddu klúður Liverpool á leikmannamarkaðnum á Sky Sports en leikmenn sem Liverpool vill kaupa og eru tilbúnir að borga fyrir, vilja hreinlega ekki koma til Liverpool. 15. ágúst 2023 10:31 Chelsea keypt leikmenn fyrir 132 milljarða síðan Boehly og félagar tóku við Þegar kaupin á Moisés Caicedo ganga í gegn hefur enska knattspyrnufélagið Chelsea fest kaup á leikmönnum fyrir einn milljarð Bandaríkjadala, 132 milljarða íslenskra króna, síðan Todd Boehly og Clearlake Capital komu til sögunnar á síðasta ári. 14. ágúst 2023 23:31 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
Chelsea gæti stillt upp LFC miðju Nettröllum leiðist ekki að stríða Liverpool stuðningsmönnum á skelfilegri frammistöðu Liverpool á félagsskiptamarkaðnum síðustu daga. 15. ágúst 2023 16:45
„Algjört grín“ og „vandræðalegt“ fyrir Liverpool Jamie Carragher og Gary Neville ræddu klúður Liverpool á leikmannamarkaðnum á Sky Sports en leikmenn sem Liverpool vill kaupa og eru tilbúnir að borga fyrir, vilja hreinlega ekki koma til Liverpool. 15. ágúst 2023 10:31
Chelsea keypt leikmenn fyrir 132 milljarða síðan Boehly og félagar tóku við Þegar kaupin á Moisés Caicedo ganga í gegn hefur enska knattspyrnufélagið Chelsea fest kaup á leikmönnum fyrir einn milljarð Bandaríkjadala, 132 milljarða íslenskra króna, síðan Todd Boehly og Clearlake Capital komu til sögunnar á síðasta ári. 14. ágúst 2023 23:31