Gætu tekið forseta Níger af lífi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 14. ágúst 2023 23:40 Bazoum verður ákærður fyrir landráð að sögn herforingjastjórnarinnar. Getty Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger í síðasta mánuði segist ætla að rétta yfir forsetanum Mohamed Bazoum fyrir landráð. Verði Bazoum fundinn sekur gæti hann verið tekinn af lífi að sögn breska fréttamiðilsins The Guardian. Bazoum hefur verið í haldi herforingjastjórnarinnar síðan hún rændi völdum þann 26. júlí síðastliðinn. Hann var kjörinn forseti hins landlukta Afríkuríkis árið 2021. Samband vestur afrískra ríkja, ECOWAS, hefur krafist þess að Bazoum verði komið aftur til valda og hefur hótað að senda herlið inn í Níger til að fylgja þeirri kröfu eftir. Herforingjastjórnin nýtur hins vegar stuðnings Malí og Burkina Faso þar sem herforingjar hafa einnig rænt völdum. Amadou Abdramane, talsmaður herforingjastjórnarinnar, lýsti því yfir í ávarpi hjá ríkisfréttastofu landsins að sönnunargögnum gegn Bazoum og samstarfsmönnum hans hefði verið safnað og að þau væru næg til ákæru. Bazoum er í stofufangelsi en hann er sakaður um að hafa sent skilaboð til erlendra ríkja eftir handtökuna, bæði vestur afrískra og annarra. Erlend afskipti af stjórn landsins eru landráð að sögn herforingjastjórnarinnar. Í yfirlýsingunni var ekki sagt við hvern Bazoum hefði haft samband. Ekki heldur hvenær réttarhöldin yfir honum muni hefjast. Maturinn að klárast Fólk tengt Bazoum segir að rafmagn og vatn hafi verið tekið af heimilinu þar sem hann og fjölskylda hans eru í varðhaldi. Þá sé maturinn á heimilinu að klárast. Sonur Bazoum er með hjartasjúkdóm og hefur ekki fengið aðstoð læknis. Herforingjastjórnin hefur hins vegar hafnað því að meðferð forsetafjölskyldunnar sé slæm. Herforingjastjórnin heldur því enn þá fram að hægt sé að ná diplómatískri lausn. Trúarlegir leiðtogar frá Nígeríu eru í heimsókn í höfuðborginni Níger til að ræða leiðir til að komast hjá blóðsúthellingum. En bæði Nígería og Senegal hafa sett heri sína á viðbúnaðarstig. Þá hefur ECOWAS einnig sett viðskiptabann á Níger og Nígeríumenn stöðvað orkusölu til landsins. Viðskiptaþvinganir farnar að bíta Níger er þegar eitt fátækasta lands heimsins og viðskiptaþvinganirnar eru farnar að bíta íbúana fast. Meðal annars eru ýmsar nauðsynjar farnar að klárast á mörkuðum, bæði matvæli og hreinlætisvörur. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum treysta 4,3 milljónir íbúa Níger á neyðaraðstoð. Þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar fordæmi valdaránið þá verður mannúðaraðstoð áfram haldið í landinu á meðan hægt er. Níger Nígería Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Bazoum hefur verið í haldi herforingjastjórnarinnar síðan hún rændi völdum þann 26. júlí síðastliðinn. Hann var kjörinn forseti hins landlukta Afríkuríkis árið 2021. Samband vestur afrískra ríkja, ECOWAS, hefur krafist þess að Bazoum verði komið aftur til valda og hefur hótað að senda herlið inn í Níger til að fylgja þeirri kröfu eftir. Herforingjastjórnin nýtur hins vegar stuðnings Malí og Burkina Faso þar sem herforingjar hafa einnig rænt völdum. Amadou Abdramane, talsmaður herforingjastjórnarinnar, lýsti því yfir í ávarpi hjá ríkisfréttastofu landsins að sönnunargögnum gegn Bazoum og samstarfsmönnum hans hefði verið safnað og að þau væru næg til ákæru. Bazoum er í stofufangelsi en hann er sakaður um að hafa sent skilaboð til erlendra ríkja eftir handtökuna, bæði vestur afrískra og annarra. Erlend afskipti af stjórn landsins eru landráð að sögn herforingjastjórnarinnar. Í yfirlýsingunni var ekki sagt við hvern Bazoum hefði haft samband. Ekki heldur hvenær réttarhöldin yfir honum muni hefjast. Maturinn að klárast Fólk tengt Bazoum segir að rafmagn og vatn hafi verið tekið af heimilinu þar sem hann og fjölskylda hans eru í varðhaldi. Þá sé maturinn á heimilinu að klárast. Sonur Bazoum er með hjartasjúkdóm og hefur ekki fengið aðstoð læknis. Herforingjastjórnin hefur hins vegar hafnað því að meðferð forsetafjölskyldunnar sé slæm. Herforingjastjórnin heldur því enn þá fram að hægt sé að ná diplómatískri lausn. Trúarlegir leiðtogar frá Nígeríu eru í heimsókn í höfuðborginni Níger til að ræða leiðir til að komast hjá blóðsúthellingum. En bæði Nígería og Senegal hafa sett heri sína á viðbúnaðarstig. Þá hefur ECOWAS einnig sett viðskiptabann á Níger og Nígeríumenn stöðvað orkusölu til landsins. Viðskiptaþvinganir farnar að bíta Níger er þegar eitt fátækasta lands heimsins og viðskiptaþvinganirnar eru farnar að bíta íbúana fast. Meðal annars eru ýmsar nauðsynjar farnar að klárast á mörkuðum, bæði matvæli og hreinlætisvörur. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum treysta 4,3 milljónir íbúa Níger á neyðaraðstoð. Þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar fordæmi valdaránið þá verður mannúðaraðstoð áfram haldið í landinu á meðan hægt er.
Níger Nígería Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira