Á vef Veðurstofunnar segir að það verði suðvestlæg eða breytileg átt í dag, þrír til tíu metrar á sekúndu. Skýjað verður á Suðurlandi, en annars víða bjartviðri.
Hiti verður átta til nítján stig, hlýjast á Norðausturlandi.
Útlit fyrir áframhaldandi veðurblíðu á þriðjudag, en smá vætu á vesturhelmingnum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag og miðvikudag: Fremur hæg suðvestlæg eða breytileg átt, skýjað og dálítil væta öðru hverju, en þurrt norðaustanlands. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast fyrir norðan og austan.
Á fimmtudag: Suðaustlæg átt, 5-15 m/s, hvassast syðst. Rigning með köflum sunnan- og vestanlands, annars yfirleitt þurrt. Hiti breytist lítið.
Á föstudag: Ákveðin austlæg átt með rigningu, en úrkomulítið á Norðurlandi og áfram hlýtt í veðri.
Á laugardag: Útlit fyrir áframhaldandi austlæga átt, skýjað og úrkomulítið sunnantil, en bjart að mestu fyrir norðan. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast á Vesturlandi.
Á sunnudag: Útlit fyrir austan og norðaustanátt. Skýjað að mestu og sums staðar dálítil væta. Hiti svipaður.