Fabrizio Romano segir skiptin vera á lokametrunum. Mikið hefur gengið á í kringum Caicedo en Liverpool fékk samþykkt kauptilboð í hann fyrir helgi en tilboði Chelsea hafnað. Caicedo vill hins vegar frekar fara til Lundúnafélagsins sem hefur bætt boð sitt og mun festa kaup á miðjumanninum.
Brighton mun fá 115 milljónir punda frá Chelsea fyrir ekvadorska miðjumanninn auk þess að fá hluta af næsta kaupverði hans.
Caicedo er á leið í læknisskoðun á morgun og mun gera samning til 2031, með framlengingarmöguleika til 2032.
BREAKING: Moisés Caicedo to Chelsea, here we go! Agreement reached and sealed right now it s gonna British record transfer fee #CFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 13, 2023
£115m fee plus sell-on clause included for Brighton.
Medical tests, booked.
Caicedo will sign until June 2031 with option until 2032. pic.twitter.com/7O8whsRLdK
Chelsea og Liverpool gerðu 1-1 jafntefli í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Stamford Bridge í dag en Chelsea virðist ætla að hafa betur á leikmannamarkaðinum. Breskir fjölmiðlar greina frá því að Chelsea hyggist ekki aðeins fá Caicedo á kostnað Liverpool heldur einnig Belgann unga Romeo Lavia frá Southampton, sem Liverpool hefur elst við í sumar.
Final announcement for Romeo Lavia incoming. Just waiting for a final confirmation but the player arrived in London this week-end & enjoyed a private moment with friends in order to celebrate his move. Player s side now being formal on the fact he´s off to Chelsea.
— Sacha Tavolieri (@sachatavolieri) August 13, 2023
This
Liverpool leitar áfram logandi ljósi að djúpum miðjumanni, eftir að hafa selt Fabinho og Jordan Henderson til Sádi-Arabíu. Fyrr í sumar yfirgáfu miðjumennirnir Alex Oxlade-Chamberlain, Naby Keita og James Milner einnig félagið en í þeirra stað hafa komið þeir Dominik Szobozslai og Alexis Mac Allister, sem báðir byrjuðu leik dagsins við Chelsea.