Andri og Ragnhildur á toppnum og niðurskurðurinn nálgast Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. ágúst 2023 17:36 Ragnhildur Kristinsdóttir leiðir í kvennaflokki. mynd/seth@golf.is Annar dagur Íslandsmótsins í golfi hófst í morgun og nú eru allir kylfingar farnir af stað. Ragnhildur Kristinsdóttir leiðir í kvennaflokki, en karlameginn trónir Andri Þór Björnsson á toppnum. Konurnar hafa flestar lokið leik í dag þó enn séu nokkrar sem eiga eftir að klára síðustu holurnar. Ragnhildur Kristinsdóttir hélt uppi uppteknum hætti frá því í gær og lék hringinn á 70 höggum og er því ein á toppnum á samtals tveimur höggum undir pari. Guðrún Brá Björgvinsdóttir situr í öðru sæti á einu höggi yfir pari, en Hulda Clara Gestsdóttir, sem var í forystu eftir gærdaginn með Ragnhildi, situr í þriðja sæti á þremur höggum yfir pari ásamt nöfnunum Andreu Ýr Ásmundsdóttur og Andreu Björg Bergsdóttur. Alls komust 29 kylfingar í gegnum niðurskurðinn hjá konunum, en 19 féllu úr leik. Hjá körlunum heldur Andri Þór Björnsson toppsætinu, en karlarnir eru þó komnir styttra en konurnar. Þegar þetta er ritað hefur Andri leikið 14 holur og er samtals á átta höggum undir pari. Huðmundur Ágúst Kristjánsson hefur spilað vel í dag og er á sjö höggum undir pari í öðru sæti eftir 16 holur og í þriðja sæti eru Logi Sigurðsson og Hlynur Geir Hjartarson á sex höggum undir pari. Eins og staðan er núna er niðurskurðarlínan við 13 högg yfir pari, en alls eru 11 kylfingar á hættusvæðinu. Stöðu mótsins í rauntíma má finna á heimasíðu Golfsambands Íslands með því að smella hér. Golf Íslandsmótið í golfi Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Konurnar hafa flestar lokið leik í dag þó enn séu nokkrar sem eiga eftir að klára síðustu holurnar. Ragnhildur Kristinsdóttir hélt uppi uppteknum hætti frá því í gær og lék hringinn á 70 höggum og er því ein á toppnum á samtals tveimur höggum undir pari. Guðrún Brá Björgvinsdóttir situr í öðru sæti á einu höggi yfir pari, en Hulda Clara Gestsdóttir, sem var í forystu eftir gærdaginn með Ragnhildi, situr í þriðja sæti á þremur höggum yfir pari ásamt nöfnunum Andreu Ýr Ásmundsdóttur og Andreu Björg Bergsdóttur. Alls komust 29 kylfingar í gegnum niðurskurðinn hjá konunum, en 19 féllu úr leik. Hjá körlunum heldur Andri Þór Björnsson toppsætinu, en karlarnir eru þó komnir styttra en konurnar. Þegar þetta er ritað hefur Andri leikið 14 holur og er samtals á átta höggum undir pari. Huðmundur Ágúst Kristjánsson hefur spilað vel í dag og er á sjö höggum undir pari í öðru sæti eftir 16 holur og í þriðja sæti eru Logi Sigurðsson og Hlynur Geir Hjartarson á sex höggum undir pari. Eins og staðan er núna er niðurskurðarlínan við 13 högg yfir pari, en alls eru 11 kylfingar á hættusvæðinu. Stöðu mótsins í rauntíma má finna á heimasíðu Golfsambands Íslands með því að smella hér.
Golf Íslandsmótið í golfi Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira