Á morgun er spáð norðaustlægri eða breytilegri átt þremur til tíu metrum á sekúndu. Skýjað á austanverðu landinu, en bjart með köflum vestantil.
Hiti verður á bilinu tíu til tuttugu stig, þá verður svalast við austurströndina.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Svona verður veðrið á landinu næstu daga samkvæmt spá Veðurstofunnar.
Á laugardag: Norðaustlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað á austanverðu landinu, en bjart með köflum vestantil. Hiti tíu til tuttugu stig, hlýjast suðvestantil.
Á sunnudag: Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað, en skýjað austanlands framan af degi. Hiti breytist lítið.
Á mánudag: Hæg breytileg átt og víða þurrt og bjart veður. Hiti tólf til tuttugu stig.
Á þriðjudag: Suðvestan 3-8 og bjartviðri, en sums staðar dálítil rigning vestanlands. Hiti tólf til átján stig.
Á miðvikudag og fimmtudag: Hæg suðlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum og lítilsháttar væta öðru hverju, en yfirleitt þurrt norðaustantil á landinu. Hiti tólf til átján stig.