Hinsegin fánar í Mosfellsbæ skornir niður í nótt Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. ágúst 2023 14:26 Fánunum var flaggað við bæjarskrifstofurnar í gær. Arnar Jónsson Átta hinseginfánar sem flaggað var fyrir utan bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar auk eins fána við Þverholt í Mosfellsbæ voru skornir niður í nótt. Bæjarstjóri segir málið sýna mikilvægi þess að halda baráttu hinsegin fólks áfram. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir málið afar leitt. Hún segir að nýjum fánum verði flaggað seinna í dag. „Þetta sýnir okkur mikilvægi þess að halda þessari baráttu á lofti,“ segir Regína í samtali við Vísi. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar.Vísir/Egill Heiðar Reyr Ágústsson, sem rekur fyrirtækið Á. Óskarsson, flaggaði hinsegin fána á fánastöng fyrirtækisins á sunnudag. Við honum blasti leiðinleg sjón í morgun þegar búið var að skera niður fánann. „Bandið á stönginni var tekið niður líka, þannig að það var erfitt að flagga nýjum fána, við þurftum að taka stöngina niður til þess,“ segir Heiðar. Hópurinn Saman við stöndum, sem Heiðar tilheyrir, ætlar að vera með vagn í gleðigöngunni á laugardaginn. Heiðar segir hópinn hafa ætlað að skreyta vagninn með fánanum því hann væri óvenju stór og fallegur. Nú sé það ekki hægt vegna þess að hann var tekinn. Að sögn Heiðars hefur atvikið verið kært til lögreglu, en engar upplýsingar var að fá frá lögreglunni í tengslum við málið. Ófá dæmi Það sama gerðist á dögunum þegar hinsegin fánar voru skornir niður við bensínstöð Orkunnar við Bústaðaveg. „Það jákvæða er að við sjáum að það er engan bilbug að finna á þeim aðilum sem eru að mála götur og flagga. Þessir fánar fara jafnharðan upp aftur og málningarvinna er löguð,“ sagði Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga um málið. „Við þurfum bara að halda áfram að taka á þessu bakslagi saman.“ Á síðasta ári var málað yfir hinsegin fána á gangstétt fyrir utan Grafarvogskirkju og regnbogafáni fyrir utan Hjallakirkju var sömuleiðis rifinn niður stuttu eftir hinsegin daga. Þá var hinseginfáni við bensínstöð Orkunnar við Suðurfell sömuleiðis skorinn niður í fyrra. Á sunnudaginn greindi Vísir frá því að poka fullum af hundaskít hafði verið komið fyrir undir hinseginfána í Sandgerði. Regnbogagata máluð í gær Í gær, á 36 ára afmælisdegi Mosfellsbæjar, var regnbogagata máluð fyrir framan félagsheimilið Hlégarð af bæjarfulltrúum í tilefni hinsegin daga og afmælisins. „Síðustu misseri hefur orðið vart bakslags í þeirri mannréttindabaráttu sem hinsegin samfélagið hefur leitt og á það sérstaklega við um málefni og hagsmuni trans fólks,“ segir í tilkynningu frá Mosfellsbæ. Bæjarráð hvetur íbúa til þess að sýna mannréttindabaráttu hinsegin fólks mikilvægan stuðning með því að taka þátt í dagskrá hinsegin daga. Mosfellsbær Hinsegin dagar hófust á mánudaginn. Fjölbreytt dagskrá hefur verið síðan þá og á laugardaginn klukkan tvö verður gleðigangan gengin í 23. skiptið. Fréttin hefur verið uppfærð. Hinsegin Mosfellsbær Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir málið afar leitt. Hún segir að nýjum fánum verði flaggað seinna í dag. „Þetta sýnir okkur mikilvægi þess að halda þessari baráttu á lofti,“ segir Regína í samtali við Vísi. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar.Vísir/Egill Heiðar Reyr Ágústsson, sem rekur fyrirtækið Á. Óskarsson, flaggaði hinsegin fána á fánastöng fyrirtækisins á sunnudag. Við honum blasti leiðinleg sjón í morgun þegar búið var að skera niður fánann. „Bandið á stönginni var tekið niður líka, þannig að það var erfitt að flagga nýjum fána, við þurftum að taka stöngina niður til þess,“ segir Heiðar. Hópurinn Saman við stöndum, sem Heiðar tilheyrir, ætlar að vera með vagn í gleðigöngunni á laugardaginn. Heiðar segir hópinn hafa ætlað að skreyta vagninn með fánanum því hann væri óvenju stór og fallegur. Nú sé það ekki hægt vegna þess að hann var tekinn. Að sögn Heiðars hefur atvikið verið kært til lögreglu, en engar upplýsingar var að fá frá lögreglunni í tengslum við málið. Ófá dæmi Það sama gerðist á dögunum þegar hinsegin fánar voru skornir niður við bensínstöð Orkunnar við Bústaðaveg. „Það jákvæða er að við sjáum að það er engan bilbug að finna á þeim aðilum sem eru að mála götur og flagga. Þessir fánar fara jafnharðan upp aftur og málningarvinna er löguð,“ sagði Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga um málið. „Við þurfum bara að halda áfram að taka á þessu bakslagi saman.“ Á síðasta ári var málað yfir hinsegin fána á gangstétt fyrir utan Grafarvogskirkju og regnbogafáni fyrir utan Hjallakirkju var sömuleiðis rifinn niður stuttu eftir hinsegin daga. Þá var hinseginfáni við bensínstöð Orkunnar við Suðurfell sömuleiðis skorinn niður í fyrra. Á sunnudaginn greindi Vísir frá því að poka fullum af hundaskít hafði verið komið fyrir undir hinseginfána í Sandgerði. Regnbogagata máluð í gær Í gær, á 36 ára afmælisdegi Mosfellsbæjar, var regnbogagata máluð fyrir framan félagsheimilið Hlégarð af bæjarfulltrúum í tilefni hinsegin daga og afmælisins. „Síðustu misseri hefur orðið vart bakslags í þeirri mannréttindabaráttu sem hinsegin samfélagið hefur leitt og á það sérstaklega við um málefni og hagsmuni trans fólks,“ segir í tilkynningu frá Mosfellsbæ. Bæjarráð hvetur íbúa til þess að sýna mannréttindabaráttu hinsegin fólks mikilvægan stuðning með því að taka þátt í dagskrá hinsegin daga. Mosfellsbær Hinsegin dagar hófust á mánudaginn. Fjölbreytt dagskrá hefur verið síðan þá og á laugardaginn klukkan tvö verður gleðigangan gengin í 23. skiptið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hinsegin Mosfellsbær Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira