Íbúar Hellu þreyttir á „sturluðu“ verðlagi Kjörbúðarinnar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. ágúst 2023 18:36 Verð á kattanammi frá Whiskas er nær níuhundruð prósent hærra í Kjörbúðinni á Hellu en í Fjarðarkaupum. Facebook/Elín Dögg Elín Dögg Arnarsdóttir, íbúi í nágrenni við Hellu, lýsir verðlagi í Kjörbúðinni á Hellu sem sturlun en 637 krónum munar á verði á kattanammi þar og í Fjarðarkaupum. Hún segir íbúa Hellu gagngert sneiða framhjá því að versla í búðinni meðan vonir eru bundnar við opnun annarrar ódýrari matvöruverslunar í bæjarfélaginu. „Verðlagið var frekar sanngjarnt fyrst þegar þau opnuðu en svo hafa þau hækkað það hægt og hljótt upp úr öllu valdi,“ segir Elín í samtali við Vísi. Kjörbúðin opnaði í júní 2021. „Þeir lofuðu öllu fögru þegar Kjörbúðin opnaði, en varðandi vöruverð hafa þeir skitið upp á bak.“ „Fólk er farið að fara í Hvolsvöll eða á Selfoss til þess að versla. Það notar þessa búð í neyð ef það gleymist til dæmis að kaupa mjólk,“ segir Elín um íbúa Hellu, sem eru að hennar sögn orðnir þeyttir á verðlagi Kjörbúðarinnar. Mörg dæmi um hátt verð Elín segir sveitarstjórnina hafa beitt sér fyrir því að önnur búð yrði opnuð í bænum. Til að mynda eigi Hagar hf. lóð í bænum og því vonist íbúar til þess að einn daginn rísi þar Bónusverslun. Elín nefnir fleiri dæmi um gríðarlegan verðmun á vörum í Kjörbúðinni og öðrum búðum. Kaffi frá framleiðandanum Dolce Gusto kosti um fimmhundruð krónum meira en í verslun Nettó, og sé í þokkabót ódýrara í vegasjoppu sem staðsett er í nágrenni við Hellu. „Þegar vegasjoppan er orðin ódýrari, þá er nú mikið sagt,“ segir Elín. Þá segist hún hafa heyrt að mjólkurfernan sé um 130 krónum dýrari í Kjörbúðinni heldur en í Krónunni á Hvolsvelli. Uppfært: Verðið á umræddri vöru hefur nú hækkað í Fjarðarkaupum og framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs hefur gefið frá sér skriflegt svar við fyrirspurnum fréttamanns. Sjá hér að neðan: Matvöruverslun Neytendur Rangárþing ytra Verslun Mest lesið Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
„Verðlagið var frekar sanngjarnt fyrst þegar þau opnuðu en svo hafa þau hækkað það hægt og hljótt upp úr öllu valdi,“ segir Elín í samtali við Vísi. Kjörbúðin opnaði í júní 2021. „Þeir lofuðu öllu fögru þegar Kjörbúðin opnaði, en varðandi vöruverð hafa þeir skitið upp á bak.“ „Fólk er farið að fara í Hvolsvöll eða á Selfoss til þess að versla. Það notar þessa búð í neyð ef það gleymist til dæmis að kaupa mjólk,“ segir Elín um íbúa Hellu, sem eru að hennar sögn orðnir þeyttir á verðlagi Kjörbúðarinnar. Mörg dæmi um hátt verð Elín segir sveitarstjórnina hafa beitt sér fyrir því að önnur búð yrði opnuð í bænum. Til að mynda eigi Hagar hf. lóð í bænum og því vonist íbúar til þess að einn daginn rísi þar Bónusverslun. Elín nefnir fleiri dæmi um gríðarlegan verðmun á vörum í Kjörbúðinni og öðrum búðum. Kaffi frá framleiðandanum Dolce Gusto kosti um fimmhundruð krónum meira en í verslun Nettó, og sé í þokkabót ódýrara í vegasjoppu sem staðsett er í nágrenni við Hellu. „Þegar vegasjoppan er orðin ódýrari, þá er nú mikið sagt,“ segir Elín. Þá segist hún hafa heyrt að mjólkurfernan sé um 130 krónum dýrari í Kjörbúðinni heldur en í Krónunni á Hvolsvelli. Uppfært: Verðið á umræddri vöru hefur nú hækkað í Fjarðarkaupum og framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs hefur gefið frá sér skriflegt svar við fyrirspurnum fréttamanns. Sjá hér að neðan:
Matvöruverslun Neytendur Rangárþing ytra Verslun Mest lesið Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira