Botnar ekkert í háværum orðrómi um að Fiskidagurinn snúi ekki aftur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. ágúst 2023 12:04 Júlíus Júlíusson er framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla á Dalvík. Orðrómur um að Fiskidagurinn mikli á Dalvík í ár verði sá síðasti er óskiljanlegur, að sögn framkvæmdastjóra hátíðarinnar. Hann hefur ekki hugmynd um hvaðan hann kom og segist spenntur að geta loksins haldið upp á tuttugu ára afmæli hátíðarinnar, tuttugu og þremur árum eftir stofnun hennar. Fréttastofu barst ábending þess efnis að hávær orðrómur gengi nú um Dalvík, um að Fiskidagurinn mikli í ár yrði sá síðasti. Hátíðin er fer fram dagana 11. til 13. ágúst. Framkvæmdastjórinn botnar ekkert í sögusögnum um að hátíðin verði ekki haldin aftur að ári. „Þetta hefur sannarlega verið hávært og við sem sitjum við borð framkvæmdanefndar lítum á hvorn annan og bara „Hvaðan kemur þetta og af hverju?““ segir Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins. Aldrei hafi komið til umræðu að hátíðin í ár yrði sú síðasta. „Og við erum búin að hitta marga sem segja „Ég ætla að koma, þetta er nú síðasta skiptið.“ En ekki vissi ég það.“ Hátíðin fagnar nú 20 ára afmæli, þrátt fyrir að hafa verið haldin fyrst fyrir 23 árum. Næstu þrjú ár var hún slegin af vegna kórónuveirufaraldursins. „Þannig að núna erum við loksins að halda upp á 20 ára afmælið. Og það er gaman að geta loksins farið af stað aftur.“ Renna blint í sjóinn með fjöldann Von er á fjölda fólks til Dalvíkur, og einhverjir spenntir gestir þegar mættir. „Það er alltaf rosalega erfitt fyrir okkur, þar sem við seljum enga miða eða neitt, að nefna. En við gerum bara ráð fyrir þessu meðaltali sem hefur verið, um þrjátíu þúsund manns. Það er bara þannig.“ Dagskrána á stóra sviðinu má sjá að neðan en auk þess má finna dagskrá á hátíðarsvæðinu og í bænum. Dagskrá Fiskidagsins 2023 11:00 – Setning: framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla11:05 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans11:10 – Litla Fiskidagsmessan: séra Erla Björk Jónsdóttir11:20 – Tónlistarskólinn á Tröllaskaga: framtíðarstjörnur11:45 – Dregið í ratleik Fiskidagsins mikla. Vertu á staðnum!12:00 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans12:05 – Vinir okkar úr Latabæ: afmælisstuð12:35 – Snævar og Erla12:50 – Hljómsveitin Skandall13:10 – Sæborg rokkar.13:25 - Hlynur Snær og dætur: Fiskidagslagið ´23 og fl.13:45 – Heiðrun: Svanfríður Jónasdóttir14:15 - Ræðumaður dagsins: Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands14:25 – Teigabandið de luxe: Syngjum og dönsum með14:55 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans15:05 - Okkar maður, Friðrik Ómar, ásamt gestum15:25 - Tómið: Þröstur, Þorsteinn og félagar15:40 - Salka Kvennakór: geislandi Sölkur16:00 – Þjóðalagabandið Klisja16:20 –Fiskidagsvinirnir frá Sunny Kef. Sunnuhvoll - Keflavík16:50 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans16.55 – Lokaorð17:00 – Fiskideginum mikla 2023 slitið Mögulega geti gestirnir þó orðið enn fleiri, þar sem hátíðin hefur ekki farið fram síðan 2019. „Og kannski út af þessari skrýtnu umræðu um að þetta sé síðasta skiptið, og það allt saman. Jú, jú, við eigum alveg von á því, en svo kemur þetta bara í ljós,“ segir Júlíus að lokum. Fiskidagstónleikarnir fara svo fram að kvöldi Fiskidagsins á hafnarsvæðinu klukkan 21:45 og svo flugeldasýning rétt áður en klukkan slær miðnætti. Fiskidagurinn mikli Dalvíkurbyggð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira
Fréttastofu barst ábending þess efnis að hávær orðrómur gengi nú um Dalvík, um að Fiskidagurinn mikli í ár yrði sá síðasti. Hátíðin er fer fram dagana 11. til 13. ágúst. Framkvæmdastjórinn botnar ekkert í sögusögnum um að hátíðin verði ekki haldin aftur að ári. „Þetta hefur sannarlega verið hávært og við sem sitjum við borð framkvæmdanefndar lítum á hvorn annan og bara „Hvaðan kemur þetta og af hverju?““ segir Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins. Aldrei hafi komið til umræðu að hátíðin í ár yrði sú síðasta. „Og við erum búin að hitta marga sem segja „Ég ætla að koma, þetta er nú síðasta skiptið.“ En ekki vissi ég það.“ Hátíðin fagnar nú 20 ára afmæli, þrátt fyrir að hafa verið haldin fyrst fyrir 23 árum. Næstu þrjú ár var hún slegin af vegna kórónuveirufaraldursins. „Þannig að núna erum við loksins að halda upp á 20 ára afmælið. Og það er gaman að geta loksins farið af stað aftur.“ Renna blint í sjóinn með fjöldann Von er á fjölda fólks til Dalvíkur, og einhverjir spenntir gestir þegar mættir. „Það er alltaf rosalega erfitt fyrir okkur, þar sem við seljum enga miða eða neitt, að nefna. En við gerum bara ráð fyrir þessu meðaltali sem hefur verið, um þrjátíu þúsund manns. Það er bara þannig.“ Dagskrána á stóra sviðinu má sjá að neðan en auk þess má finna dagskrá á hátíðarsvæðinu og í bænum. Dagskrá Fiskidagsins 2023 11:00 – Setning: framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla11:05 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans11:10 – Litla Fiskidagsmessan: séra Erla Björk Jónsdóttir11:20 – Tónlistarskólinn á Tröllaskaga: framtíðarstjörnur11:45 – Dregið í ratleik Fiskidagsins mikla. Vertu á staðnum!12:00 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans12:05 – Vinir okkar úr Latabæ: afmælisstuð12:35 – Snævar og Erla12:50 – Hljómsveitin Skandall13:10 – Sæborg rokkar.13:25 - Hlynur Snær og dætur: Fiskidagslagið ´23 og fl.13:45 – Heiðrun: Svanfríður Jónasdóttir14:15 - Ræðumaður dagsins: Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands14:25 – Teigabandið de luxe: Syngjum og dönsum með14:55 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans15:05 - Okkar maður, Friðrik Ómar, ásamt gestum15:25 - Tómið: Þröstur, Þorsteinn og félagar15:40 - Salka Kvennakór: geislandi Sölkur16:00 – Þjóðalagabandið Klisja16:20 –Fiskidagsvinirnir frá Sunny Kef. Sunnuhvoll - Keflavík16:50 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans16.55 – Lokaorð17:00 – Fiskideginum mikla 2023 slitið Mögulega geti gestirnir þó orðið enn fleiri, þar sem hátíðin hefur ekki farið fram síðan 2019. „Og kannski út af þessari skrýtnu umræðu um að þetta sé síðasta skiptið, og það allt saman. Jú, jú, við eigum alveg von á því, en svo kemur þetta bara í ljós,“ segir Júlíus að lokum. Fiskidagstónleikarnir fara svo fram að kvöldi Fiskidagsins á hafnarsvæðinu klukkan 21:45 og svo flugeldasýning rétt áður en klukkan slær miðnætti.
Dagskrá Fiskidagsins 2023 11:00 – Setning: framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla11:05 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans11:10 – Litla Fiskidagsmessan: séra Erla Björk Jónsdóttir11:20 – Tónlistarskólinn á Tröllaskaga: framtíðarstjörnur11:45 – Dregið í ratleik Fiskidagsins mikla. Vertu á staðnum!12:00 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans12:05 – Vinir okkar úr Latabæ: afmælisstuð12:35 – Snævar og Erla12:50 – Hljómsveitin Skandall13:10 – Sæborg rokkar.13:25 - Hlynur Snær og dætur: Fiskidagslagið ´23 og fl.13:45 – Heiðrun: Svanfríður Jónasdóttir14:15 - Ræðumaður dagsins: Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands14:25 – Teigabandið de luxe: Syngjum og dönsum með14:55 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans15:05 - Okkar maður, Friðrik Ómar, ásamt gestum15:25 - Tómið: Þröstur, Þorsteinn og félagar15:40 - Salka Kvennakór: geislandi Sölkur16:00 – Þjóðalagabandið Klisja16:20 –Fiskidagsvinirnir frá Sunny Kef. Sunnuhvoll - Keflavík16:50 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans16.55 – Lokaorð17:00 – Fiskideginum mikla 2023 slitið
Fiskidagurinn mikli Dalvíkurbyggð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira