Veliz er annar leikmaðurinn sem Tottenham kynnir til leiks í dag, en í morgun var greint frá því að hollenski miðvörðurinn Micky van de Ven væri mættur til Lundúnaliðsins. Líkt og Van de Ven skrifar Veliz undir sex ára samning.
Hinn 19 ára gamli Veliz kostar Tottenham 13 milljónir punda og er hann fimmti leikmaðurinn sem gengur til liðs við félagið í sumar. Áður hafði félagið fengið markvörðinn Guglielmo Vicario, miðjumanninn James Maddison og kantmanninn Manor Solomon ásamt varnarmanninum Van de Ven.
Enska úrvalsdeildin hefst næstkomandi föstudag, en fyrsti leikur Tottenham er á laugardaginn þegar liðið sækir Brentford heim.