Saka Rússa um að ráðast á viðbragðsaðila Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2023 15:59 Karlmaður ber særða kona í sjúkrabíl eftir flugskeytaárás Rússa á Pokrovsk í Donetsk-héraði í gær AP/úkraínska neyðarþjónustan Úkraínsk stjórnvöld sökuðu rússneska herinn um að beina spjótum sínum sérstaklega að björgunarfólki í flugskeytaárásum sem voru gerðar á borgina Pokrovsk í austanverðri Úkraínu í gærkvöldi. Fimm féllu í árásinni. Lögreglumenn, sjúkraliðar og hermenn voru enn að leita að fólki í húsarústum eftir flugskeytaárás Rússa í miðborg Pokrovsk þegar annað rússneskt flugskeyti kom niður á sama stað, innan við fjörutíu mínútum frá því fyrra, að sögn Pavlo Kyrylenko, ríkisstjóra Donetsk-héraðs. Hann fullyrðir að fimm óbreyttir borgarar hafi fallið auk eins sjúkraliða og eins hermanns. Tugir til viðbótar hafi særst, flestir þeirra lögreglumenn, sjúkraliðar og hermenn sem reyndu að aðstoða fórnarlömb fyrri árásarinnar. Tólf hæða íbúðablokk, hótel, apótek, tvær verslanir og tvö kaffihús hafi skemmst í árásinni. „Þeir vissu að það væru særðir undir rústunum, þeir þurftu að bregðast við, að grafa, að leita, að bjarga. En óvinurinn reiddi aftur til höggs vísvitandi,“ sagði Ivan Vyhivskyi, yfirmaður úkraínsku ríkislögreglunnar. Rússneska varnarmálaráðuneytið fullyrti að flugskeytin hefðu hæft stjórnstöð úkraínska hersins í borginni. AP-fréttastofan segist hvorki hafa getað staðfest sannleiksgildi fullyrðinga Rússa né Úkraínumanna um árásina enn sem komið er. Rússneski herinn hefur þó ítrekað beitt þeirri aðferð að beina fallbyssuhríð eða flugskeytum á sama skotmark og hann skaut á um hálftíma áður. Viðbragðsaðilar hafi því oft verið fórnarlömb þeirra. Rússar beittu sama bragði þegar þeir hlutuðust til í borgarastríðinu í Sýrlandi. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Lögreglumenn, sjúkraliðar og hermenn voru enn að leita að fólki í húsarústum eftir flugskeytaárás Rússa í miðborg Pokrovsk þegar annað rússneskt flugskeyti kom niður á sama stað, innan við fjörutíu mínútum frá því fyrra, að sögn Pavlo Kyrylenko, ríkisstjóra Donetsk-héraðs. Hann fullyrðir að fimm óbreyttir borgarar hafi fallið auk eins sjúkraliða og eins hermanns. Tugir til viðbótar hafi særst, flestir þeirra lögreglumenn, sjúkraliðar og hermenn sem reyndu að aðstoða fórnarlömb fyrri árásarinnar. Tólf hæða íbúðablokk, hótel, apótek, tvær verslanir og tvö kaffihús hafi skemmst í árásinni. „Þeir vissu að það væru særðir undir rústunum, þeir þurftu að bregðast við, að grafa, að leita, að bjarga. En óvinurinn reiddi aftur til höggs vísvitandi,“ sagði Ivan Vyhivskyi, yfirmaður úkraínsku ríkislögreglunnar. Rússneska varnarmálaráðuneytið fullyrti að flugskeytin hefðu hæft stjórnstöð úkraínska hersins í borginni. AP-fréttastofan segist hvorki hafa getað staðfest sannleiksgildi fullyrðinga Rússa né Úkraínumanna um árásina enn sem komið er. Rússneski herinn hefur þó ítrekað beitt þeirri aðferð að beina fallbyssuhríð eða flugskeytum á sama skotmark og hann skaut á um hálftíma áður. Viðbragðsaðilar hafi því oft verið fórnarlömb þeirra. Rússar beittu sama bragði þegar þeir hlutuðust til í borgarastríðinu í Sýrlandi.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira