Messi skoraði tvennu í dramatískum sigri á FC Dallas í deildabikarnum og hefur þar með skorað tvennu í þremur leikjum í röð og alls sjö mörk í þessum fyrstu fjórum leikjum sínum.
Hann er þegar orðinn markahæsti leikmaður Miami liðsins á leiktíðinni en hann er líka búinn að bruna upp markalista félagsins frá upphafi.
Nú eru aðeins Argentínumaðurinn Gonzalo Higuaín (29), Ekvadorinn Leonardo Campana (16) og Finninn Robert Taylor (8) sem hafa skorað fleiri mörk fyrir Inter Miami í öllum keppnum.
Messi deldir fjórða sætinu með Josef Martínez, Lewis Morgan og Rodolfo Pizarro sem hafa allir spilað á bilinu 28 til 62 leiki fyrir Flórídafélagið.
Messi hefur aðeins byrjað þrjá af þessum fjórum leikjum og hann á enn eftir að spila sinn fyrsta leik í MLS deildinni því fyrstu fjórir leikir hans hafa verið í deildarbikar bandarísku og mexíkósku deildanna.