Axel is ready to get to it! pic.twitter.com/EQFipRjBnw
— Chelsea FC (@ChelseaFC) August 4, 2023
Diasi, sem er 25 ára, lék með Monaco í fjögur ár. Á síðasta tímabili lék hann alla 38 leiki liðsins í frönsku úrvalsdeildinni. Alls lék Diasi 129 leiki fyrir Monaco og skoraði tíu mörk.
Diasi hefur leikið fjóra landsleiki fyrir Frakkland og var í franska hópnum sem lenti í 2. sæti á HM í fyrra.
Auk Diasis hefur Chelsea fengið Nicolas Jackson, Christopher Nkunku, Diego Moreira, Angelo Gabriel og Lesley Ugochukwu til liðsins í sumar.
Chelsea olli miklum vonbrigðum á síðasta tímabili og endaði í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.