„Því er fínasta ferðaveður í kortunum um land allt, og ekki er útlit fyrir veðurviðvaranir um helgina,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.
Í dag má búast við suðlægri eða breytilegri átt, 3-8 m/s í dag og allvíða skúrir, en yfirleitt þurrt um landið norðaustanvert. Svipað veður verði á morgun en ívið úrkomumeira. Hiti verður 8 til 16 stig, en svalara við norður- og austurströndina á morgun.
Sunnanlands er útlit fyrir hæga suðlæga átt í dag, föstudag, og stöku skúrir en á morgun má búast við dálítilli rigningu. Fyrir vestan er sama staða en úrkomuminna og yfirleitt bjartara á Vestfjörðum. Norðantil verður norðlæg breytileg átt og bjart með köflum, en skúrir inn til landsins síðdegis. Austanlands verður hæg breytileg átt og bjart með köflum og þurrt að kalla á laugardag en dálítil væta verður sunnudag og mánudag.

Veðurhorfur næstu dagana
Á laugardag:
Hæg austlæg eða breytileg átt og allvíða skúrir, einkum síðdegis, en dálítil rigning syðst. Hiti 6 til 16 stig, svalast við norðurströndina.
Á sunnudag:
Austlæg átt, 3-10 m/s og dálítil rigning eða skúrir á sunnanverðu landinu, en yfirleitt þurrt og bjartara fyrir norðan. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast suðvestantil.
Á mánudag (frídagur verslunarmanna):
Áframhaldandi austlæg átt. Líkur á skúrum um landið suðvestanvert, einkum síðdegis, annars víða þurrt. Hiti breytist lítið.
Á þriðjudag:
Norðlæg átt, 3-8 m/s. Lengst af þurrt og milt, en fremur svalt á Norðaustur- og Austurlandi.
Á miðvikudag:
Vestlæg átt, skýjað og úrkomulítið vestantil, en víða bjart veður fyrir austan. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast suðaustanlands.
Á fimmtudag:
Útlit fyrir hæga suðvestanátt. Skýjað, en úrkomulítið um landið vestanvert, en annars skýjað með köflum. Milt í veðri.