Dramatísk fækkun ungs fólks á Íslandi sem fer í meðferð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. ágúst 2023 23:31 Valgerður Rúnarsdóttir forstjóri og framkvæmdastjóri lækninga á Vogi, segir jákvætt að færri í hópi ungs fólks leiti til Vogs þó að kanna þurfi ástæðurnar til hlýtar. Ungt fólk hefur mun síður leitað í meðferð á Vogi síðustu þrjú ár og er um að ræða gríðarlega fækkun frá því á fyrri árum. Forstjóri og framkvæmdastjóri lækninga á Vogi segir að skoða þurfi betur hvers vegna svo sé en ljóst sé að þarna séu á ferðinni jákvæðar fréttir. Ungt fólk í neyslu sé hinsvegar gjarnan í alvarlegri neyslu. Greint var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að innflutningur á kókaíni hefur aukist og neyslan þar með. Sex sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna þriggja ólíkra mála sem tengjast innflutningi. Valgerður Rúnarsdóttir forstjóri og framkvæmdastjóri lækninga á Vogi, ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hún segir að stofnunin merki sömu aukningu í störfum sínum og lögregla. Verðkannanir á Vogi á fíkniefnum hér á landi bendi til þess að litlar sveiflur séu á verði. Kókaínneysla hafi aukist að undanförnu eftir að hafa fallið í heimsfaraldrinum. Margar ástæður fyrir breytingum „Það merkilegasta sem við sjáum í okkar tölum síðustu ár er þessi minni eftirspurn ungs fólks eftir meðferð, en það er dramatísk fækkun síðustu þrjú ár.“ Hvað segir það okkur? „Það þarf auðvitað að skoða það. Það eru margar ástæður fyrir því. Þetta er mjög gott, þetta eru mjög jákvæðar upplýsingar.“ Valgerður segir að aðgengi að meðferð fyrir 25 ára og yngri sé gríðarlega gott á Vogi, sem sinni öllum í hópnum sem óski eftir því. Það þýði að færri séu að neyta efnanna. Neyslan alvarlegri „Hinsvegar ef við tökum fólkið sem kemur til okkar á þessum aldri, að þá eru einstaklingarnir þar í mjög blandaðri og oft alvarlegri neyslu. Um það bil helmingur einstaklinga sem kemur er að nota kókaín og eins og hefur verið margumtalað, ópíóðana. Þeir eru í hæsta hlutfalli í þessum yngsta neytendahópi.“ Neytendahópurinn sé minni en áður og segir Valgerður að Covid hafi þar haft mikil áhrif. Þróunin sé hafi hinsvegar verið í þessa átt frá því um aldamótin. Áfengið stærsta vandamálið Þú talar um minna aðgengi í heimsfaraldrinum. Kom eitthvað í staðinn? „Já. Ásókn í áfengi hefur aukist og þá er það öðruvísi að ásókn í róandi lyf og þessi löglegu vímuefni líkt og áfengi og ópíóða, hún jókst á þessum tíma.“ Hefur hlutfall þeirra sem leita aðstoðar vegna áfengisneyslu minnkað á meðan hinn fjöldinn fer upp? „Nei, það hefur það ekki. Það er ennþá stærsta og alvarlegasta vandamálið, það er áfengið. Langflestir fá greiningu á áfengisfíkn þó þeir noti oft mikið önnur vímuefni. Talandi um kókaín, langflestir sem koma til okkar og eru með kókaínfíkn eru líka með áfengisfíkn. Sú neysla fer nú oft saman, áfengi og kókaín, eins og örvandi efni önnur.“ Hún segir blandaða neyslu mjög algenga, sérstaklega hjá yngri hópum. Þar séu neysla kókaíns, kannabis og áfengis mjög algeng. Miklu máli skipti að ná unga fólkinu með áfengisfíkn áður en það leiðist út í önnur efni. „Já ég held að það sé fyrst og fremst lærdómurinn. Að grípa snemma inn í af því að það er þess virði að vera með snemminngrip í meðferð eða einhverskonar inngrip og aðgerðir strax og skoða áhættuhegðun hjá ungu fólki. Það skilar mestum árangri.“ Fíkn Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til „Nýja Íslands“ Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Greint var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að innflutningur á kókaíni hefur aukist og neyslan þar með. Sex sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna þriggja ólíkra mála sem tengjast innflutningi. Valgerður Rúnarsdóttir forstjóri og framkvæmdastjóri lækninga á Vogi, ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hún segir að stofnunin merki sömu aukningu í störfum sínum og lögregla. Verðkannanir á Vogi á fíkniefnum hér á landi bendi til þess að litlar sveiflur séu á verði. Kókaínneysla hafi aukist að undanförnu eftir að hafa fallið í heimsfaraldrinum. Margar ástæður fyrir breytingum „Það merkilegasta sem við sjáum í okkar tölum síðustu ár er þessi minni eftirspurn ungs fólks eftir meðferð, en það er dramatísk fækkun síðustu þrjú ár.“ Hvað segir það okkur? „Það þarf auðvitað að skoða það. Það eru margar ástæður fyrir því. Þetta er mjög gott, þetta eru mjög jákvæðar upplýsingar.“ Valgerður segir að aðgengi að meðferð fyrir 25 ára og yngri sé gríðarlega gott á Vogi, sem sinni öllum í hópnum sem óski eftir því. Það þýði að færri séu að neyta efnanna. Neyslan alvarlegri „Hinsvegar ef við tökum fólkið sem kemur til okkar á þessum aldri, að þá eru einstaklingarnir þar í mjög blandaðri og oft alvarlegri neyslu. Um það bil helmingur einstaklinga sem kemur er að nota kókaín og eins og hefur verið margumtalað, ópíóðana. Þeir eru í hæsta hlutfalli í þessum yngsta neytendahópi.“ Neytendahópurinn sé minni en áður og segir Valgerður að Covid hafi þar haft mikil áhrif. Þróunin sé hafi hinsvegar verið í þessa átt frá því um aldamótin. Áfengið stærsta vandamálið Þú talar um minna aðgengi í heimsfaraldrinum. Kom eitthvað í staðinn? „Já. Ásókn í áfengi hefur aukist og þá er það öðruvísi að ásókn í róandi lyf og þessi löglegu vímuefni líkt og áfengi og ópíóða, hún jókst á þessum tíma.“ Hefur hlutfall þeirra sem leita aðstoðar vegna áfengisneyslu minnkað á meðan hinn fjöldinn fer upp? „Nei, það hefur það ekki. Það er ennþá stærsta og alvarlegasta vandamálið, það er áfengið. Langflestir fá greiningu á áfengisfíkn þó þeir noti oft mikið önnur vímuefni. Talandi um kókaín, langflestir sem koma til okkar og eru með kókaínfíkn eru líka með áfengisfíkn. Sú neysla fer nú oft saman, áfengi og kókaín, eins og örvandi efni önnur.“ Hún segir blandaða neyslu mjög algenga, sérstaklega hjá yngri hópum. Þar séu neysla kókaíns, kannabis og áfengis mjög algeng. Miklu máli skipti að ná unga fólkinu með áfengisfíkn áður en það leiðist út í önnur efni. „Já ég held að það sé fyrst og fremst lærdómurinn. Að grípa snemma inn í af því að það er þess virði að vera með snemminngrip í meðferð eða einhverskonar inngrip og aðgerðir strax og skoða áhættuhegðun hjá ungu fólki. Það skilar mestum árangri.“
Fíkn Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til „Nýja Íslands“ Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira