„Við erum tilbúin að taka við stjórn landsins“ Máni Snær Þorláksson skrifar 2. ágúst 2023 15:16 Tæp 29 prósent myndu kjósa Samfylkinguna samkvæmt niðurstöðum nýjasta Þjóðarpúls Gallup. Guðmundur Árni Stefánsson segir að flokkurinn sé tilbúinn að taka við stjórn landsins. Vísir/Vilhelm Varaformaður Samfylkingarinnar segir að hægt sé að kenna Samfylkingunni um að ríkisstjórnin hangi ennþá saman. Ríkisstjórnarflokkarnir séu óttaslegnir yfir því að bíða afhroð í kosningum. Samfylkingin sé hins vegar tilbúin að taka við stjórn landsins. „Við höfum fundið fyrir stórauknum stuðningi hjá fólkinu í landinu og þessar skoðanakannanir hygg ég að endurspegli það,“ segir Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar, í samtali við fréttastofu. Tæp 29 prósent myndu kjósa Samfylkinguna ef gengið yrði til kosninga í dag samkvæmt nýjasta Þjóðarpúls Gallup. Samfylkingin er því ennþá stærsti flokkurinn á landinu samkvæmt skoðanakönnunum. Á sama tíma hefur stuðningur við ríkisstjórnina fallið. Guðmundur telur að rekja megi árangur Samfylkingarinnar til þess að flokkurinn hafi verið hófsamur í sinni framsetningu. Þau séu málefnaleg, án allra öfga og vilji styðja það sem vel er gert hjá ríkisstjórninni. „Sem er að vísu afar fátítt að gerist,“ segir Guðmundur. „Við viljum bara vinna fyrir fólkið í landinu. Til í kosningar hvenær sem er Ríkisstjórnin hefur mátt muna fífil sinn fegurri en alls mælist stuðningur við ríkisstjórnarflokkana samtals 36 prósent. Þá hefur mikið verið fjallað um titring innan ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkana sem virðist einungis hafa ágerst í sumar. Guðmundur segir að það sé ekki hægt að leyna því að ríkisstjórnin sé komin af fótum fram. „Hún veit það sjálf, fólkið í landinu veit það, hún er aðgerðalaus og eiginlega, ljótt að segja það, hálf lifandi dauð.“ Því sé Samfylkingin til í kosningar hvenær sem er. Flokkurinn sé tilbúinn að taka við stjórnartaumunum. „Hið fyrsta væri betra en við höfum alveg þolinmæði til þess að bíða líka. Við viljum einfaldlega vanda okkur og gera hlutina mjög vel þegar þar að kemur. Við erum tilbúin að taka við stjórn landsins.“ Stjórnarflokkarnir óttist kosningar Það er óhætt að segja að ríkisstjórnin hafi staðið á traustari fótum. Hún hefur þó ekki enn sprungið og er Guðmundur með kenningu um hvers vegna það sé. „Það má eiginlega segja það að það sé Samfylkingunni að kenna að ríkisstjórnin hangi saman því hún þorir auðvitað alls ekki í kosningar eins og sakir standa,“ segir Guðmundur. Hann tekur fram að skoðanakannanir séu þó bara skoðanakannanir og kosningar séu annað. Niðurstöður skoðanakannana séu þó sterkar vísbendingar og þær hafi verið viðvarandi síðustu mánuði. „Það er alveg rétt sem bent hefur verið á, að ríkisstjórnin getur varla dáið, þorir ekki í kosningar vegna þess að bæði er það að ráðherrastólarnir freista, það er sterkt límið í ráðherrastólunum. Hitt er að stjórnarflokkarnir þrír, allir þrír, eru óttaslegnir yfir því að fá afhroð í næstu kosningum.“ Guðmundur segir að Samfylkingin sé tilbúin í slaginn, fólk viti það og treysti flokknum. „Kosningar í haust, kosningar í vetur, kosningar í vor - við erum einfaldlega tilbúin til að taka við stjórn landsins og setja málin í gang, láta verkin tala,“ segir hann. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Skoðanakannanir Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
„Við höfum fundið fyrir stórauknum stuðningi hjá fólkinu í landinu og þessar skoðanakannanir hygg ég að endurspegli það,“ segir Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar, í samtali við fréttastofu. Tæp 29 prósent myndu kjósa Samfylkinguna ef gengið yrði til kosninga í dag samkvæmt nýjasta Þjóðarpúls Gallup. Samfylkingin er því ennþá stærsti flokkurinn á landinu samkvæmt skoðanakönnunum. Á sama tíma hefur stuðningur við ríkisstjórnina fallið. Guðmundur telur að rekja megi árangur Samfylkingarinnar til þess að flokkurinn hafi verið hófsamur í sinni framsetningu. Þau séu málefnaleg, án allra öfga og vilji styðja það sem vel er gert hjá ríkisstjórninni. „Sem er að vísu afar fátítt að gerist,“ segir Guðmundur. „Við viljum bara vinna fyrir fólkið í landinu. Til í kosningar hvenær sem er Ríkisstjórnin hefur mátt muna fífil sinn fegurri en alls mælist stuðningur við ríkisstjórnarflokkana samtals 36 prósent. Þá hefur mikið verið fjallað um titring innan ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkana sem virðist einungis hafa ágerst í sumar. Guðmundur segir að það sé ekki hægt að leyna því að ríkisstjórnin sé komin af fótum fram. „Hún veit það sjálf, fólkið í landinu veit það, hún er aðgerðalaus og eiginlega, ljótt að segja það, hálf lifandi dauð.“ Því sé Samfylkingin til í kosningar hvenær sem er. Flokkurinn sé tilbúinn að taka við stjórnartaumunum. „Hið fyrsta væri betra en við höfum alveg þolinmæði til þess að bíða líka. Við viljum einfaldlega vanda okkur og gera hlutina mjög vel þegar þar að kemur. Við erum tilbúin að taka við stjórn landsins.“ Stjórnarflokkarnir óttist kosningar Það er óhætt að segja að ríkisstjórnin hafi staðið á traustari fótum. Hún hefur þó ekki enn sprungið og er Guðmundur með kenningu um hvers vegna það sé. „Það má eiginlega segja það að það sé Samfylkingunni að kenna að ríkisstjórnin hangi saman því hún þorir auðvitað alls ekki í kosningar eins og sakir standa,“ segir Guðmundur. Hann tekur fram að skoðanakannanir séu þó bara skoðanakannanir og kosningar séu annað. Niðurstöður skoðanakannana séu þó sterkar vísbendingar og þær hafi verið viðvarandi síðustu mánuði. „Það er alveg rétt sem bent hefur verið á, að ríkisstjórnin getur varla dáið, þorir ekki í kosningar vegna þess að bæði er það að ráðherrastólarnir freista, það er sterkt límið í ráðherrastólunum. Hitt er að stjórnarflokkarnir þrír, allir þrír, eru óttaslegnir yfir því að fá afhroð í næstu kosningum.“ Guðmundur segir að Samfylkingin sé tilbúin í slaginn, fólk viti það og treysti flokknum. „Kosningar í haust, kosningar í vetur, kosningar í vor - við erum einfaldlega tilbúin til að taka við stjórn landsins og setja málin í gang, láta verkin tala,“ segir hann.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Skoðanakannanir Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira