Herforingjastjórnir Vestur-Afríku snúa bökum saman Samúel Karl Ólason skrifar 1. ágúst 2023 13:26 Frá mótmælum í Níger en þau hafa að miklu leyti snúist um Frakkland. AP/Sam Mednick Herforingjastjórnirnar í Búrkína Fasó og Malí hafa varað við því að grípi nágrannaríki Níger til hernaðaraðgerða vegna valdaránsins þar, sé það í raun stríðsyfirlýsing. Búrkína Fasó og Malí muni koma herforingjastjórninni í Níger til aðstoðar. Yfirvöld í Frakklandi hafa ákveðið að flytja franska borgara og aðra Evrópubúa frá Níger. Áætlað er að nokkur hundruð Frakkar séu í landinu en það var áður frönsk nýlenda og Frakkar hafa aðstoðað yfirvöld gegn vígahópum sem eru nokkuð umsvifamiklir á Sahel-svæðinu svokallaða. France24 hefur eftir utanríkisráðherra Frakklands að samkomulag sé til staðar um að flytja franska borgara á brott. Yfirvöld í Þýskalandi hafa ráðlagt Þjóðverjum að flýja einnig. Herforingjar nígerska hersins fangelsuðu í síðustu viku Mohamed Bazoum, forseta landsins, og tóku völd. Leiðtogar annarra Afríkuríkja, innan Efnahagsbandalags Vestur-Afríkuríkja, sögðu um helgina að herstjórnin í Níger hefði viku til að gefa Bazoum völd aftur, annars kæmu hernaðaraðgerðir til greina. Er þar helst um Nígeríu, Fílabeinsströndina og Benín að ræða. Sjá einnig: Vestur-Afríkuríki hóta hernaðaraðgerðum Það eru herforingjar Búrkína Fasó og Malí ósáttir við og hóta þeir nú að koma herforingjum Níger til aðstoðar verði gripið til hernaðaraðgerða gegn þeim. Herforingjastjórnir ríkjanna fordæmdu einnig viðskiptaþvinganir sem önnur Vestur-Afríkuríki hafa beitt Níger. Sahel-svæðið er þurrt svæði suður af Sahara-eyðimörkinni og nær yfir þvera Afríku. Frakkar hafa verið með hersveitir í vesturhluta Sahel-svæðisins svokallaða frá 2013 en vígamönnum á vegum Al-Qaeda og Íslamska ríkisins hefur vaxið mikið ásmegin þar. Þúsundir hafa látið lífið í átökum á svæðinu og milljónir hafa þurft að flýja heimili sín vegna átaka. Sjá einnig: Felldu leiðtoga ISIS í Sahel Franskir hermenn hafa þurft að yfirgefa bæði Búrkína Fasó og Malí á undanförnum árum, eftir valdaránin þar, en hafa áfram haldið til í Níger. Í bæði Búrkína Fasó og Malí sögðust herforingjar hafa tekið völdin vegna þess að þeir gætu barist betur gegn vígahópum á svæðinu. Sjá einnig: Reka sendiherra Frakklands úr landi og líta til Rússlands Tæplega 25 milljónir manna búa í Níger en þar er mikil fátækt. Yfirvöld í Níger hafa lengi reitt sig á fjárhagsaðstoð frá Bandaríkjunum, Frakklandi og öðrum ríkjum en sú aðstoð er í hættu. Bandaríkjamenn segja að gangi valdaránið upp verði tekið til skoðunar að hætta aðstoðinni. Lýðræði sé skilyrði fyrir henni. Níger Búrkína Fasó Malí Frakkland Tengdar fréttir Lýsir sig leiðtoga eftir valdarán Hershöfðinginn Abdourahmane Tchiani hefur lýst því yfir að hann fari nú með völdin í vesturafríkuríkinu Níger. Tchiani leiddi valdarán gegn ríkisstjórn landsins og tókst að steypa henni af stóli fyrir tveimur sólarhringum síðan, með liðsinni öryggisvarða forsetans sem eru undir hans stjórn. 28. júlí 2023 17:23 Herinn í Níger segist hafa tekið völdin Hópur hermanna í Níger tilkynnti í nótt að herinn væri búin að steypa ríkisstjórn landsins af stóli og hefði hrifsað til sín völdin í vestur-afríska landinu. Einnig greind hópurinn frá því að forseti Níger, Mohamed Bazoum, væri í haldi þeirra. 27. júlí 2023 07:07 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Sjá meira
Yfirvöld í Frakklandi hafa ákveðið að flytja franska borgara og aðra Evrópubúa frá Níger. Áætlað er að nokkur hundruð Frakkar séu í landinu en það var áður frönsk nýlenda og Frakkar hafa aðstoðað yfirvöld gegn vígahópum sem eru nokkuð umsvifamiklir á Sahel-svæðinu svokallaða. France24 hefur eftir utanríkisráðherra Frakklands að samkomulag sé til staðar um að flytja franska borgara á brott. Yfirvöld í Þýskalandi hafa ráðlagt Þjóðverjum að flýja einnig. Herforingjar nígerska hersins fangelsuðu í síðustu viku Mohamed Bazoum, forseta landsins, og tóku völd. Leiðtogar annarra Afríkuríkja, innan Efnahagsbandalags Vestur-Afríkuríkja, sögðu um helgina að herstjórnin í Níger hefði viku til að gefa Bazoum völd aftur, annars kæmu hernaðaraðgerðir til greina. Er þar helst um Nígeríu, Fílabeinsströndina og Benín að ræða. Sjá einnig: Vestur-Afríkuríki hóta hernaðaraðgerðum Það eru herforingjar Búrkína Fasó og Malí ósáttir við og hóta þeir nú að koma herforingjum Níger til aðstoðar verði gripið til hernaðaraðgerða gegn þeim. Herforingjastjórnir ríkjanna fordæmdu einnig viðskiptaþvinganir sem önnur Vestur-Afríkuríki hafa beitt Níger. Sahel-svæðið er þurrt svæði suður af Sahara-eyðimörkinni og nær yfir þvera Afríku. Frakkar hafa verið með hersveitir í vesturhluta Sahel-svæðisins svokallaða frá 2013 en vígamönnum á vegum Al-Qaeda og Íslamska ríkisins hefur vaxið mikið ásmegin þar. Þúsundir hafa látið lífið í átökum á svæðinu og milljónir hafa þurft að flýja heimili sín vegna átaka. Sjá einnig: Felldu leiðtoga ISIS í Sahel Franskir hermenn hafa þurft að yfirgefa bæði Búrkína Fasó og Malí á undanförnum árum, eftir valdaránin þar, en hafa áfram haldið til í Níger. Í bæði Búrkína Fasó og Malí sögðust herforingjar hafa tekið völdin vegna þess að þeir gætu barist betur gegn vígahópum á svæðinu. Sjá einnig: Reka sendiherra Frakklands úr landi og líta til Rússlands Tæplega 25 milljónir manna búa í Níger en þar er mikil fátækt. Yfirvöld í Níger hafa lengi reitt sig á fjárhagsaðstoð frá Bandaríkjunum, Frakklandi og öðrum ríkjum en sú aðstoð er í hættu. Bandaríkjamenn segja að gangi valdaránið upp verði tekið til skoðunar að hætta aðstoðinni. Lýðræði sé skilyrði fyrir henni.
Níger Búrkína Fasó Malí Frakkland Tengdar fréttir Lýsir sig leiðtoga eftir valdarán Hershöfðinginn Abdourahmane Tchiani hefur lýst því yfir að hann fari nú með völdin í vesturafríkuríkinu Níger. Tchiani leiddi valdarán gegn ríkisstjórn landsins og tókst að steypa henni af stóli fyrir tveimur sólarhringum síðan, með liðsinni öryggisvarða forsetans sem eru undir hans stjórn. 28. júlí 2023 17:23 Herinn í Níger segist hafa tekið völdin Hópur hermanna í Níger tilkynnti í nótt að herinn væri búin að steypa ríkisstjórn landsins af stóli og hefði hrifsað til sín völdin í vestur-afríska landinu. Einnig greind hópurinn frá því að forseti Níger, Mohamed Bazoum, væri í haldi þeirra. 27. júlí 2023 07:07 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Sjá meira
Lýsir sig leiðtoga eftir valdarán Hershöfðinginn Abdourahmane Tchiani hefur lýst því yfir að hann fari nú með völdin í vesturafríkuríkinu Níger. Tchiani leiddi valdarán gegn ríkisstjórn landsins og tókst að steypa henni af stóli fyrir tveimur sólarhringum síðan, með liðsinni öryggisvarða forsetans sem eru undir hans stjórn. 28. júlí 2023 17:23
Herinn í Níger segist hafa tekið völdin Hópur hermanna í Níger tilkynnti í nótt að herinn væri búin að steypa ríkisstjórn landsins af stóli og hefði hrifsað til sín völdin í vestur-afríska landinu. Einnig greind hópurinn frá því að forseti Níger, Mohamed Bazoum, væri í haldi þeirra. 27. júlí 2023 07:07