Enn gerðar drónaárásir í Moskvu Samúel Karl Ólason skrifar 1. ágúst 2023 09:18 Slökkviliðsmenn fyrir utan háhýsi í miðborg Moskvu sem varð fyrir skemmdum vegna dróna í morgun. AP Yfirvöld í Rússlandi segja dróna hafa hæft byggingu í Moskvu, tveimur dögum eftir að annar dróni hæfði sömu byggingu. Úkraínumenn virðast vera að auka framleiðslu á eigin drónum sem hægt er að nota til árása í Rússlandi. Samkvæmt Varnarmálaráðuneyti Rússlands voru tveir drónar skotnir niður fyrir utan Moskvu í morgun en minnst einn dróni hæfði háhýsi í Moskvu sem hýsir skrifstofur nokkurra ráðuneyta. Rússar segja að búið hafi verið að trufla innra kerfi drónans og hann hafi brotlent á byggingunni. Engar upplýsingar liggja fyrir um hvort einhver lét lífið eða særðist, samkvæmt frétt RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins. Þetta er í minnst fjórða sinn á rúmri viku sem árásir af þessu tagi eru gerðar í Moskvu, samkvæmt New York Times. Sambærileg árás var gerð á sunnudaginn en þá segjast Rússar hafa skotið niður einn dróna og að einn til viðbótar hafi brotlent. Þá sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, að stríðið í Úkraínu væri að færast til Rússlands. Sjá einnig: „Stríðið færist til Rússlands“ Ráðamenn í Úkraínu viðurkenna sjaldan sem aldrei árásir sem þessar. New York Times segir þó að minnst þrjár mismunandi tegundir úkraínskra dróna hafi verið notaðar til árása í Rússlandi og þar á meðal í Moskvu. Blaðamenn miðilsins greindu myndefni frá Úkraínu en drónar sem sjást þar eru taldir geta flogið hundruð kílómetra. Viðtöl blaðamanna benda einnig til þess að Úkraínumenn séu að auka framleiðslu á þessum drónum með því markmiði að gera tíðari árásir í Rússlandi. Minnst tólf borgara eru sagðir hafa fallið í árásum Rússa á Úkraínu í gær og fleiri en hundrað munu hafa særst. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Hafa flutt fleiri en sjö hundruð þúsund börn til Rússlands Yfirvöld í Rússlandi hafa flutt fleiri en sjö hundruð þúsund börn frá Úkraínu til Rússlands. Í nýrri skýrslu frá Maríu Lvova-Belova, nokkurs konar umboðskonu barna í Rússlandi, segir að mikill meirihluti þeirra hafi komið til Rússlands með foreldrum sínum. 31. júlí 2023 10:13 „Við munum hvorki gleyma né fyrirgefa neitt af þessu“ Rússar segjast hafa eyðilagt hernaðarlega mikilvæga stjórnstöð í úkraínsku borginni Dnipro í gær. Níu særðust í eldflaugaárásum á borgina, þar af tvö börn. Forseti Úkraínu gerir allt hvað hann getur til að hvetja þjóð sína til dáða í stríðinu. 29. júlí 2023 22:00 Rússar segjast hafa skotið niður dróna í Moskvu Rússnesk stjórnvöld fullyrða að þau hafi skotið niður dróna í höfuðborginni Moskvu í nótt. Þau segja drónann hafa verið úkraínskan en enginn særðist í árásinni. 28. júlí 2023 08:01 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn sagðir gefa í og sækja fram í Saporisjía Úkraínumenn eru sagðir hafa sett aukinn þunga í árásir þeirra gegn Rússum í Sapórisíjahéraði í suðausturhluta landsins. Þeir hafa einnig náð frekari árangri nærri Bakhmut í Dónetskhéraði. 27. júlí 2023 09:37 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Sjá meira
Samkvæmt Varnarmálaráðuneyti Rússlands voru tveir drónar skotnir niður fyrir utan Moskvu í morgun en minnst einn dróni hæfði háhýsi í Moskvu sem hýsir skrifstofur nokkurra ráðuneyta. Rússar segja að búið hafi verið að trufla innra kerfi drónans og hann hafi brotlent á byggingunni. Engar upplýsingar liggja fyrir um hvort einhver lét lífið eða særðist, samkvæmt frétt RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins. Þetta er í minnst fjórða sinn á rúmri viku sem árásir af þessu tagi eru gerðar í Moskvu, samkvæmt New York Times. Sambærileg árás var gerð á sunnudaginn en þá segjast Rússar hafa skotið niður einn dróna og að einn til viðbótar hafi brotlent. Þá sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, að stríðið í Úkraínu væri að færast til Rússlands. Sjá einnig: „Stríðið færist til Rússlands“ Ráðamenn í Úkraínu viðurkenna sjaldan sem aldrei árásir sem þessar. New York Times segir þó að minnst þrjár mismunandi tegundir úkraínskra dróna hafi verið notaðar til árása í Rússlandi og þar á meðal í Moskvu. Blaðamenn miðilsins greindu myndefni frá Úkraínu en drónar sem sjást þar eru taldir geta flogið hundruð kílómetra. Viðtöl blaðamanna benda einnig til þess að Úkraínumenn séu að auka framleiðslu á þessum drónum með því markmiði að gera tíðari árásir í Rússlandi. Minnst tólf borgara eru sagðir hafa fallið í árásum Rússa á Úkraínu í gær og fleiri en hundrað munu hafa særst.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Hafa flutt fleiri en sjö hundruð þúsund börn til Rússlands Yfirvöld í Rússlandi hafa flutt fleiri en sjö hundruð þúsund börn frá Úkraínu til Rússlands. Í nýrri skýrslu frá Maríu Lvova-Belova, nokkurs konar umboðskonu barna í Rússlandi, segir að mikill meirihluti þeirra hafi komið til Rússlands með foreldrum sínum. 31. júlí 2023 10:13 „Við munum hvorki gleyma né fyrirgefa neitt af þessu“ Rússar segjast hafa eyðilagt hernaðarlega mikilvæga stjórnstöð í úkraínsku borginni Dnipro í gær. Níu særðust í eldflaugaárásum á borgina, þar af tvö börn. Forseti Úkraínu gerir allt hvað hann getur til að hvetja þjóð sína til dáða í stríðinu. 29. júlí 2023 22:00 Rússar segjast hafa skotið niður dróna í Moskvu Rússnesk stjórnvöld fullyrða að þau hafi skotið niður dróna í höfuðborginni Moskvu í nótt. Þau segja drónann hafa verið úkraínskan en enginn særðist í árásinni. 28. júlí 2023 08:01 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn sagðir gefa í og sækja fram í Saporisjía Úkraínumenn eru sagðir hafa sett aukinn þunga í árásir þeirra gegn Rússum í Sapórisíjahéraði í suðausturhluta landsins. Þeir hafa einnig náð frekari árangri nærri Bakhmut í Dónetskhéraði. 27. júlí 2023 09:37 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Sjá meira
Hafa flutt fleiri en sjö hundruð þúsund börn til Rússlands Yfirvöld í Rússlandi hafa flutt fleiri en sjö hundruð þúsund börn frá Úkraínu til Rússlands. Í nýrri skýrslu frá Maríu Lvova-Belova, nokkurs konar umboðskonu barna í Rússlandi, segir að mikill meirihluti þeirra hafi komið til Rússlands með foreldrum sínum. 31. júlí 2023 10:13
„Við munum hvorki gleyma né fyrirgefa neitt af þessu“ Rússar segjast hafa eyðilagt hernaðarlega mikilvæga stjórnstöð í úkraínsku borginni Dnipro í gær. Níu særðust í eldflaugaárásum á borgina, þar af tvö börn. Forseti Úkraínu gerir allt hvað hann getur til að hvetja þjóð sína til dáða í stríðinu. 29. júlí 2023 22:00
Rússar segjast hafa skotið niður dróna í Moskvu Rússnesk stjórnvöld fullyrða að þau hafi skotið niður dróna í höfuðborginni Moskvu í nótt. Þau segja drónann hafa verið úkraínskan en enginn særðist í árásinni. 28. júlí 2023 08:01
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn sagðir gefa í og sækja fram í Saporisjía Úkraínumenn eru sagðir hafa sett aukinn þunga í árásir þeirra gegn Rússum í Sapórisíjahéraði í suðausturhluta landsins. Þeir hafa einnig náð frekari árangri nærri Bakhmut í Dónetskhéraði. 27. júlí 2023 09:37