Onana æfur út í Maguire í tapinu í Vegas Sindri Sverrisson skrifar 31. júlí 2023 07:31 André Onana lék sinn annan æfingaleik fyrir Manchester United í nóttt, gegn Dortmund. Getty/Matthew Ashton Manchester United varð að sætta sig við 3-2 tap gegn Dortmund í nótt í síðasta vináttuleik sínum í Bandaríkjunum, á undirbúningstímabilinu fyrir ensku úrvalsdeildina í fótbolta. Ensku miðlarnir, þar á meðal BBC, beina margir athyglinni að samskiptum nýja markvarðarins í liði United, André Onana, og miðvarðarins Harry Maguire í leiknum. Onana hraunaði nefnilega yfir Maguire í byrjun seinni hálfleiks, tveimur mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður, eftir að Dortmund fékk dauðafæri í kjölfar slæmrar sendingar Maguire á Christian Eriksen. New #ManUtd keeper Andre Onana vented his fury at Harry Maguire during United's Las Vegas defeat against Borussia Dortmund. #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) July 31, 2023 BBC segir að þessi 27 ára kamerúnski markvörður sé þekktur fyrir að láta liðsfélagana heyra það þegar svo ber undir, og á því fékk Maguire að kenna eftir að Onana hafði þó varið skot Sebastian Haller úr dauðafæri. Maguire sleppti því að svara Onana, öfugt við Brandon Williams sem í fyrri hálfleik svaraði Tom Heaton fullum hálsi þegar markvörðurinn virtist kenna Williams um annað mark Dortmund. Andre Onana screaming at Harry Maguire! pic.twitter.com/cmtsgMussV— Football Transfers (@Transfersdotcom) July 31, 2023 Mörkin þrjú sem United fékk á sig mætti skrifa á einstaklingsmistök varnarmanna og Williams bar vissulega ábyrgð á fyrsta marki Dortmund, sem Donyell Malen skoraði, en seinna mark Malen kom eftir að Victor Lindelöf hafði spilað boltanum frá sér. Malen skoraði mörkin með mínútu millibili undir lok fyrri hálfleiks og kom Dortmund í 2-1, eftir að Diogo Dalot kom United yfir. Antony jafnaði metin fyrir United snemma í seinni hálfleik en Youssoufa Moukoko skoraði svo sigurmark Dortmund, eftir mistök Aarons Wan-Bissaka. United-menn halda nú heim til Englands og spila næsta vináttuleik gegn franska liðinu Lens á Old Trafford á laugardaginn, og svo gegn Athletic Bilbao í Dublin á sunnudag, áður en United mætir Wolves í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar 14. ágúst. Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira
Ensku miðlarnir, þar á meðal BBC, beina margir athyglinni að samskiptum nýja markvarðarins í liði United, André Onana, og miðvarðarins Harry Maguire í leiknum. Onana hraunaði nefnilega yfir Maguire í byrjun seinni hálfleiks, tveimur mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður, eftir að Dortmund fékk dauðafæri í kjölfar slæmrar sendingar Maguire á Christian Eriksen. New #ManUtd keeper Andre Onana vented his fury at Harry Maguire during United's Las Vegas defeat against Borussia Dortmund. #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) July 31, 2023 BBC segir að þessi 27 ára kamerúnski markvörður sé þekktur fyrir að láta liðsfélagana heyra það þegar svo ber undir, og á því fékk Maguire að kenna eftir að Onana hafði þó varið skot Sebastian Haller úr dauðafæri. Maguire sleppti því að svara Onana, öfugt við Brandon Williams sem í fyrri hálfleik svaraði Tom Heaton fullum hálsi þegar markvörðurinn virtist kenna Williams um annað mark Dortmund. Andre Onana screaming at Harry Maguire! pic.twitter.com/cmtsgMussV— Football Transfers (@Transfersdotcom) July 31, 2023 Mörkin þrjú sem United fékk á sig mætti skrifa á einstaklingsmistök varnarmanna og Williams bar vissulega ábyrgð á fyrsta marki Dortmund, sem Donyell Malen skoraði, en seinna mark Malen kom eftir að Victor Lindelöf hafði spilað boltanum frá sér. Malen skoraði mörkin með mínútu millibili undir lok fyrri hálfleiks og kom Dortmund í 2-1, eftir að Diogo Dalot kom United yfir. Antony jafnaði metin fyrir United snemma í seinni hálfleik en Youssoufa Moukoko skoraði svo sigurmark Dortmund, eftir mistök Aarons Wan-Bissaka. United-menn halda nú heim til Englands og spila næsta vináttuleik gegn franska liðinu Lens á Old Trafford á laugardaginn, og svo gegn Athletic Bilbao í Dublin á sunnudag, áður en United mætir Wolves í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar 14. ágúst.
Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira