Onana æfur út í Maguire í tapinu í Vegas Sindri Sverrisson skrifar 31. júlí 2023 07:31 André Onana lék sinn annan æfingaleik fyrir Manchester United í nóttt, gegn Dortmund. Getty/Matthew Ashton Manchester United varð að sætta sig við 3-2 tap gegn Dortmund í nótt í síðasta vináttuleik sínum í Bandaríkjunum, á undirbúningstímabilinu fyrir ensku úrvalsdeildina í fótbolta. Ensku miðlarnir, þar á meðal BBC, beina margir athyglinni að samskiptum nýja markvarðarins í liði United, André Onana, og miðvarðarins Harry Maguire í leiknum. Onana hraunaði nefnilega yfir Maguire í byrjun seinni hálfleiks, tveimur mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður, eftir að Dortmund fékk dauðafæri í kjölfar slæmrar sendingar Maguire á Christian Eriksen. New #ManUtd keeper Andre Onana vented his fury at Harry Maguire during United's Las Vegas defeat against Borussia Dortmund. #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) July 31, 2023 BBC segir að þessi 27 ára kamerúnski markvörður sé þekktur fyrir að láta liðsfélagana heyra það þegar svo ber undir, og á því fékk Maguire að kenna eftir að Onana hafði þó varið skot Sebastian Haller úr dauðafæri. Maguire sleppti því að svara Onana, öfugt við Brandon Williams sem í fyrri hálfleik svaraði Tom Heaton fullum hálsi þegar markvörðurinn virtist kenna Williams um annað mark Dortmund. Andre Onana screaming at Harry Maguire! pic.twitter.com/cmtsgMussV— Football Transfers (@Transfersdotcom) July 31, 2023 Mörkin þrjú sem United fékk á sig mætti skrifa á einstaklingsmistök varnarmanna og Williams bar vissulega ábyrgð á fyrsta marki Dortmund, sem Donyell Malen skoraði, en seinna mark Malen kom eftir að Victor Lindelöf hafði spilað boltanum frá sér. Malen skoraði mörkin með mínútu millibili undir lok fyrri hálfleiks og kom Dortmund í 2-1, eftir að Diogo Dalot kom United yfir. Antony jafnaði metin fyrir United snemma í seinni hálfleik en Youssoufa Moukoko skoraði svo sigurmark Dortmund, eftir mistök Aarons Wan-Bissaka. United-menn halda nú heim til Englands og spila næsta vináttuleik gegn franska liðinu Lens á Old Trafford á laugardaginn, og svo gegn Athletic Bilbao í Dublin á sunnudag, áður en United mætir Wolves í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar 14. ágúst. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira
Ensku miðlarnir, þar á meðal BBC, beina margir athyglinni að samskiptum nýja markvarðarins í liði United, André Onana, og miðvarðarins Harry Maguire í leiknum. Onana hraunaði nefnilega yfir Maguire í byrjun seinni hálfleiks, tveimur mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður, eftir að Dortmund fékk dauðafæri í kjölfar slæmrar sendingar Maguire á Christian Eriksen. New #ManUtd keeper Andre Onana vented his fury at Harry Maguire during United's Las Vegas defeat against Borussia Dortmund. #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) July 31, 2023 BBC segir að þessi 27 ára kamerúnski markvörður sé þekktur fyrir að láta liðsfélagana heyra það þegar svo ber undir, og á því fékk Maguire að kenna eftir að Onana hafði þó varið skot Sebastian Haller úr dauðafæri. Maguire sleppti því að svara Onana, öfugt við Brandon Williams sem í fyrri hálfleik svaraði Tom Heaton fullum hálsi þegar markvörðurinn virtist kenna Williams um annað mark Dortmund. Andre Onana screaming at Harry Maguire! pic.twitter.com/cmtsgMussV— Football Transfers (@Transfersdotcom) July 31, 2023 Mörkin þrjú sem United fékk á sig mætti skrifa á einstaklingsmistök varnarmanna og Williams bar vissulega ábyrgð á fyrsta marki Dortmund, sem Donyell Malen skoraði, en seinna mark Malen kom eftir að Victor Lindelöf hafði spilað boltanum frá sér. Malen skoraði mörkin með mínútu millibili undir lok fyrri hálfleiks og kom Dortmund í 2-1, eftir að Diogo Dalot kom United yfir. Antony jafnaði metin fyrir United snemma í seinni hálfleik en Youssoufa Moukoko skoraði svo sigurmark Dortmund, eftir mistök Aarons Wan-Bissaka. United-menn halda nú heim til Englands og spila næsta vináttuleik gegn franska liðinu Lens á Old Trafford á laugardaginn, og svo gegn Athletic Bilbao í Dublin á sunnudag, áður en United mætir Wolves í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar 14. ágúst.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira