Jim Ryan, framkvæmdastjóri Sony, greinir frá þessum tímamótum í tilkynningu sem birt var á heimasíðu Sony. Þar segir Ryan að þegar Sony hóf sölu á leikjatölvunum árið 2020 hafi heimurinn verið á skrýtnum og öðruvísi stað en þegar tölvan var kynnt í nóvember árið 2019.
„Þrátt fyrir fordæmislausar áskoranir sem fylgdu Covid, unnu teymin okkar og samstarfsaðilar hörðum höndum við að koma Playstation 5 út á réttum tíma,“ segir Ryan. Áskoranirnar hafi haldið áfram eftir það og það hafi tekið fleiri mánuði að koma öllu í rétt horf.
„Í fleiri mánuði en ég vil muna eftir héldum við áfram að þakka fólki fyrir þolinmæðina á meðan við unnum úr þessum vandamálum.“
Núna sé fyrirtækið komið með almennilegar birgðir af leikjatölvunni. „Við erum að sjá að það er loksins hægt að svara eftirspurninni,“ segir Ryan.