Hryssa hafi verið stungin á barka og margar drepist Árni Sæberg skrifar 26. júlí 2023 21:48 Dýraverndarsamband Íslands segir blóðtöku úr hryssum dýraníð. Vísir/Vilhelm Í yfirlýsingu Dýraverndarsambands Íslands segir að því hafi borist áreiðanlegar upplýsingar um að mun fleiri hryssur en átta hafi drepist í tengslum við blóðtöku í fyrra. Á að minnsta kosti tíu bæjum hafi ein hryssa eða fleiri drepist í tengslum við blóðtöku og á einum af þessum bæjum fjórar hryssur. Heimildin greindi frá því fyrir tveimur vikum að Matvælastofnun hefði borist tilkynningar um að átta hryssur hefðu látist síðasta sumar þegar blóð var tekið úr þeim á vegum fyrirtækisins Ísteka. Ástæða þess sé talin reynsluleysi erlendra dýralækna sem framkvæmdu blóðtökuna. Fer fram á tafarlausa stöðvun blóðtöku Í yfirlýsingu á vef Dýraverndarsambands Íslands segir að sambandið fari fram á tafarlausa stöðvun á blóðtöku úr fylfullum hryssum. „Dýraverndarsambandi Íslands (DÍS) hefur borist áreiðanlegar upplýsingar um að mun fleiri hryssur hafi drepist í tengslum við blóðtöku í fyrra. Á að minnsta kosti 10 bæjum hafi ein hryssa eða fleiri drepist í tengslum við blóðtöku og á einum af þessum 10 bæjum fjórar hryssur.“ Þá segir að sambandinu hafi einnig borist ábending um að hryssa hafi óvart verið stungin í gegnum barka af óreyndum dýralækni í fyrrasumar. Viðkomandi dýralæknir hafi ekki brugðist við með því að að aflífa hryssuna eins og skal gera samkvæmt lögum um velferð dýra og reglugerð um blóðtöku úr fylfullum hryssum, heldur hafi hún legið í allt að tíu mínútur á meðan henni blæddi út. Um sé að ræða alvarlegt dýraníð. Óreyndir dýralæknar verði að störfum Í yfirlýsingunni segir að í sumar verði óreyndir dýralæknar að sinna blóðtökum á hryssunum sem séu flestar ekkert eða lítið tamdar. Verði mistök sé mikil hætta á að það verði hryssu að aldurtila. Um sé að ræða mjög óvenjulegar og oft erfiðar aðstæður og mikil hætta geti skapast fyrir hryssurnar séu dýralæknarnir óreyndir. Dýraverndarsamband Íslands hafi lagst alfarið gegn blóðtöku úr fylfullum hryssum af dýravelferðarástæðum. „Miðað við þær upplýsingar sem nú eru fyrir hendi fer Dýraverndarsamband Íslands fram á tafarlausa stöðvun á blóðtöku úr fylfullum hryssum og að öll þau tilvik þar sem hryssa drapst í tengslum við blóðtöku í fyrrasumar verði rannsökuð og viðbrögð við þeim í samræmi við lög,“ segir í lok yfirlýsingar. Blóðmerahald Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira
Heimildin greindi frá því fyrir tveimur vikum að Matvælastofnun hefði borist tilkynningar um að átta hryssur hefðu látist síðasta sumar þegar blóð var tekið úr þeim á vegum fyrirtækisins Ísteka. Ástæða þess sé talin reynsluleysi erlendra dýralækna sem framkvæmdu blóðtökuna. Fer fram á tafarlausa stöðvun blóðtöku Í yfirlýsingu á vef Dýraverndarsambands Íslands segir að sambandið fari fram á tafarlausa stöðvun á blóðtöku úr fylfullum hryssum. „Dýraverndarsambandi Íslands (DÍS) hefur borist áreiðanlegar upplýsingar um að mun fleiri hryssur hafi drepist í tengslum við blóðtöku í fyrra. Á að minnsta kosti 10 bæjum hafi ein hryssa eða fleiri drepist í tengslum við blóðtöku og á einum af þessum 10 bæjum fjórar hryssur.“ Þá segir að sambandinu hafi einnig borist ábending um að hryssa hafi óvart verið stungin í gegnum barka af óreyndum dýralækni í fyrrasumar. Viðkomandi dýralæknir hafi ekki brugðist við með því að að aflífa hryssuna eins og skal gera samkvæmt lögum um velferð dýra og reglugerð um blóðtöku úr fylfullum hryssum, heldur hafi hún legið í allt að tíu mínútur á meðan henni blæddi út. Um sé að ræða alvarlegt dýraníð. Óreyndir dýralæknar verði að störfum Í yfirlýsingunni segir að í sumar verði óreyndir dýralæknar að sinna blóðtökum á hryssunum sem séu flestar ekkert eða lítið tamdar. Verði mistök sé mikil hætta á að það verði hryssu að aldurtila. Um sé að ræða mjög óvenjulegar og oft erfiðar aðstæður og mikil hætta geti skapast fyrir hryssurnar séu dýralæknarnir óreyndir. Dýraverndarsamband Íslands hafi lagst alfarið gegn blóðtöku úr fylfullum hryssum af dýravelferðarástæðum. „Miðað við þær upplýsingar sem nú eru fyrir hendi fer Dýraverndarsamband Íslands fram á tafarlausa stöðvun á blóðtöku úr fylfullum hryssum og að öll þau tilvik þar sem hryssa drapst í tengslum við blóðtöku í fyrrasumar verði rannsökuð og viðbrögð við þeim í samræmi við lög,“ segir í lok yfirlýsingar.
Blóðmerahald Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira