Messi með tvö mörk og stoðsendingu í stórsigri Inter Miami Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júlí 2023 07:02 Lionel Messi hefur skorað þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjunum fyrir Inter Miami. getty/Megan Briggs Lionel Messi fer heldur betur vel af stað með Inter Miami og hefur skorað þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum með liðinu. Inter Miami mætti Atlanta United í Leagues Cup í nótt og vann 4-0 sigur. Um er að ræða keppni milli liða í MLS-deildinni í Bandaríkjunum og Liga MX í Mexíkó. Messi kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmark Inter Miami gegn Cruz Azul með marki beint úr aukaspyrnu elleftu stundu á föstudaginn. Messi var í fyrsta sinn í byrjunarliði Inter Miami í nótt og sömu sögu er að segja af Sergio Busquets, fyrrverandi samherja hans hjá Barcelona. Þeir félagar áttu heiðurinn af fyrsta marki leiksins á 8. mínútu. Busquets lyfti þá boltanum yfir vörn Atlanta á Messi sem skaut í stöng en fylgdi á eftir og skoraði fyrsta mark leiksins. Atlanta er hundraðasta liðið sem Messi skorar gegn á ferlinum. Á 22. mínútu bætti Messi öðru marki við eftir skyndisókn Inter Miami. Robert Taylor bætti svo þriðja markinu við fyrir hálfleik. Messi var ekki hættur því á 53. mínútu lagði hann upp fjórða mark Inter Miami fyrir Taylor sem skoraði öðru sinni. Messi fékk svo heiðursskiptingu þegar tólf mínútur voru eftir af leiknum. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Inter Miami fagnaði 4-0 sigri. A joy to watch unless you're a defender.Rewind all of Messi's moments from a two-goal, one-assist showing against Atlanta in @LeaguesCup action. pic.twitter.com/MxkGHjIDAf— Major League Soccer (@MLS) July 26, 2023 Inter Miami vann sinn riðil í Leagues Cup og er komið í 32-liða úrslit keppninnar. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Enski boltinn Fleiri fréttir Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Sjá meira
Inter Miami mætti Atlanta United í Leagues Cup í nótt og vann 4-0 sigur. Um er að ræða keppni milli liða í MLS-deildinni í Bandaríkjunum og Liga MX í Mexíkó. Messi kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmark Inter Miami gegn Cruz Azul með marki beint úr aukaspyrnu elleftu stundu á föstudaginn. Messi var í fyrsta sinn í byrjunarliði Inter Miami í nótt og sömu sögu er að segja af Sergio Busquets, fyrrverandi samherja hans hjá Barcelona. Þeir félagar áttu heiðurinn af fyrsta marki leiksins á 8. mínútu. Busquets lyfti þá boltanum yfir vörn Atlanta á Messi sem skaut í stöng en fylgdi á eftir og skoraði fyrsta mark leiksins. Atlanta er hundraðasta liðið sem Messi skorar gegn á ferlinum. Á 22. mínútu bætti Messi öðru marki við eftir skyndisókn Inter Miami. Robert Taylor bætti svo þriðja markinu við fyrir hálfleik. Messi var ekki hættur því á 53. mínútu lagði hann upp fjórða mark Inter Miami fyrir Taylor sem skoraði öðru sinni. Messi fékk svo heiðursskiptingu þegar tólf mínútur voru eftir af leiknum. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Inter Miami fagnaði 4-0 sigri. A joy to watch unless you're a defender.Rewind all of Messi's moments from a two-goal, one-assist showing against Atlanta in @LeaguesCup action. pic.twitter.com/MxkGHjIDAf— Major League Soccer (@MLS) July 26, 2023 Inter Miami vann sinn riðil í Leagues Cup og er komið í 32-liða úrslit keppninnar.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Enski boltinn Fleiri fréttir Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Sjá meira