Það er stór hópur fólks, sem mætir alltaf í leikfimina á morgnana, svokallaðir fastagestir en svo eru það hinn almenni sundgestur sem getur líka fengið að vera með.
Það er Ingibjörg Anna, sem stýrir leikfiminni en það hefur hún gert í ellefu ár, allt í sjálfboðavinnu enda hefur hún svo gaman af þessu.
„Þetta er svo gaman, lifandi og hressandi. Það er alltaf góð þátttaka í tímunum, skemmtilegar konur og skemmtilegir karlar. Þetta er bara gert fyrir gleðina”, segir Ingibjörg.

„Þetta er alveg rosalega gott og gaman enda er ég mjög duglegur að mæta í leikfimina,” segir Helgi Kristínarson Gestsson
„Ég byrja morguninn svona, þetta er æðislegt. Ég held áfram að mæta eða þangað til ég verð láréttur,” segir Pétur Stefánsson hlægjandi.
„Ég mæli með leikfiminni fyrir alla alltaf, reyna að fá fólk til að koma upp úr sófanum í sund,” segir Heba Theodórsdóttir.
„Þetta er bara mjög skemmtilegt, ég er að koma hingað í fyrsta skipti. Ég á eftir að koma oftar, það er ekki spurning,” segir Elín Óska Arnarsdóttir.
Æfingarnar hjá Ingibjörgu Önnu eru ótrúlegar skemmtilegar og fjölbreyttar, það eru allir sammála um, sem mæta í tíma til hennar.
