Fyrir leik dagsins, sem var sá síðasti á HM í dag, hafði vítaspyrna verið dæmd í hverjum einasta leik. Það gerðist ekki í dag en bæði lið áttu erfitt með að skapa sér færi framan af leik.
Það leit hreinlega út fyrir að leikurinn myndi enda með markalausu jafntefli. Varamaðurinn Amalie Vangsgaard steig upp á ögurstundu og skoraði það sem reyndist sigurmark leiksins með frábærum skalla eftir hornspyrnu Pernille Harder þegar ein mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma.
Lokatölur 1-0 og Danir byrja HM á gríðarlega mikilvægum sigri. Danmörk og England eru nú með 3 stig í D-riðli á meðan Kína og Haíti eru án stiga.
Danmörk og Kína áttust við í lokaleik dagsins og voru það Danir sem höfðu betur en sigurmarkið kom alveg undir lok leiks.
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 22, 2023
Hér má sjá allt það helsta úr leiknum pic.twitter.com/LFfWhN8Tgs