Sjáðu þegar líkbíll og Subaru-bifreið stöðvuðu knattspyrnuleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2023 13:00 Bílarnir sem um er ræðir. Skjáskot Vináttuleik knattspyrnuliðanna Dunston og Gateshead var hætt eftir að tveir menn með lambúshettur keyrðu líkbíl og Subaru-bifreið inn á völlinn. Lögreglan hefur hafið rannsókn á málinu. Leikur Dunston og Gateshead væri ekki fréttnæmur í eðlilegu árferði enda Dunston í utandeildinni á Englandi og Gateshead í 5. deild. Atvikið sem átti sér stað gerði hins vegar leikinn að umfjöllunarefni flestra fréttamiðla Englands. Gateshead sagði á Twitter-síðu sinni að vegna „atviks“ á vellinum hefði leik verið hætt í hálfleik en staðan þá var 1-1. A Gateshead friendly against Dunston was abandoned following an "incident on the pitch" involving a hearse.— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 22, 2023 Téð atvik var eitthvað sem ekki hefur sést áður - allavega ekki oft - á knattspyrnuvelli. Tveir bílar, annars vegar líkbíll og hins vegar Subaru-bifreið, óku inn á völlinn og óku þar í nokkra hringi með tilheyrandi látum og skemmdum á vellinum. Báðir ökumenn og aðrir í bifreiðunum voru með lambúshettu svo ekki var hægt að greina hverjir væru á ferð. Eftir að keyra nokkra hringi fór ökumaður líkbílsins og annar maður sem hafði verið í bílnum yfir í Subaru-bifreiðina sem keyrði svo í burtu. Líkbíllinn var skilinn eftir á vellinum. Lögreglan á svæðinu hefur staðfest að enginn hafi meiðst eða verið ógnað vegna atviksins. Rannsókn er þó hafin. Incident is putting it lightly lol pic.twitter.com/9SQoxNUOPz— (@____B17____) July 21, 2023 Dunston segir að félagið muni gera hvað það geti til að lagfæra völlinn sem og girðingar í kringum völlinn svo atvik sem þessi komi ekki upp aftur. Gateshead vildi ekki tjá sig um málið. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira
Leikur Dunston og Gateshead væri ekki fréttnæmur í eðlilegu árferði enda Dunston í utandeildinni á Englandi og Gateshead í 5. deild. Atvikið sem átti sér stað gerði hins vegar leikinn að umfjöllunarefni flestra fréttamiðla Englands. Gateshead sagði á Twitter-síðu sinni að vegna „atviks“ á vellinum hefði leik verið hætt í hálfleik en staðan þá var 1-1. A Gateshead friendly against Dunston was abandoned following an "incident on the pitch" involving a hearse.— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 22, 2023 Téð atvik var eitthvað sem ekki hefur sést áður - allavega ekki oft - á knattspyrnuvelli. Tveir bílar, annars vegar líkbíll og hins vegar Subaru-bifreið, óku inn á völlinn og óku þar í nokkra hringi með tilheyrandi látum og skemmdum á vellinum. Báðir ökumenn og aðrir í bifreiðunum voru með lambúshettu svo ekki var hægt að greina hverjir væru á ferð. Eftir að keyra nokkra hringi fór ökumaður líkbílsins og annar maður sem hafði verið í bílnum yfir í Subaru-bifreiðina sem keyrði svo í burtu. Líkbíllinn var skilinn eftir á vellinum. Lögreglan á svæðinu hefur staðfest að enginn hafi meiðst eða verið ógnað vegna atviksins. Rannsókn er þó hafin. Incident is putting it lightly lol pic.twitter.com/9SQoxNUOPz— (@____B17____) July 21, 2023 Dunston segir að félagið muni gera hvað það geti til að lagfæra völlinn sem og girðingar í kringum völlinn svo atvik sem þessi komi ekki upp aftur. Gateshead vildi ekki tjá sig um málið.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira