Hinn suður-afríski Lamprecht hefur stolið senunni á Opna breska og lék fyrsta hringinn á fimm höggum undir pari.
Fleetwood lék fyrsta hringinn sömuleiðis á fimm höggum undir pari en þeir Lamprecht deila forystunni. Bandaríkamaðurinn þrautreyndi, Stewart Cink, er í 3. sæti á þremur höggum undir pari.
66.
— The Open (@TheOpen) July 20, 2023
Tommy Fleetwood's lowest first round at The Open. pic.twitter.com/B1PXCAEU3f
Jordan Spieth er fjórði á tveimur höggum undir pari en efsti maður heimslistans, Scottie Scheffler, er á einu höggi undir pari.
Cameron Smith, sigurvegarinn á Opna breska í fyrra, er á einu höggi yfir pari. Fjölmargir þekktir kylfingar eiga enn eftir að hefja leik, þar á meðal Rory McIlroy sem þykir mjög líklegur til afreka á Opna breska.
Fylgjast má með beinni útsendingu frá Opna breska á Stöð 2 Sport 4.