Áfrýjun Santi Mina hafnað og dómurinn fyrir kynferðisbrot stendur Smári Jökull Jónsson skrifar 19. júlí 2023 20:45 Santi Mina var á láni hjá sádiarabíska félaginu Al Shabab á síðustu leiktíð. Vísir/Getty Spánverjinn Santi Mina sér fram á fjögur ár í fangelsi þar í landi eftir að áfrýjun hans á dómi vegna kynferðisbrots var vísað frá í dag. Santi Mina er leikmaður Celta Vigo á Spáni en hefur einnig leikið fyrir Valencia á sínum ferli. Í maí í fyrra var hann, ásamt félaga sínum, dæmdur fyrir kynferðisbrot sem átti sér stað árið 2017. Mina og vinur hans, David Goldar, réðust þá á konu í borginni Mojácar. Mina var dæmdur í fjögurra ára fangelsi og sá fram á fangelsisvist þar sem dómurinn var lengri en tvö ár. Hann áfrýjaði hins vegar dómnum og var frjáls ferða sinna á meðan málið var tekið fyrir á næsta dómsstigi. Celta Vigo lánaði hann til sádiarabíska félagsins Al Shabab á síðustu leiktíð. Hann sneri hins vegar aftur til æfinga hjá Celta í upphafi síðustu viku en Rafael Bentiez er nýtekinn við knattspyrnustjórastöðunni hjá félaginu. Santi Mina's appeal against his sexual abuse charges have been REJECTED by the Spanish court. He will serve four years in prison after being found guilty. The victim will also receive 25,000 in damages. Mina returned to Celta training last week and has the option to pic.twitter.com/pUUDI6wx4K— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) July 19, 2023 Í dag birti áfrýjunardómstóllinn í Andalúsíu hins vegar úrskurð sinn. Áfrýjun Mina var vísað frá en hann á enn möguleika á því að áfrýja til hæstaréttar. Hann verður því að öllum líkindum áfram frjáls ferða sinna þar til endanleg niðurstaða er komin í málið. Celta Vigo ætlar sér ekki að halda Mina hjá félaginu í vetur þó hann muni ekki sitja á bakvið lás og slá. Félagið ætlar sér að lána Mina til annars félags en hann á eitt ár eftir af samningi sínum við Celta. Spænski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Santi Mina er leikmaður Celta Vigo á Spáni en hefur einnig leikið fyrir Valencia á sínum ferli. Í maí í fyrra var hann, ásamt félaga sínum, dæmdur fyrir kynferðisbrot sem átti sér stað árið 2017. Mina og vinur hans, David Goldar, réðust þá á konu í borginni Mojácar. Mina var dæmdur í fjögurra ára fangelsi og sá fram á fangelsisvist þar sem dómurinn var lengri en tvö ár. Hann áfrýjaði hins vegar dómnum og var frjáls ferða sinna á meðan málið var tekið fyrir á næsta dómsstigi. Celta Vigo lánaði hann til sádiarabíska félagsins Al Shabab á síðustu leiktíð. Hann sneri hins vegar aftur til æfinga hjá Celta í upphafi síðustu viku en Rafael Bentiez er nýtekinn við knattspyrnustjórastöðunni hjá félaginu. Santi Mina's appeal against his sexual abuse charges have been REJECTED by the Spanish court. He will serve four years in prison after being found guilty. The victim will also receive 25,000 in damages. Mina returned to Celta training last week and has the option to pic.twitter.com/pUUDI6wx4K— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) July 19, 2023 Í dag birti áfrýjunardómstóllinn í Andalúsíu hins vegar úrskurð sinn. Áfrýjun Mina var vísað frá en hann á enn möguleika á því að áfrýja til hæstaréttar. Hann verður því að öllum líkindum áfram frjáls ferða sinna þar til endanleg niðurstaða er komin í málið. Celta Vigo ætlar sér ekki að halda Mina hjá félaginu í vetur þó hann muni ekki sitja á bakvið lás og slá. Félagið ætlar sér að lána Mina til annars félags en hann á eitt ár eftir af samningi sínum við Celta.
Spænski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira