„Djöfulleg“ árás gerð á Odessa í nótt Samúel Karl Ólason skrifar 19. júlí 2023 08:21 Frá Odessa í gær. Mörgum eldflaugm var skotið að borginni í nótt og tiltölulega fáar þeirra voru skotnar niður. AP Photo/Jae C. Hong Rússar létu sprengjum rigna yfir hafnarborgina Odessa í nótt en árásin beindist sérstaklega að höfn borgarinnar. Úkraínumenn lýsa árásinni sem djöfullegri en upplýsingar um skemmdir og mannfall liggja ekki fyrir. Þá þurftu á þriðja þúsund manns að flýja heimili sín á Krímskaga eftir árás Úkraínumanna. Úkraínumenn segja að 63 eldflaugar, stýriflaugar og sjálfsprengidróna hafa verið notaða til árásarinnar en 37 eldflaugar og drónar voru skotnar niður. Það er töluvert minna en Úkraínumenn hafa verið að skjóta niður að undanförnu Flugher Úkraínu segir að þrettán af sextán Kalibr stýriflaugar hafi verið skotnar niður við Odessa. Þá hafi 23 af 32 sjálfsprengidrónum verið skotnir niður og ein stýriflaug af gerðinni Kh-59. AP fréttaveitan hefur einnig eftir Úkraínumönnum að átta Kh-22 eldflaugum hafi einnig verið skotið að borginni og sex Oniks stýriflaugum hafi verið miðað að innviðum í og við Odessa. Talsmaður hernaðaryfirvalda í Odessa sagði árásina í nótt hafa verið djöfullega. „Þeir eru að reyna að hræða allan heiminn. Sérstaklega þá sem vilja halda kornsamkomulaginu áfram. Úkraínu, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar,“ sagði talsmaðurinn sem heitir Serhiy Bratchuk, samkvæmt frétt Reuters. Hann hét því einnig að íbúar Odessa myndu ekki láta hræða sig. Embættismenn í Úkraínu segja Shahed sjálfsprengidrónum frá Íran einnig hafa verið flogið að Kænugarði en þeir hafi allir verið skotnir niður. Ráðamenn í Rússlandi tilkynntu á mánudaginn að þeir ætluðu ekki að framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gerði Úkraínumönnum kleift að flytja korn út frá Odessa, og hafa heitið hefndum fyrir árás Úkraínumanna á brúnna yfir Kerch-sund, sem tengir Krímskaga við meginland Rússlands. Sjá einnig: Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulagi fordæmt um allan heim Umfangsmikill eldur kviknaði í Kirovske á Krímskaga í nótt og hafa rúmlega 2.200 manns þurft að flýja heimili sín vegna hans. Eldurinn kviknaði eftir árás Úkraínumanna á þjálfunarbúðir Rússa en Úkraínumenn eru sagðir hafa hæft vopnageymslu. Mikill reykur hefur borist frá svæðinu og fleiri sprengingar hafa heyrst eftir að eldurinn kviknaði. Last night, a major incident occurred at an ammo stockpile in temporarily occupied Crimea. The resulting fire caused the closure of a section of an adjacent Tavrida highway and the evacuation of nearby villages. Explosions at the stockpile appear to still be going off hours pic.twitter.com/J5UCBAkw8d— Dmitri (@wartranslated) July 19, 2023 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vilja ekki gera hermenn að fallbyssufóðri eins og Rússar Úkraínumenn hafa breytt um aðferðir í gagnsókn þeirra gegn Rússum í suður- og austurhluta landsins, eftir hæga og kostnaðarsama sókn undanfarnar vikur. Jarðsprengjur og þyrlur Rússa hafa reynst úkraínskum hermönnum sérstaklega erfiðar. 18. júlí 2023 13:00 Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum. 18. júlí 2023 11:27 Beindu stýriflaugum og drónum að Odessa Rússar skutu stýriflaugum og flugu sjálfsprengidrónum að höfninni í Odessa við Svartahaf í nótt. Árásin er sögð hafa valdið skemmdum á innviðum í höfninni, sem er mikilvæg fyrir kornútflutning Úkraínumanna. 18. júlí 2023 08:03 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Sjá meira
Úkraínumenn segja að 63 eldflaugar, stýriflaugar og sjálfsprengidróna hafa verið notaða til árásarinnar en 37 eldflaugar og drónar voru skotnar niður. Það er töluvert minna en Úkraínumenn hafa verið að skjóta niður að undanförnu Flugher Úkraínu segir að þrettán af sextán Kalibr stýriflaugar hafi verið skotnar niður við Odessa. Þá hafi 23 af 32 sjálfsprengidrónum verið skotnir niður og ein stýriflaug af gerðinni Kh-59. AP fréttaveitan hefur einnig eftir Úkraínumönnum að átta Kh-22 eldflaugum hafi einnig verið skotið að borginni og sex Oniks stýriflaugum hafi verið miðað að innviðum í og við Odessa. Talsmaður hernaðaryfirvalda í Odessa sagði árásina í nótt hafa verið djöfullega. „Þeir eru að reyna að hræða allan heiminn. Sérstaklega þá sem vilja halda kornsamkomulaginu áfram. Úkraínu, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar,“ sagði talsmaðurinn sem heitir Serhiy Bratchuk, samkvæmt frétt Reuters. Hann hét því einnig að íbúar Odessa myndu ekki láta hræða sig. Embættismenn í Úkraínu segja Shahed sjálfsprengidrónum frá Íran einnig hafa verið flogið að Kænugarði en þeir hafi allir verið skotnir niður. Ráðamenn í Rússlandi tilkynntu á mánudaginn að þeir ætluðu ekki að framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gerði Úkraínumönnum kleift að flytja korn út frá Odessa, og hafa heitið hefndum fyrir árás Úkraínumanna á brúnna yfir Kerch-sund, sem tengir Krímskaga við meginland Rússlands. Sjá einnig: Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulagi fordæmt um allan heim Umfangsmikill eldur kviknaði í Kirovske á Krímskaga í nótt og hafa rúmlega 2.200 manns þurft að flýja heimili sín vegna hans. Eldurinn kviknaði eftir árás Úkraínumanna á þjálfunarbúðir Rússa en Úkraínumenn eru sagðir hafa hæft vopnageymslu. Mikill reykur hefur borist frá svæðinu og fleiri sprengingar hafa heyrst eftir að eldurinn kviknaði. Last night, a major incident occurred at an ammo stockpile in temporarily occupied Crimea. The resulting fire caused the closure of a section of an adjacent Tavrida highway and the evacuation of nearby villages. Explosions at the stockpile appear to still be going off hours pic.twitter.com/J5UCBAkw8d— Dmitri (@wartranslated) July 19, 2023
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vilja ekki gera hermenn að fallbyssufóðri eins og Rússar Úkraínumenn hafa breytt um aðferðir í gagnsókn þeirra gegn Rússum í suður- og austurhluta landsins, eftir hæga og kostnaðarsama sókn undanfarnar vikur. Jarðsprengjur og þyrlur Rússa hafa reynst úkraínskum hermönnum sérstaklega erfiðar. 18. júlí 2023 13:00 Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum. 18. júlí 2023 11:27 Beindu stýriflaugum og drónum að Odessa Rússar skutu stýriflaugum og flugu sjálfsprengidrónum að höfninni í Odessa við Svartahaf í nótt. Árásin er sögð hafa valdið skemmdum á innviðum í höfninni, sem er mikilvæg fyrir kornútflutning Úkraínumanna. 18. júlí 2023 08:03 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vilja ekki gera hermenn að fallbyssufóðri eins og Rússar Úkraínumenn hafa breytt um aðferðir í gagnsókn þeirra gegn Rússum í suður- og austurhluta landsins, eftir hæga og kostnaðarsama sókn undanfarnar vikur. Jarðsprengjur og þyrlur Rússa hafa reynst úkraínskum hermönnum sérstaklega erfiðar. 18. júlí 2023 13:00
Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum. 18. júlí 2023 11:27
Beindu stýriflaugum og drónum að Odessa Rússar skutu stýriflaugum og flugu sjálfsprengidrónum að höfninni í Odessa við Svartahaf í nótt. Árásin er sögð hafa valdið skemmdum á innviðum í höfninni, sem er mikilvæg fyrir kornútflutning Úkraínumanna. 18. júlí 2023 08:03