UEFA vill halda umhverfisvænt EM og biður landslið að fljúga ekki Smári Jökull Jónsson skrifar 19. júlí 2023 07:00 Evrópumótið fer fram í Þýskalandi næsta sumar. Vísir/Getty Evrópumótið í knattspyrnu fer fram í Þýskalandi næsta sumar og UEFA er á fullu í undirbúningi fyrir mótið. Sambandið ætlar sér að halda umhverfisvænt mót og hefur biðlað til þátttökuþjóða að hjálpa til. Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) hefur biðlað til þeirra þjóða sem taka þátt í lokakeppni Evrópumótsins á næsta ári að fljúga ekki á milli leikstaða á Evrópumótinu í knattspyrnu á næsta ári. Síðasta Evrópumót var haldið í ellefu löndum og þurftu sum lið að ferðast tæplega 10.000 kílómetra á milli leikstaða með tilheyrandi mengandi flugvélum. Nú er hins vegar annað hljóð komið í skrokkinn hjá UEFA sem vill halda umhverfisvænasta EM í Þýskalandi næsta sumar. UEFA hefur nú biðlað til þeirra þjóða sem vinna sér sæti í lokakeppninni að keyra á milli leikstaða í stað þess að fljúga. Þá verður einnig í boði afsláttur fyrir þá stuðningsmenn sem nýta sér lestir á lengri ferðalögum. „Þetta er okkar tækifæri að sýna gott fordæmi með því að halda mót samkvæmt hæstu umhverfisstöðum,“ sagði Michele Uva, yfirmaður umhverfismála hjá UEFA. Setur pressu á UEFA UEFA hvetur einnig þá stuðningsmenn sem sækja munu leiki á mótinu að vera meðvitaða um kolefnisspor sitt. UEFA og þýsk yfirvöld hafa því ákveðið að hægt verði að nýta aðgangsmiða á leiki keppninnar sem miða í almenningssamgöngur í borgum þar sem leikir eru spilaðir. Miðarnir munu gilda frá því sex um morgun á leikdegi og þar til sex um kvöld daginn eftir leik. Það vakti athygli fyrir heimsmeistaramótið í Katar þegar forráðamenn FIFA sögðu að mótið yrði kolefnisjafnað. Í síðasta mánuði stigu talsmenn svissnesku samtakanna Fossil Free Football fram og sögðu staðhæfingar FIFA rangar og misvísandi. Frank Huisingh, talsmaður samtakanna, er ánægður með frumkvæði UEFA en er samt sem áður efins um raunveruleg heilindi samtakanna í umhverfismálum. „Ég velti því fyrir mér hvort UEFA muni einnig skoða sína styrktaraðila. Meistaradeildin er fjármögnuð af flugfélagi. Það er ekki samræmi í því að ætla sér að takmarka flugferðir í einu móti en auglýsa þær í því næsta.“ EM 2024 í Þýskalandi UEFA Umhverfismál Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) hefur biðlað til þeirra þjóða sem taka þátt í lokakeppni Evrópumótsins á næsta ári að fljúga ekki á milli leikstaða á Evrópumótinu í knattspyrnu á næsta ári. Síðasta Evrópumót var haldið í ellefu löndum og þurftu sum lið að ferðast tæplega 10.000 kílómetra á milli leikstaða með tilheyrandi mengandi flugvélum. Nú er hins vegar annað hljóð komið í skrokkinn hjá UEFA sem vill halda umhverfisvænasta EM í Þýskalandi næsta sumar. UEFA hefur nú biðlað til þeirra þjóða sem vinna sér sæti í lokakeppninni að keyra á milli leikstaða í stað þess að fljúga. Þá verður einnig í boði afsláttur fyrir þá stuðningsmenn sem nýta sér lestir á lengri ferðalögum. „Þetta er okkar tækifæri að sýna gott fordæmi með því að halda mót samkvæmt hæstu umhverfisstöðum,“ sagði Michele Uva, yfirmaður umhverfismála hjá UEFA. Setur pressu á UEFA UEFA hvetur einnig þá stuðningsmenn sem sækja munu leiki á mótinu að vera meðvitaða um kolefnisspor sitt. UEFA og þýsk yfirvöld hafa því ákveðið að hægt verði að nýta aðgangsmiða á leiki keppninnar sem miða í almenningssamgöngur í borgum þar sem leikir eru spilaðir. Miðarnir munu gilda frá því sex um morgun á leikdegi og þar til sex um kvöld daginn eftir leik. Það vakti athygli fyrir heimsmeistaramótið í Katar þegar forráðamenn FIFA sögðu að mótið yrði kolefnisjafnað. Í síðasta mánuði stigu talsmenn svissnesku samtakanna Fossil Free Football fram og sögðu staðhæfingar FIFA rangar og misvísandi. Frank Huisingh, talsmaður samtakanna, er ánægður með frumkvæði UEFA en er samt sem áður efins um raunveruleg heilindi samtakanna í umhverfismálum. „Ég velti því fyrir mér hvort UEFA muni einnig skoða sína styrktaraðila. Meistaradeildin er fjármögnuð af flugfélagi. Það er ekki samræmi í því að ætla sér að takmarka flugferðir í einu móti en auglýsa þær í því næsta.“
EM 2024 í Þýskalandi UEFA Umhverfismál Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Sjá meira