Skipverja og hundi bjargað eftir marga mánuði á sjó Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. júlí 2023 23:25 Tim Shaddock og Bella lifðu af á engu nema regnvatni og hráum fisk. Sky Áströlskum skipverja og hundi hans hefur verið bjargað undan ströndum Mexíkó eftir að hafa verið skipreka í tvo mánuði. Þeir lifðu á engu nema regnvatni og hráum fisk. Í umfjöllun Sky fréttastofunnar kemur fram að ástralski skipverjinn, sem heitir Tim Shaddock, hafi haldið af stað frá Mexíkó á litlum seglbáti í apríl. Þaðan ætlaði hann að fara til Frönsku Pólýnesíu í Kyrrahafi og tók tíkina sína Bellu með. Að mánuði liðnum lentu þau Tim og Bella hinsvegar í fárviðri sem olli miklum skemmdum á seglbátnum. Að sama skapi eyðilögðust raftæki um borð svo Tim gat ekki kallað eftir aðstoð. Horfa má á umfjöllun áströlsku Sky sjónvarpsstöðvarinnar um björgun Tim hér að neðan: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=azP9K0bU0rQ">watch on YouTube</a> Gerði allt rétt Einungis er að þakka tjaldþaki bátsins að Tim og Bella komust lífs af en tjaldþakið veitti þeim lágmarksskjól, að því er segir í umfjöllun Sky. Þau rak stjórnlaust á Kyrrahafi um nokkurra vikna skeið þar til síðastliðinn fimmtudag. Þá kom þyrla á vegum túnfisksveiðimanna auga á bát þeirra Tim og Bellu. Að sögn lækna er heilsa Tim merkilega góð eftir raunirnar, en ekki fylgir sögunni hvernig hundinum heilsast. Haft er eftir Tim að hann óski þess helst af öllu að fá að hvíla sig og að fá góðan mat. Hann hafi ekki borðað neitt í allt of langan tíma. Sky sjónvarpsstöðin ræðir jafnframt við Mike Tipton, prófessor við Portsmouth háskóla, sem segir Tim hafa gert allt rétt í sínum aðstæðum. Hann hafi lifað af með heppni en einnig eigin ákvörðunum. Nánast allir sem lifa af skipbrot í heiminum lifa þau af á hlýrri slóðum að sögn prófessorsins. Tim hafi þannig engar áhyggjur þurft að hafa af því að ofkælast. Hann hafi lágmarkað hreyfingar sínar á heitasta tíma dagsins og þannig komið í veg fyrir að verða fyrir of miklu vökvatapi. Ástralía Mexíkó Hundar Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira
Í umfjöllun Sky fréttastofunnar kemur fram að ástralski skipverjinn, sem heitir Tim Shaddock, hafi haldið af stað frá Mexíkó á litlum seglbáti í apríl. Þaðan ætlaði hann að fara til Frönsku Pólýnesíu í Kyrrahafi og tók tíkina sína Bellu með. Að mánuði liðnum lentu þau Tim og Bella hinsvegar í fárviðri sem olli miklum skemmdum á seglbátnum. Að sama skapi eyðilögðust raftæki um borð svo Tim gat ekki kallað eftir aðstoð. Horfa má á umfjöllun áströlsku Sky sjónvarpsstöðvarinnar um björgun Tim hér að neðan: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=azP9K0bU0rQ">watch on YouTube</a> Gerði allt rétt Einungis er að þakka tjaldþaki bátsins að Tim og Bella komust lífs af en tjaldþakið veitti þeim lágmarksskjól, að því er segir í umfjöllun Sky. Þau rak stjórnlaust á Kyrrahafi um nokkurra vikna skeið þar til síðastliðinn fimmtudag. Þá kom þyrla á vegum túnfisksveiðimanna auga á bát þeirra Tim og Bellu. Að sögn lækna er heilsa Tim merkilega góð eftir raunirnar, en ekki fylgir sögunni hvernig hundinum heilsast. Haft er eftir Tim að hann óski þess helst af öllu að fá að hvíla sig og að fá góðan mat. Hann hafi ekki borðað neitt í allt of langan tíma. Sky sjónvarpsstöðin ræðir jafnframt við Mike Tipton, prófessor við Portsmouth háskóla, sem segir Tim hafa gert allt rétt í sínum aðstæðum. Hann hafi lifað af með heppni en einnig eigin ákvörðunum. Nánast allir sem lifa af skipbrot í heiminum lifa þau af á hlýrri slóðum að sögn prófessorsins. Tim hafi þannig engar áhyggjur þurft að hafa af því að ofkælast. Hann hafi lágmarkað hreyfingar sínar á heitasta tíma dagsins og þannig komið í veg fyrir að verða fyrir of miklu vökvatapi.
Ástralía Mexíkó Hundar Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira