Svíta fyrir ferðamenn í gömlu kirkjunni á Blönduósi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. júlí 2023 20:30 Kirkjan er ákaflega falleg á innan og það fer örugglega mjög vel um þá, sem panta sér gistingu inn í henni. Aðsend Kirkjan í gamla bænum á Blönduósi hefur fengið nýtt hlutverk en hún er nú notuð, sem svíta fyrir ferðamenn, sem vilja prófa að gista í kirkju. Mikil uppbygging á sér nú stað í gamla bænum á Blönduósi, sem athafnamenn af svæðinu standa að af miklum myndarskap. Hótel Blönduós hefur til dæmis verið meira og minna endurbyggt til samræmis við fyrra útlit. Gamla kirkjan í bænum vekur sérstaka athygli en henni hefur verið breytt í svítu eða að kirkjan er notuð undir hvers kyns athafnir. „Við svona spilum þetta aðeins af fingrum fram en þú finnur hvað hægt er að afhelga kirkju en andinn hann fer ekkert, það er ofboðsleg ró og friður hérna og hérna á töflunum eru enn þá síðustu sálmarnir, sem voru sungnir, númerin á þeim. Ég var fermdur hérna til dæmis og kom í sunnudagaskólann,” segir Reynir Grétarsson, einn af eigendum Hótels Blönduós og fleiri byggingum í gamla bænum, sem keyptu meðal annars kirkjuna. Reynir segir að ferðamenn séu mjög hrifnir af kirkjunni og ekki síst að geta gist í henni en kirkjan var vígð 13. janúar 1895. Það er meira að segja salerni og baðkar í kirkjuturninum. Og stundum sést Reynir við orgel kirkjunnar og tekur lagið. Blönduósingurinn og athafnamaðurinn, Reynir Grétarsson, sem er einn af þeim, sem á heiðurinn af uppbyggingu gamla bæjarins á Blönduósi, hér staddur í gömlu kirkjunni, sem hefur verið breytt í svítu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reynir segir að heimamenn á Blönduósi séu mjög ánægðir að sjá að gamla kirkjan þeirra er komin í notkun sem hluti af uppbyggingu gamla bæjarsins og ekki síður eru íbúarnir ánægðir með uppbygginguna, sem á sér þar stað. „Fólkinu hérna finnst rosalega vænt um hótelið og að því sé sýnt svona virðing og vinsemd eins og við höfum reynt að gera. Það hefur ekkert verið sparað í þessum endurbótum og fólk kann að meta það,” segir Reynir. Reynir hefur tröllatrú á verkefnum gamla bæjarins og hann eigi eftir að slá í gegn hjá heimamönnum og ferðamönnum, íslenskum og erlendum. „já, ég held að þessi gamli bær á Blönduósi eigi eftir að verða rosalega vinsæll áningarstaður, ekki síst fyrir Íslendinga, sem vilja koma og upplifa smá ró, slaka á og minnka streituna eins og ég sjálfur kannski, þá vilja menn bara ekkert fara aftur, þetta á eftir að slá í gegn,” segir Reynir kampakátur. Kirkjan, sem var vígð 13. janúar 1895.Magnús Hlynur Hreiðarsson Húnabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Mikil uppbygging á sér nú stað í gamla bænum á Blönduósi, sem athafnamenn af svæðinu standa að af miklum myndarskap. Hótel Blönduós hefur til dæmis verið meira og minna endurbyggt til samræmis við fyrra útlit. Gamla kirkjan í bænum vekur sérstaka athygli en henni hefur verið breytt í svítu eða að kirkjan er notuð undir hvers kyns athafnir. „Við svona spilum þetta aðeins af fingrum fram en þú finnur hvað hægt er að afhelga kirkju en andinn hann fer ekkert, það er ofboðsleg ró og friður hérna og hérna á töflunum eru enn þá síðustu sálmarnir, sem voru sungnir, númerin á þeim. Ég var fermdur hérna til dæmis og kom í sunnudagaskólann,” segir Reynir Grétarsson, einn af eigendum Hótels Blönduós og fleiri byggingum í gamla bænum, sem keyptu meðal annars kirkjuna. Reynir segir að ferðamenn séu mjög hrifnir af kirkjunni og ekki síst að geta gist í henni en kirkjan var vígð 13. janúar 1895. Það er meira að segja salerni og baðkar í kirkjuturninum. Og stundum sést Reynir við orgel kirkjunnar og tekur lagið. Blönduósingurinn og athafnamaðurinn, Reynir Grétarsson, sem er einn af þeim, sem á heiðurinn af uppbyggingu gamla bæjarins á Blönduósi, hér staddur í gömlu kirkjunni, sem hefur verið breytt í svítu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reynir segir að heimamenn á Blönduósi séu mjög ánægðir að sjá að gamla kirkjan þeirra er komin í notkun sem hluti af uppbyggingu gamla bæjarsins og ekki síður eru íbúarnir ánægðir með uppbygginguna, sem á sér þar stað. „Fólkinu hérna finnst rosalega vænt um hótelið og að því sé sýnt svona virðing og vinsemd eins og við höfum reynt að gera. Það hefur ekkert verið sparað í þessum endurbótum og fólk kann að meta það,” segir Reynir. Reynir hefur tröllatrú á verkefnum gamla bæjarins og hann eigi eftir að slá í gegn hjá heimamönnum og ferðamönnum, íslenskum og erlendum. „já, ég held að þessi gamli bær á Blönduósi eigi eftir að verða rosalega vinsæll áningarstaður, ekki síst fyrir Íslendinga, sem vilja koma og upplifa smá ró, slaka á og minnka streituna eins og ég sjálfur kannski, þá vilja menn bara ekkert fara aftur, þetta á eftir að slá í gegn,” segir Reynir kampakátur. Kirkjan, sem var vígð 13. janúar 1895.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Húnabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira