Sorglegt að sveitarfélagið standi ekki með Seyðfirðingum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. júlí 2023 17:38 Benedikta Guðrún er formaður félagasamtakanna VÁ, sem hefur það markmið að vernda Seyðisfjörð frá laxeldi í opnum sjókvíum. aðsend Fjölmenn mótmæli voru haldin á Seyðisfirði um helgina þar sem áformum um sjókvíaeldi í Seyðisfirði var mótmælt. Formaður félagasamtaka á Seyðisfirði segir sorglegt sveitarfélagið standi ekki með meirihluta íbúa, sem eru andvígir áformunum. Félagasamtökin VÁ hafa í um þrjú ár barist gegn áformum um að koma upp um tíu þúsund tonna sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Fyrr á þessu ári sýndi skoðanakönnun, sem Gallup framkvæmdi að ósk Múlaþings, fram á að um 75 prósent íbúa á Seyðisfirði væru andvígir sjókvíaeldi í firðinum. Benedikta Guðrún Svavarsdóttir er formaður samtakanna. „Á fimmtudaginn ákvaðum við að blása til samstöðufundar þar sem við heiðrum þessa samstöðu, komum saman og sögðum hátt og skýrt til allra landsmanna, stofnana, ríkis og til fyrirtækisins að við höfum engan áhuga á þessu sjókvíaeldi og munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að stoppa það.“ Áform um uppbyggingu laxeldis í Seyðisfirði eru á vegum Ice Fish Farm. Benedikta segir meirihluta sveitarstjórnar Múlaþings hafa sent íbúum skýr skilaboð um að ekki sé staðið við bak þeirra sem berjast gegn uppbyggingunni. „Þau hafa bara haldið fram algjöru valdaleysi og látið eins og þau hafi ekkert um málið að segja. En við vitum að svo er ekki, sveitarfélagið er rödd okkar til ríkisins. Þeim hefur verið tíðrætt um fulltrúalýðræði en gátu ekki einu sinni sent út móralska stuðningsyfirlýsingu til Seyðfirðinga í baráttu sinni, eftir að niðurstöður könnunarinnar komu í ljós.“ Hún segir niðurstöðuna hafa komið sveitarfélaginu á óvart og hún hafi verið sett ofan í skúffu í framhaldinu. Samtökin hafa kvartað til umboðsmanns og höfðað mál gegn ríkinu og innviðaráðherra vegna haf- og strandveiðiskipulags, þar sem nýtingarsvæði í firðinum hafi verið samþykkt eftir uppskrift fiskeldisfyrirtækisins. „Við munum halda á lofti þessari miklu valdníðslu og óréttmæti sem verið er að beita Seyðfirðinga.“ Benedikta segir að við stofnun sveitarfélagsins Múlaþings árið 2020, með sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar, hafi áhersla verið lögð á að minni kjarnar sveitarfélagsins héldu rödd sinni. „Þá voru loforð gefin um að hver kjarni myndi fá að njóta sín og heimastjórnir settar upp til að vernda sjálfstæði hvers kjarna. Hættan við sameiningu er enda að litlu kjarnarnir missi rödd. Í ljósi þess er þetta ótrúlega sorglegt.“ Fiskeldi Múlaþing Umhverfismál Sjávarútvegur Sjókvíaeldi Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Félagasamtökin VÁ hafa í um þrjú ár barist gegn áformum um að koma upp um tíu þúsund tonna sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Fyrr á þessu ári sýndi skoðanakönnun, sem Gallup framkvæmdi að ósk Múlaþings, fram á að um 75 prósent íbúa á Seyðisfirði væru andvígir sjókvíaeldi í firðinum. Benedikta Guðrún Svavarsdóttir er formaður samtakanna. „Á fimmtudaginn ákvaðum við að blása til samstöðufundar þar sem við heiðrum þessa samstöðu, komum saman og sögðum hátt og skýrt til allra landsmanna, stofnana, ríkis og til fyrirtækisins að við höfum engan áhuga á þessu sjókvíaeldi og munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að stoppa það.“ Áform um uppbyggingu laxeldis í Seyðisfirði eru á vegum Ice Fish Farm. Benedikta segir meirihluta sveitarstjórnar Múlaþings hafa sent íbúum skýr skilaboð um að ekki sé staðið við bak þeirra sem berjast gegn uppbyggingunni. „Þau hafa bara haldið fram algjöru valdaleysi og látið eins og þau hafi ekkert um málið að segja. En við vitum að svo er ekki, sveitarfélagið er rödd okkar til ríkisins. Þeim hefur verið tíðrætt um fulltrúalýðræði en gátu ekki einu sinni sent út móralska stuðningsyfirlýsingu til Seyðfirðinga í baráttu sinni, eftir að niðurstöður könnunarinnar komu í ljós.“ Hún segir niðurstöðuna hafa komið sveitarfélaginu á óvart og hún hafi verið sett ofan í skúffu í framhaldinu. Samtökin hafa kvartað til umboðsmanns og höfðað mál gegn ríkinu og innviðaráðherra vegna haf- og strandveiðiskipulags, þar sem nýtingarsvæði í firðinum hafi verið samþykkt eftir uppskrift fiskeldisfyrirtækisins. „Við munum halda á lofti þessari miklu valdníðslu og óréttmæti sem verið er að beita Seyðfirðinga.“ Benedikta segir að við stofnun sveitarfélagsins Múlaþings árið 2020, með sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar, hafi áhersla verið lögð á að minni kjarnar sveitarfélagsins héldu rödd sinni. „Þá voru loforð gefin um að hver kjarni myndi fá að njóta sín og heimastjórnir settar upp til að vernda sjálfstæði hvers kjarna. Hættan við sameiningu er enda að litlu kjarnarnir missi rödd. Í ljósi þess er þetta ótrúlega sorglegt.“
Fiskeldi Múlaþing Umhverfismál Sjávarútvegur Sjókvíaeldi Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira