Starfsmaður Grindavíkur hlaut skurð eftir spark frá leikmanni Gróttu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júlí 2023 12:16 Grindavík er í 5. sæti Lengjudeildar karla. grindavík/petra rós Grindvíkingar taka undir yfirlýsingu Gróttu sem félagið sendi frá sér eftir hitaleik í Lengjudeild karla í gær. Þeir segja þó rangt að starfsmaður Grindavíkur hafi ráðist á leikmann Gróttu og starfsmaðurinn hafi sjálfur orðið fyrir árás. Grindvíkingar eru ósáttir við fréttaflutning af málinu. Fótbolti.net greindi frá því í gær að Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður Grindavíkur, hafi beðið eftir leikmanni Gróttu eftir leik liðanna í Lengjudeildinni í gær, ráðist á hann og tekið hálstaki. Eftir leikinn sendi Grótta frá sér yfirlýsingu þar sem hún staðfesti að ráðist hefði verið á leikmann liðsins við búningsklefa í leikslok. Í yfirlýsingu segir einnig að starfsmaður Grindavíkur hafi ráðist að öðrum leikmanni Gróttu. „Stjórn deildarinnar lítur málin alvarlegum augum og treystir því að tekið verði á þeim af þar til bærum aðilum,“ segir enn fremur í yfirlýsingu Gróttu. Grindvíkingar taka undir yfirlýsingu Gróttu nema hvað þeir hafna því að starfsmaður liðsins hafi ráðist á leikmann Seltirninga. Starfsmaðurinn hafi aftur á móti sjálfur orðið fyrir árás. „Við tökum undir yfirlýsinguna að mestu leyti nema við getum ekki kvittað upp á að aðili úr starfsliði Grindavíkur hafi ráðist á leikmann. Hann var í raun bara að reyna að stía aðilum í sundur og uppskar spark frá leikmanni Gróttu þannig hann hlaut skurð á fótlegginn. Það var öll hans aðkoma að þessu,“ sagði Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Grindavíkur, í samtali við Vísi í dag. „Ég er búinn að ræða þetta við Gróttu og sagðist vera ósáttur við að starfsmaðurinn hafi verið dreginn inn í þessa yfirlýsingu. En að öðru leyti fordæmum við að ofbeldi sé viðhaft innan vallar sem utan.“ Grindvíkingar hafa ekki ákveðið næstu skref í málinu. „Það er óráðið. Það er ekki búið að taka utan um málið, þannig séð. Það er ekki nákvæmlega ljóst hvað kom fyrir þarna og gerðist en Guðjón Pétur er svo sem búinn að gefa út sína yfirlýsingu og ræða þetta sín megin. Ég var ekki á staðnum þannig ég veit ekki nákvæmlega hvað átti sér stað. Það er ekki búið að taka neina ákvörðun eða funda um þetta.“ Guðjón Pétur Lýðsson gekk í raðir Grindavíkur frá ÍBV um mitt síðasta sumar.vísir/diego Í frétt Vísis um málið í gær var greint frá því að orðrómur hefði verið um að Guðjón Pétur hefði beitt Ívan Óla Santos, leikmann Gróttu, kynþáttaníði eftir leikinn á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi. Guðjón Pétur þvertók fyrir það í samtali við Vísi í gær og Jón Júlíus kveðst ósáttur við fréttaflutning Vísis af málinu. „Við urðum áskynja þess að það hafi verið einhver umræða að það hafi verið einhverjir kynþáttafordómar. Við vonum að það hafi ekki átt sér stað og könnumst allavega ekki við, hvorki leikmaðurinn né liðsstjórinn. Þetta er einhver flökkusaga og við erum mjög óánægðir að þinn fjölmiðill hafi farið fram með þá frétt án þess að það hafi verið staðfest eða komið einhvers staðar fram,“ sagði Jón Júlíus. „Grótta virðist gefa þessa yfirlýsingu frá sér til að kveða þennan orðróm í kútinn en þrátt fyrir það gefur Vísir það út að það hafi verið kynþáttafordómar, eða orðrómur um það. Þetta er auðvitað mjög ógætileg fréttamennska.“ Grótta vann leikinn í gær, 2-0, með mörkum Tómasar Johannessen og Hilmars Andrews McShane. Grótta er í 4. sæti Lengjudeildarinnar með sextán stig, einu stigi og einu sæti ofar en Grindavík. Lengjudeild karla UMF Grindavík Grótta Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Fótbolti.net greindi frá því í gær að Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður Grindavíkur, hafi beðið eftir leikmanni Gróttu eftir leik liðanna í Lengjudeildinni í gær, ráðist á hann og tekið hálstaki. Eftir leikinn sendi Grótta frá sér yfirlýsingu þar sem hún staðfesti að ráðist hefði verið á leikmann liðsins við búningsklefa í leikslok. Í yfirlýsingu segir einnig að starfsmaður Grindavíkur hafi ráðist að öðrum leikmanni Gróttu. „Stjórn deildarinnar lítur málin alvarlegum augum og treystir því að tekið verði á þeim af þar til bærum aðilum,“ segir enn fremur í yfirlýsingu Gróttu. Grindvíkingar taka undir yfirlýsingu Gróttu nema hvað þeir hafna því að starfsmaður liðsins hafi ráðist á leikmann Seltirninga. Starfsmaðurinn hafi aftur á móti sjálfur orðið fyrir árás. „Við tökum undir yfirlýsinguna að mestu leyti nema við getum ekki kvittað upp á að aðili úr starfsliði Grindavíkur hafi ráðist á leikmann. Hann var í raun bara að reyna að stía aðilum í sundur og uppskar spark frá leikmanni Gróttu þannig hann hlaut skurð á fótlegginn. Það var öll hans aðkoma að þessu,“ sagði Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Grindavíkur, í samtali við Vísi í dag. „Ég er búinn að ræða þetta við Gróttu og sagðist vera ósáttur við að starfsmaðurinn hafi verið dreginn inn í þessa yfirlýsingu. En að öðru leyti fordæmum við að ofbeldi sé viðhaft innan vallar sem utan.“ Grindvíkingar hafa ekki ákveðið næstu skref í málinu. „Það er óráðið. Það er ekki búið að taka utan um málið, þannig séð. Það er ekki nákvæmlega ljóst hvað kom fyrir þarna og gerðist en Guðjón Pétur er svo sem búinn að gefa út sína yfirlýsingu og ræða þetta sín megin. Ég var ekki á staðnum þannig ég veit ekki nákvæmlega hvað átti sér stað. Það er ekki búið að taka neina ákvörðun eða funda um þetta.“ Guðjón Pétur Lýðsson gekk í raðir Grindavíkur frá ÍBV um mitt síðasta sumar.vísir/diego Í frétt Vísis um málið í gær var greint frá því að orðrómur hefði verið um að Guðjón Pétur hefði beitt Ívan Óla Santos, leikmann Gróttu, kynþáttaníði eftir leikinn á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi. Guðjón Pétur þvertók fyrir það í samtali við Vísi í gær og Jón Júlíus kveðst ósáttur við fréttaflutning Vísis af málinu. „Við urðum áskynja þess að það hafi verið einhver umræða að það hafi verið einhverjir kynþáttafordómar. Við vonum að það hafi ekki átt sér stað og könnumst allavega ekki við, hvorki leikmaðurinn né liðsstjórinn. Þetta er einhver flökkusaga og við erum mjög óánægðir að þinn fjölmiðill hafi farið fram með þá frétt án þess að það hafi verið staðfest eða komið einhvers staðar fram,“ sagði Jón Júlíus. „Grótta virðist gefa þessa yfirlýsingu frá sér til að kveða þennan orðróm í kútinn en þrátt fyrir það gefur Vísir það út að það hafi verið kynþáttafordómar, eða orðrómur um það. Þetta er auðvitað mjög ógætileg fréttamennska.“ Grótta vann leikinn í gær, 2-0, með mörkum Tómasar Johannessen og Hilmars Andrews McShane. Grótta er í 4. sæti Lengjudeildarinnar með sextán stig, einu stigi og einu sæti ofar en Grindavík.
Lengjudeild karla UMF Grindavík Grótta Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira