Funda klukkan níu um hvort opna eigi gossvæðið á ný Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. júlí 2023 07:31 Ferðamenn við eldgosið við Litla-Hrút. Mikil reykmengun hefur verið á svæðinu undanfarna þrjá daga. Vísir/Vilhelm Viðbragðsaðilar munu funda nú klukkan níu vegna eldgossins við Litla-Hrút. Á þeim fundi verður ákveðið hvort gossvæðið verður opnað almenningi á ný. Lögreglan á Suðurnesjum lokaði gossvæðinu fyrir almenningi á fimmtudagsmorgun vegna gróðurelda og vondra veðurskilyrða við gosstöðvarnar. Mikið rok hefur verið við gosstöðvarnar undanfarna daga og skilyrðin því ekki góð fyrir göngufólk. Viðbragðsaðilar funda þennan morguninn og munu þar endurskoða þá ákvörðun að loka fyrir aðgengi að gossvæðinu. Frétta af þeim fundi er að vænta upp úr tíu. Börðust við gróðureldana Slökkviliðsmenn börðust við gróðurelda á gossvæðinu á Reykjanesi í allan gærdag með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þyrla gæslunnar, TF-EIR, fór fjölda ferða yfir svæðið við gosstöðvarnar og sturtaði í hverri ferð tveimur tonnum af vatni yfir mosann. Frá slökkvistörfum á Reykjanesskaga.vísir/arnar Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, sagðist í gærkvöldi vera ánægður með hvernig hafi gengið að ráða við gróðureldana. „Við bættum aðeins í mannskap og búnað, fengum landsliðsgengi frá brunavörnum Suðurnesja og bíla frá þeim. Þetta hefur bara gengið vel þrátt fyrir krefjandi aðstæður og meiri mengun frá mosanum.“ Vill koma fólki nær gossvæðinu Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, greindi frá því í viðtali við Stöð 2 í gær að það væri brýnt að tryggja betra aðgengi fólks að gossvæðinu. Viðbragðsaðilar væru mun betur í stokk búnir til að bregðast við en í fyrri gosum að hennar sögn. Guðrún Hafsteinsdóttir vill tryggja betra aðgengi fólks að eldgosinu.Vísir/Vilhelm Hún sagði að verið væri að vinna að því að finna nýjan stað nær gosinu þaðan sem fólk getur gengið. Einn möguleiki sem Guðrún nefndi var Vigdísarvellir en þaðan eru aðeins fjórir kílómetrar að gossvæðinu. „Þetta er löng ganga sem ekki allir geta gengið. Ég legg áherslu á að sveitarfélög og landeigendur kortleggi núna vel landið þarna í kring,“ sagði Guðrún. Þá greindi Guðrún frá því að búið væri að tryggja viðveru landvarða og sjúkraflutningamanna á staðnum. Þá ákvað ríkisstjórnin í gærmorgun að styrkja björgunarsveitina Þorbjörn um tíu milljónir króna og fjárfesta í fleiri gasmælum til að hægt sé að kortleggja betur mengun á gossvæðinu. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum lokaði gossvæðinu fyrir almenningi á fimmtudagsmorgun vegna gróðurelda og vondra veðurskilyrða við gosstöðvarnar. Mikið rok hefur verið við gosstöðvarnar undanfarna daga og skilyrðin því ekki góð fyrir göngufólk. Viðbragðsaðilar funda þennan morguninn og munu þar endurskoða þá ákvörðun að loka fyrir aðgengi að gossvæðinu. Frétta af þeim fundi er að vænta upp úr tíu. Börðust við gróðureldana Slökkviliðsmenn börðust við gróðurelda á gossvæðinu á Reykjanesi í allan gærdag með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þyrla gæslunnar, TF-EIR, fór fjölda ferða yfir svæðið við gosstöðvarnar og sturtaði í hverri ferð tveimur tonnum af vatni yfir mosann. Frá slökkvistörfum á Reykjanesskaga.vísir/arnar Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, sagðist í gærkvöldi vera ánægður með hvernig hafi gengið að ráða við gróðureldana. „Við bættum aðeins í mannskap og búnað, fengum landsliðsgengi frá brunavörnum Suðurnesja og bíla frá þeim. Þetta hefur bara gengið vel þrátt fyrir krefjandi aðstæður og meiri mengun frá mosanum.“ Vill koma fólki nær gossvæðinu Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, greindi frá því í viðtali við Stöð 2 í gær að það væri brýnt að tryggja betra aðgengi fólks að gossvæðinu. Viðbragðsaðilar væru mun betur í stokk búnir til að bregðast við en í fyrri gosum að hennar sögn. Guðrún Hafsteinsdóttir vill tryggja betra aðgengi fólks að eldgosinu.Vísir/Vilhelm Hún sagði að verið væri að vinna að því að finna nýjan stað nær gosinu þaðan sem fólk getur gengið. Einn möguleiki sem Guðrún nefndi var Vigdísarvellir en þaðan eru aðeins fjórir kílómetrar að gossvæðinu. „Þetta er löng ganga sem ekki allir geta gengið. Ég legg áherslu á að sveitarfélög og landeigendur kortleggi núna vel landið þarna í kring,“ sagði Guðrún. Þá greindi Guðrún frá því að búið væri að tryggja viðveru landvarða og sjúkraflutningamanna á staðnum. Þá ákvað ríkisstjórnin í gærmorgun að styrkja björgunarsveitina Þorbjörn um tíu milljónir króna og fjárfesta í fleiri gasmælum til að hægt sé að kortleggja betur mengun á gossvæðinu.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira