Messi er nýkominn heim frá Argentínu þar sem allt varð vitlaust hvert sem hann fór og alls staðar í Evrópu vita næstum því allir hver hann er.
Make hundreds of millions of dollars playing against inferior competition while living in a nice city where you can go to the supermarket without being swarmed by thousands of fans asking for autographs and pictures?
— Joe Pompliano (@JoePompliano) July 14, 2023
Safe to say Lionel Messi made the right decision. pic.twitter.com/WbpSR79O14
Messi er einn allra besti knattspyrnumaður sögunnar, búinn að vinna 45 titla á ferlinum og kórónaði ferilinn með því að vinna heimsmeistaratitilinn á HM í Katar í desember síðastliðnum.
Messi er núna kominn til Bandaríkjanna og verður kynntur sem nýr leikmaður Inter Miami um helgina.
Messi er kannski að kynnast einum af óvæntum kostum við það að hafa valið Bandaríkin en fór þangað frekar en að fara heim til Barcelona eða elta peningana til Sádí-Arabíu.
Það sást nefnilega til Argentínumannsins út í búð á Flórída í gær og þar gat hann verslað án þess að margir væru að ónáða hann.
Magnað fyrir Messi, sem hefur verið heimsfrægur frá því hann var sautján ára, að geta farið út í búð eins og hinn venjulega manni þykist sjálfsagt. Örugglega sérstök og skemmtileg stund fyrir Messi fjölskylduna.
Messi casually shopping in a local supermarket in Miami with his family is such a vibe pic.twitter.com/2MqfpW0Ax5
— Sam (@FcbxSam) July 14, 2023