Engar bætur eftir að tómur gámur fauk á bíla Árni Sæberg skrifar 14. júlí 2023 11:16 Aftakaveður var á höfuðborgarsvæðinu 7. febrúar árið 2022. Vísir/Vilhelm Eigandi tveggja bíla sem urðu fyrir gámi, sem fauk í aftakaveðri í febrúar í fyrra, þarf að bera tjón sitt sjálfur þar sem það var ekki metið sem svo að gámafyrirtæki hafi þurft að fjarlægja gáminn, þrátt fyrir að rauð veðurviðvörun hafi verið gefin út. Íbúi á höfuðborgarsvæðinu lenti í leiðindaatviki aðfaranótt mánudagsins 7. febrúar í fyrra þegar aftakaveður gekk yfir og rauð veðurviðvörun var í gildi. Gámur sem stóð á lóð nágranna hans tókst á loft og hafnaði á bíl í hans eigu, sem rann svo á annan bíl hans. Nokkuð tjón varð á bílunum. Íbúinn krafðist þess að fá tjón sitt bætt úr vátryggingu gámafyrirtækisins en hafði ekki erindi sem erfiði og leitaði því til úrskurðarnefndar vátryggingamála. Í málskoti hans kemur fram að nágranni mannsins hafi verið búinn að tæma gáminn og óska eftir því, síðdegis á mánudeginum 4. febrúar, að gámafyrirtækið fjarlægði gáminn. Íbúinn taldi að gámafyrirtækið bæri ábyrgð á tjóni hans þar sem það væri metið því til gáleysis að hafa látið tóman gám standa í miðju íbúðahverfi við þær veðuraðstæður sem voru fyrirséðar. Nágranni hans hafi ekki átt þess kost að fjarlægja gáminn en gámafyrirtækið hefði hæglega getað orðið við beiðni hans um að fjarlægja gáminn. Þá væri ekki sanngjarnt að hann bæri tjón af því að gámur sem ekki væri á hans vegum eða ábyrgð valdi tjóni á bifreiðum hans. Beiðnin barst rétt fyrir lokun á föstudegi Í bréfi vátryggingarfélags gámafyrirtækisins segir að samkvæmt frásögn þess hafi ekki náðst að sækja gáminn fyrir helgina þar sem beiðni um það hafi borist skömmu fyrir lokun á föstudegi. Þá sé það skilyrði skaðabótaábyrgðar að tjón verði rekið til saknæmrar háttsemi gámafyrirtækisins og að ekki yrði séð að það skilyrði sé uppfyllt heldur sé tjón íbúans að rekja til óviðráðanlegra ytri aðstæðna og/eða óhappatilviljunar sem fyrirtækið beri ekki sakarábyrgð á. Umræddur gámur sé 2,3 tonn að þyngd og ekki verði litið svo á að það stafi sérstök tjónshætta af því að slíkir gámar standi úti, jafnvel þó þeir séu tómir en öll framkvæmd verksins af hálfu fyrirtækisins hafi verið með eðlilegum og hefðbundnum hætti. Þá hafi ekki verið sýnt fram á að fyrirtækið eða starfsmenn þess hafi haft um það vitneskju á föstudeginum að óveður mundi skella á aðfaranótt mánudagsins 7. febrúar, enda hafi rauð viðvörun ekki verið gefin út fyrr en á sunnudeginum. Jafnvel þó það yrði talið til gáleysis að geyma gáminn utandyra sé því ljóst að starfsmenn fyrirtækisins hefðu ekki haft ráðrúm til að bregðast við. Í viðbótarathugasemdum íbúans er meðal annars bent á að frétt um að búist væri við miklu illviðri á aðfaranótt mánudagsins hefði birst á heimasíðu Ríkisútvarpsins kl. 16:34 á föstudeginum, og að veðurspá á föstudagskvöldið hefði einnig gefið það skýrlega til kynna. Engin augljós áhætta af tómum gámi Í áliti úrskurðarnefndar vátryggingamála segir að almennar sönnunarreglur í skaðabótarétti geri ráð fyrir því að sá sem heldur því fram að annar beri skaðabótaábyrgð á tjóni sínu beri sönnunarbyrði um að skilyrði slíkrar ábyrgðar séu uppfyllt. Í þessu máli beri því íbúinn sönnunarbyrði fyrir því að tjón á bifreiðum hans verði rakið til saknæmra og ólögmætra athafna eða athafnaleysis gámafyrirtækisins, starfsmanna þess eða annarra atvika eða aðstæðna sem fyrirtækið beri ábyrgð á. Óumdeilt sé að gámur í eigu fyrirtækisins fauk á bifreið í eigu íbúans aðfaranótt mánudagsins 7. febrúar 2022, þegar í gildi var rauð veðurviðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið. Jafnframt sé óumdeilt að umræddur gámur var í vörslu nágranna íbúans, sem sendi fyrirtækinu tilkynningu þess efnis að hann hefði lokið tæmingu gámsins seinnipart föstudagsins 4. febrúar 2022. Þá liggi fyrir að eigin þyngd umrædds gáms var 2,33 tonn. „Ekki er sýnt fram á að búnaði, staðsetningu eða frágangi gámsins hafi verið ábótavant af hálfu [fyrirtækisins]. Eins og mál þetta liggur fyrir nefndinni verður ekki talið að augljós tjónshætta hafi staðið af gámnum þar sem hann var staðsettur þannig að það verði metið starfsmönnum [fyrirtækisins] til gáleysis að hafa ekki sótt hann strax og tilkynning barst frá [nágrannanum] um að hann hefði verið tæmdur en samkvæmt framansögðu barst slík tilkynning ekki fyrr en undir lok hefðbundins vinnudags. Hefur [íbúinn] þar af leiðandi ekki tekist að sýna fram á rétt til bóta úr ábyrgðartryggingu [fyrirtækisins].“ Tryggingar Veður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Íbúi á höfuðborgarsvæðinu lenti í leiðindaatviki aðfaranótt mánudagsins 7. febrúar í fyrra þegar aftakaveður gekk yfir og rauð veðurviðvörun var í gildi. Gámur sem stóð á lóð nágranna hans tókst á loft og hafnaði á bíl í hans eigu, sem rann svo á annan bíl hans. Nokkuð tjón varð á bílunum. Íbúinn krafðist þess að fá tjón sitt bætt úr vátryggingu gámafyrirtækisins en hafði ekki erindi sem erfiði og leitaði því til úrskurðarnefndar vátryggingamála. Í málskoti hans kemur fram að nágranni mannsins hafi verið búinn að tæma gáminn og óska eftir því, síðdegis á mánudeginum 4. febrúar, að gámafyrirtækið fjarlægði gáminn. Íbúinn taldi að gámafyrirtækið bæri ábyrgð á tjóni hans þar sem það væri metið því til gáleysis að hafa látið tóman gám standa í miðju íbúðahverfi við þær veðuraðstæður sem voru fyrirséðar. Nágranni hans hafi ekki átt þess kost að fjarlægja gáminn en gámafyrirtækið hefði hæglega getað orðið við beiðni hans um að fjarlægja gáminn. Þá væri ekki sanngjarnt að hann bæri tjón af því að gámur sem ekki væri á hans vegum eða ábyrgð valdi tjóni á bifreiðum hans. Beiðnin barst rétt fyrir lokun á föstudegi Í bréfi vátryggingarfélags gámafyrirtækisins segir að samkvæmt frásögn þess hafi ekki náðst að sækja gáminn fyrir helgina þar sem beiðni um það hafi borist skömmu fyrir lokun á föstudegi. Þá sé það skilyrði skaðabótaábyrgðar að tjón verði rekið til saknæmrar háttsemi gámafyrirtækisins og að ekki yrði séð að það skilyrði sé uppfyllt heldur sé tjón íbúans að rekja til óviðráðanlegra ytri aðstæðna og/eða óhappatilviljunar sem fyrirtækið beri ekki sakarábyrgð á. Umræddur gámur sé 2,3 tonn að þyngd og ekki verði litið svo á að það stafi sérstök tjónshætta af því að slíkir gámar standi úti, jafnvel þó þeir séu tómir en öll framkvæmd verksins af hálfu fyrirtækisins hafi verið með eðlilegum og hefðbundnum hætti. Þá hafi ekki verið sýnt fram á að fyrirtækið eða starfsmenn þess hafi haft um það vitneskju á föstudeginum að óveður mundi skella á aðfaranótt mánudagsins 7. febrúar, enda hafi rauð viðvörun ekki verið gefin út fyrr en á sunnudeginum. Jafnvel þó það yrði talið til gáleysis að geyma gáminn utandyra sé því ljóst að starfsmenn fyrirtækisins hefðu ekki haft ráðrúm til að bregðast við. Í viðbótarathugasemdum íbúans er meðal annars bent á að frétt um að búist væri við miklu illviðri á aðfaranótt mánudagsins hefði birst á heimasíðu Ríkisútvarpsins kl. 16:34 á föstudeginum, og að veðurspá á föstudagskvöldið hefði einnig gefið það skýrlega til kynna. Engin augljós áhætta af tómum gámi Í áliti úrskurðarnefndar vátryggingamála segir að almennar sönnunarreglur í skaðabótarétti geri ráð fyrir því að sá sem heldur því fram að annar beri skaðabótaábyrgð á tjóni sínu beri sönnunarbyrði um að skilyrði slíkrar ábyrgðar séu uppfyllt. Í þessu máli beri því íbúinn sönnunarbyrði fyrir því að tjón á bifreiðum hans verði rakið til saknæmra og ólögmætra athafna eða athafnaleysis gámafyrirtækisins, starfsmanna þess eða annarra atvika eða aðstæðna sem fyrirtækið beri ábyrgð á. Óumdeilt sé að gámur í eigu fyrirtækisins fauk á bifreið í eigu íbúans aðfaranótt mánudagsins 7. febrúar 2022, þegar í gildi var rauð veðurviðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið. Jafnframt sé óumdeilt að umræddur gámur var í vörslu nágranna íbúans, sem sendi fyrirtækinu tilkynningu þess efnis að hann hefði lokið tæmingu gámsins seinnipart föstudagsins 4. febrúar 2022. Þá liggi fyrir að eigin þyngd umrædds gáms var 2,33 tonn. „Ekki er sýnt fram á að búnaði, staðsetningu eða frágangi gámsins hafi verið ábótavant af hálfu [fyrirtækisins]. Eins og mál þetta liggur fyrir nefndinni verður ekki talið að augljós tjónshætta hafi staðið af gámnum þar sem hann var staðsettur þannig að það verði metið starfsmönnum [fyrirtækisins] til gáleysis að hafa ekki sótt hann strax og tilkynning barst frá [nágrannanum] um að hann hefði verið tæmdur en samkvæmt framansögðu barst slík tilkynning ekki fyrr en undir lok hefðbundins vinnudags. Hefur [íbúinn] þar af leiðandi ekki tekist að sýna fram á rétt til bóta úr ábyrgðartryggingu [fyrirtækisins].“
Tryggingar Veður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira