Arsenal eyddi 65 milljónum punda í þýska landsliðsmanninn Kai Havertz í sumar en hann kemur frá nágrönnunum í Chelsea.
Margir hafa verið að velt fyrir sér hvar Havertz muni spila í Arsenal liðinu og kannski skiljanlega því knattspyrnustjórinn Mikel Arteta veit það ekki sjálfur. Breska ríkisútvarpið segir frá.
Arteta segir að hann þurfi tíma til að ákveða það hvar hann notar Havertz. Stjórinn segir að það megi ekki líta á það þanig að Havertz sé að ganga inn í hlutverk Granit Xhaka.
Mikel Arteta on if Kai Havertz is a direct replacement for Granit Xhaka: He s not a replacement. He s not gonna be a like-for-like because everybody s going to be very different to what Granit gave us. It will be very different but Kai has tremendous qualities for our way of pic.twitter.com/QPlWSnsOE6
— Gunners (@Gunnersc0m) July 13, 2023
Havertz kom inn á sem varamaður í fyrsta leiknum með Arsenal í gær þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Nürnberg í æfingarleik.
„Við verðum að sjá til hvernig hann aðlagast liðinu og við þurfum líka að kynnast betur og þróa okkar samband,“ sagði Mikel Arteta eftir leikinn.
„Fótbolti snýst um það að tíminn mun leiða það í ljós hvar hann passar best inn í liðið,“ sagði Arteta.
Kai Havertz er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað á miðjunni en líka sem fremsti maður. Hans besta staða er að flestra mati fyrir aftan fremsta mann.
Það er mikið að leikmönnum í Arsenal liðinu sem geta spilað í kringum fremsta mann og svo er Norðmaðurinn bestur framarlega á miðjunni. Það verður því fróðlegt að sjá hvaða stöðu Havertz spilar.
Mikel Arteta on where he sees Havertz playing: We will see. We have to see how he adapts & obviously get to know each other & build relationships. Football is about that & time will tell where he fits in best. #afc pic.twitter.com/OF0Ti6pWHk
— afcstuff (@afcstuff) July 13, 2023