Sjáðu N1-mótið á Akureyri: „Maður getur ekki alltaf unnið“ Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júlí 2023 10:01 Hressir strákar sem spiluðu á N1-mótinu um síðustu helgi. Skjáskot N1-mótið á Akureyri fór fram um síðustu helgi. Mótið hefur fyrir löngu skapað sér sess sem eitt stærsta sumarmótið á hverju ári og tóku um 2000 drengir þátt á mótinu í ár. Stefán Árni Pálsson mætti á mótið og fór yfir allt það helsta í nýjasta þætti Sumarmótanna á Stöð 2 Sport. „Þetta eru 2000 drengir sem taka hér þátt, 202 lið, frá 50 félögum og hér verða leiknir 911 fótboltaleikir. Algjörlega geggjað mót framundan,“ sagði Stefán Árni en KA heldur mótið. Mörgþúsund foreldrar fylgja keppendum norður til að fylgjast með knattspyrnuhetjum framtíðarinnar. Fyrir drengina sem taka þátt er hvert annað stórmót í fótbolta. Eins og alltaf vanda forráðamenn KA til verka á N1-mótinu. Hægt er að sjá þáttinn hér fyrir neðan. Klippa: N1-mótið 2023 „Við erum gríðarlega stoltir af þessu, hvernig þetta hefur vaxið og dafnað. Þetta er búið að vera í þessari stærð undanfarin 4-5 ár. Fram að því stækkaði þetta með hverju árinu. Við erum í hámarkinu þessi árin sem er bara frábært, það eru alltaf fleiri og fleiri sem spila fótbolta. Þetta er heimsmeistarakeppni krakkana og við erum gríðarlega stoltir að fá að halda þetta ,“ sagði Siguróli Sigurðsson íþróttafulltrúi KA og mótsstjóri N1-mótsins. „Maður getur ekki alltaf unnið“ Það er spenna á mörgum vígstöðvum á mótinu og keppendur leggja sig alla fram. Stefán Árni hitti hressa Stjörnumenn að máli eftir góðan sigur á Víkingum. Þeir höfðu ekki náð sæti í 8-liða úrslitum en voru samt sem áður sáttir. „Maður getur ekki alltaf unnið,“ sögðu þeir en eitt markanna í leiknum var glæsilegt, skot af löngu færi sem söng í netinu. „Ég var kominn yfir miðju, hélt að þetta var gott skotfæri og ég bara tók það,“ sagði markaskorarinn. „Skora á alla foreldra að leyfa krökkunum að njóta leiksins“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, var mættur til Akureyrar til að fylgja syni sínum eftir sem leikur með Álftanesi. Hann hefur verið duglegur að mæta á knattspyrnumót í gegnum tíðina. „Það er mjög skemmtilegt, flott mót í alla staði. Mín er ánægjan að fá að vera hér með foreldrum, forráðamönnum og auðvitað strákunum sjálfum.“ Hann sagði alltaf jafn gaman að koma á þessu mót og það skemmtilegasta væri að sjá gleðina sem ríkti. „Það kemur fyrir að kappið fer fegurðina ofurliði. Þetta eru strákar sem vilja leggja sig fram og það er alltaf skemmtilegra að vinna en tapa. Þeir læra líka um leið að það skiptast á skin og skúrir. Mér finnst fara batnandi mjög framferði foreldra og forráðamanna. Það er það versta sem maður sér þegar fullorðið fólk hagar sér eins og kjánar. Þetta fer batnandi og ég skora á alla foreldra að leyfa krökkunum að njóta leiksins.“ Það var lið Stjörnunnar sem stóð uppi sem sigurvegari á mótinu, vann 2-0 sigur á liði Breiðabliks í úrslitaleik. Alls var keppt í 13 deildum á mótinu á Akureyri og því fjölmargir sigurvegarar sem gátu farið glaðir heim að loknu móti. Sumarmótin eru sýnd á Stöð 2 Sport. Næsti þáttur fjallar um Símamótið sem fram fer í Kópavogi nú um helgina. Sumarmótin Akureyri Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Sjá meira
„Þetta eru 2000 drengir sem taka hér þátt, 202 lið, frá 50 félögum og hér verða leiknir 911 fótboltaleikir. Algjörlega geggjað mót framundan,“ sagði Stefán Árni en KA heldur mótið. Mörgþúsund foreldrar fylgja keppendum norður til að fylgjast með knattspyrnuhetjum framtíðarinnar. Fyrir drengina sem taka þátt er hvert annað stórmót í fótbolta. Eins og alltaf vanda forráðamenn KA til verka á N1-mótinu. Hægt er að sjá þáttinn hér fyrir neðan. Klippa: N1-mótið 2023 „Við erum gríðarlega stoltir af þessu, hvernig þetta hefur vaxið og dafnað. Þetta er búið að vera í þessari stærð undanfarin 4-5 ár. Fram að því stækkaði þetta með hverju árinu. Við erum í hámarkinu þessi árin sem er bara frábært, það eru alltaf fleiri og fleiri sem spila fótbolta. Þetta er heimsmeistarakeppni krakkana og við erum gríðarlega stoltir að fá að halda þetta ,“ sagði Siguróli Sigurðsson íþróttafulltrúi KA og mótsstjóri N1-mótsins. „Maður getur ekki alltaf unnið“ Það er spenna á mörgum vígstöðvum á mótinu og keppendur leggja sig alla fram. Stefán Árni hitti hressa Stjörnumenn að máli eftir góðan sigur á Víkingum. Þeir höfðu ekki náð sæti í 8-liða úrslitum en voru samt sem áður sáttir. „Maður getur ekki alltaf unnið,“ sögðu þeir en eitt markanna í leiknum var glæsilegt, skot af löngu færi sem söng í netinu. „Ég var kominn yfir miðju, hélt að þetta var gott skotfæri og ég bara tók það,“ sagði markaskorarinn. „Skora á alla foreldra að leyfa krökkunum að njóta leiksins“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, var mættur til Akureyrar til að fylgja syni sínum eftir sem leikur með Álftanesi. Hann hefur verið duglegur að mæta á knattspyrnumót í gegnum tíðina. „Það er mjög skemmtilegt, flott mót í alla staði. Mín er ánægjan að fá að vera hér með foreldrum, forráðamönnum og auðvitað strákunum sjálfum.“ Hann sagði alltaf jafn gaman að koma á þessu mót og það skemmtilegasta væri að sjá gleðina sem ríkti. „Það kemur fyrir að kappið fer fegurðina ofurliði. Þetta eru strákar sem vilja leggja sig fram og það er alltaf skemmtilegra að vinna en tapa. Þeir læra líka um leið að það skiptast á skin og skúrir. Mér finnst fara batnandi mjög framferði foreldra og forráðamanna. Það er það versta sem maður sér þegar fullorðið fólk hagar sér eins og kjánar. Þetta fer batnandi og ég skora á alla foreldra að leyfa krökkunum að njóta leiksins.“ Það var lið Stjörnunnar sem stóð uppi sem sigurvegari á mótinu, vann 2-0 sigur á liði Breiðabliks í úrslitaleik. Alls var keppt í 13 deildum á mótinu á Akureyri og því fjölmargir sigurvegarar sem gátu farið glaðir heim að loknu móti. Sumarmótin eru sýnd á Stöð 2 Sport. Næsti þáttur fjallar um Símamótið sem fram fer í Kópavogi nú um helgina.
Sumarmótin Akureyri Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Sjá meira