Hallgrímur Jónasson: Þurfum að spila vel í Wales til að komast áfram Árni Jóhannsson skrifar 13. júlí 2023 20:34 Hallgrímur Jónasson þjálfari KA gat verið ánægður með dagsverkið Vísir / Diego KA er í ansi góðri stöðu í fyrstu umfer undankeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa lagt Connah´s Quay Nomads af velli 2-0 í Úlfarsárdal fyrr í kvöld. Hallgrímur Mar Steingrímsson og Daníel Hafsteinsson sáu um markaskorun heimamanna og tryggðu KA gott veganesti til Wales í seinni leikinn sem er eftir viku. Þjálfari KA Hallgrímur Jónasson var að vonum ánægður með úrslitin en var um sig að það þurfti að klára verkefnið í næstu viku. „Sammála því að þetta var góður sigur í dag. Ég er virkilega ánægður að við séum 2-0 yfir eftir leik þar sem leikurinn var jafn í fyrri hálfleik. Það var smá stress í okkur en við héldum áfram að láta boltann ganga fyrir okkur og vissum að þeir myndu þreytast. Við skorum svo tvö frábær mörk og frábært mark sem brýtur ísinn. Við erum gríðarlega ánægðir með að fara með fína stöðu út en við þurfum að klára þetta þar“, sagði Hallgrímur þegar hann var spurður út í hversu góður og sanngjarn sigur hans manna hafi verið í dag. Hann var spurður hvort hann sæi eitthvað hjá Walesverjum sem gæti ógnað stöðu KA því þeir virtust vera með mjög góð tök á leiknum í nánast 90 mínútur. „Mér fannst þeir virkilega sterkir í föstum leikatriðum. Þeir eru líkamlega sterkir og sköpuðu hættur úr horn- og aukaspyrnum. Svo fannst mér uppspilið þeirra líka betra en ég bjóst við án þess að vera hættulegt. Við þurftum aðeins að breyta því hvernig við pressuðum þá. Annars bara eins og ég bjóst við þá var ég gríðarlega ánægður eftir fyrri hálfleikinn, við komum út skorum tvö mörk og vinnum. Hefðum getað skorað meira en það er bara hálfleikur. Við förum út til Wales og það verður erfiðara og við þurfum að klára verkefnið þar.“ Hallgrímur hafði ekki áhyggjur af stöðunni í hálfleik en hans menn hefðu getað farið betur með stöðurnar sem sköpuðust þá. „Nei ekki áhyggjur en við þurftum að skerpa á vissum hlutum. Við vorum að finna millisvæðin og vorum að finna menn og fannst við leita meira þangað og síðan ógna meira fram á við. Mér fannst við vera spila til hliðar og til baka þegar við hefðum getað spilað fram á við. Við vorum ekki nógu hættulegir. Það komu tvö mörk í seinni hálfleik þannig að við vorum sáttir.“ Það er alltaf hætta á að menn fari hátt upp eftir góð úrslit og Hallgrímur var alveg á því að hann þyrfti að halda mönnum við efnið. „Já ég held að það hafi allir fundið það að þetta hafi verið hörkuleikur. Við þurfum að spila vel í Wales til að fara áfram.“ KA Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Connah's Quay Nomads 2-0 | Öruggur sigur í fyrsta Evrópuleiknum í tuttugu ár KA vann öruggan 2-0 sigur er liðið tók á móti Connah's Quay Nomads frá Wales í Úlfarsárdalnum í kvöld í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þetta var fyrsti Evrópuleikur KA síðan árið 2003 og sá fimmti í sögunni. 13. júlí 2023 19:53 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Fleiri fréttir Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Sjá meira
„Sammála því að þetta var góður sigur í dag. Ég er virkilega ánægður að við séum 2-0 yfir eftir leik þar sem leikurinn var jafn í fyrri hálfleik. Það var smá stress í okkur en við héldum áfram að láta boltann ganga fyrir okkur og vissum að þeir myndu þreytast. Við skorum svo tvö frábær mörk og frábært mark sem brýtur ísinn. Við erum gríðarlega ánægðir með að fara með fína stöðu út en við þurfum að klára þetta þar“, sagði Hallgrímur þegar hann var spurður út í hversu góður og sanngjarn sigur hans manna hafi verið í dag. Hann var spurður hvort hann sæi eitthvað hjá Walesverjum sem gæti ógnað stöðu KA því þeir virtust vera með mjög góð tök á leiknum í nánast 90 mínútur. „Mér fannst þeir virkilega sterkir í föstum leikatriðum. Þeir eru líkamlega sterkir og sköpuðu hættur úr horn- og aukaspyrnum. Svo fannst mér uppspilið þeirra líka betra en ég bjóst við án þess að vera hættulegt. Við þurftum aðeins að breyta því hvernig við pressuðum þá. Annars bara eins og ég bjóst við þá var ég gríðarlega ánægður eftir fyrri hálfleikinn, við komum út skorum tvö mörk og vinnum. Hefðum getað skorað meira en það er bara hálfleikur. Við förum út til Wales og það verður erfiðara og við þurfum að klára verkefnið þar.“ Hallgrímur hafði ekki áhyggjur af stöðunni í hálfleik en hans menn hefðu getað farið betur með stöðurnar sem sköpuðust þá. „Nei ekki áhyggjur en við þurftum að skerpa á vissum hlutum. Við vorum að finna millisvæðin og vorum að finna menn og fannst við leita meira þangað og síðan ógna meira fram á við. Mér fannst við vera spila til hliðar og til baka þegar við hefðum getað spilað fram á við. Við vorum ekki nógu hættulegir. Það komu tvö mörk í seinni hálfleik þannig að við vorum sáttir.“ Það er alltaf hætta á að menn fari hátt upp eftir góð úrslit og Hallgrímur var alveg á því að hann þyrfti að halda mönnum við efnið. „Já ég held að það hafi allir fundið það að þetta hafi verið hörkuleikur. Við þurfum að spila vel í Wales til að fara áfram.“
KA Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Connah's Quay Nomads 2-0 | Öruggur sigur í fyrsta Evrópuleiknum í tuttugu ár KA vann öruggan 2-0 sigur er liðið tók á móti Connah's Quay Nomads frá Wales í Úlfarsárdalnum í kvöld í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þetta var fyrsti Evrópuleikur KA síðan árið 2003 og sá fimmti í sögunni. 13. júlí 2023 19:53 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Fleiri fréttir Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Sjá meira
Leik lokið: KA - Connah's Quay Nomads 2-0 | Öruggur sigur í fyrsta Evrópuleiknum í tuttugu ár KA vann öruggan 2-0 sigur er liðið tók á móti Connah's Quay Nomads frá Wales í Úlfarsárdalnum í kvöld í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þetta var fyrsti Evrópuleikur KA síðan árið 2003 og sá fimmti í sögunni. 13. júlí 2023 19:53