Myndi frekar hætta en að spila LIV-golf Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. júlí 2023 22:31 Rory McIlroy er ekki beint aðdáandi LIV-mótaraðarinnar. Octavio Passos/Getty Images Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy hefur aldrei reynt að fela tilfinningar sínar í garð sádiarabísku LIV-mótaraðarinnar í golfi og segir að ef það væri eini staðurinn í heiminum þar sem enn væri hægt að spila golf myndi hann frekar hætta en að taka þátt. McIlroy, sem situr í þriðja sæti heimslistans í golfi, hefur verið hávær í gagnrýni sinni á LIV-mótaröðinni. Sú gagnrýni hefur ekki minnkað eftir að tilkynnt var um yfirvofandi samruna LIV- og PGA-mótaraðanna. Á dögunum bárust hins vegar fréttir af því að honum og Tiger Woods, einum besta kylfingi sögunnar, gæti verið boðið að eignast lið á LIV-mótaröðinni sem hluti af samrunanum, en Tiger Woods hefur einnig gagnrýnt LIV-mótaröðina harðlega. McIlroy hefur þó að öllum líkindum útilokað það algjörlega að hann vilji eignast lið á LIV-mótaröðinni, en hann segir að hann myndi frekar hætta en að spila á LIV-mótaröðinni. „Ef LIV-mótaröðin væri síðasti staðurinn á jörðinni þar sem enn væri hægt að spila golf þá myndi ég hætta. Þannig líður mér gagnvart henni. Ég myndi spila á risamótunum, en annars þætti mér það nokkuð auðvelt,“ sagði McIlroy. Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
McIlroy, sem situr í þriðja sæti heimslistans í golfi, hefur verið hávær í gagnrýni sinni á LIV-mótaröðinni. Sú gagnrýni hefur ekki minnkað eftir að tilkynnt var um yfirvofandi samruna LIV- og PGA-mótaraðanna. Á dögunum bárust hins vegar fréttir af því að honum og Tiger Woods, einum besta kylfingi sögunnar, gæti verið boðið að eignast lið á LIV-mótaröðinni sem hluti af samrunanum, en Tiger Woods hefur einnig gagnrýnt LIV-mótaröðina harðlega. McIlroy hefur þó að öllum líkindum útilokað það algjörlega að hann vilji eignast lið á LIV-mótaröðinni, en hann segir að hann myndi frekar hætta en að spila á LIV-mótaröðinni. „Ef LIV-mótaröðin væri síðasti staðurinn á jörðinni þar sem enn væri hægt að spila golf þá myndi ég hætta. Þannig líður mér gagnvart henni. Ég myndi spila á risamótunum, en annars þætti mér það nokkuð auðvelt,“ sagði McIlroy.
Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira